Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag.
Kaya, sem spilar með Galatasaray, hefur spilað sautján landsleiki, en hann er einungis 23 ára gamall.
Özyakup var í byrjunarliði Tyrklands gegn Dönum í æfingarleik á dögunum, en hann hefur alls spilað sjö landsleiki.
Ísland mætir Tyrklandi á þriðjudaginn, en leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kukkan 18:45.
