Ingvar Andri Magnússon, GR, gerði sér lítið fyrir og sigraði Unglingaeinvígið annað árið í röð. Mótið fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.
Aldrei áður hafði eitthver varið titilinn í níu ára sögu mótsins, en keppt var með útsláttarfyrirkomulagi og stóð Ingvar Andri upp sem sigurverari af þeim 30 sem tóku þátt.
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, lenti í öðru sæti og Björn Óskar Guðjónsson, GKj, lenti í þriðja sæti.
