Kristján og Karen stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 31. ágúst 2014 15:30 Kristján Þór Einarsson. Vísir/Daníel Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili og Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja stóðu uppi sem sigurvegarar í Eimskipsmótaröðinni í ár. Þetta var ljóst eftir að síðasta móti ársins,Goðamótinu, lauk á Akureyri í dag. Kristján Þór hafði þegar tryggt sér stigameistaratitilinn í fyrsta sinn á ferlinum en hann hefur einfaldlega verið óstöðvandi á þessu ári. Er hann ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni ásamt því að hafa unnið Einvígið á Nesinu. Það var meiri spenna í kvennaflokknum en staða Karenar var óneitanlega góð fyrir mótið. Hún sat í efsta sæti áður en mótið hófst og þær sem voru í sætunum þar á eftir voru fjarverandi á þessu móti. Aðeins Signý Arnórsdóttir gat ógnað forskoti hennar en hún hefur orðið stigameistari þrjú ár í röð. Kristján Þór lék á fjórum höggum undir pari í dag og í heildina á þremur höggum undir pari sem skaut honum upp fyrir Gísla Sveinbergsson og í fyrsta sætið sem hann hélt út síðustu níu holur mótsins. Karen hafnaði í öðru sæti á eftir Tinnu Jóhannsdóttir en tryggði sér á sama tíma stigameistaratitilinn en eina konan sem gat ógnað forskoti hennar í dag, Signý, lenti í fjórða sæti. Er þetta í fyrsta sinn sem báðir þessir kylfingar sigra á Eimskipsmótaröðinni. Lokastaðan í Goðamótinu var eftirfarandi.Karlaflokkur: 1.sæti : Kristján Þór Einarsson GKJ 73-70-67 = 210 (-3) 2.sæti : Gísli Sveinbergsson GK 70-71-72 = 213 (par) 3.sæti : Bjarki Pétursson GB 70-75-71 = 216 (+3) Kvennaflokkur: 1.sæti : Tinna Jóhannsdóttir GK 75-75-77 = 227 (+14) 2. sæti : Karen Guðnadóttir GS 75+75+81 = 231 (+18) 3. sæti : Sara Margrét Hinriksdóttir GK 78+77+78 = 233 (+20) Golf Tengdar fréttir Eimskipsmótaröðin | Spenna á Akureyri fyrir lokahringinn Gísli Sveinbergsson, GK, og Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, leiða fyrir lokahringina á Jaðarsvelli á Akureyri, en mótið er sjötta og síðasta stigamót GSÍ sem fer fram í sumar. 30. ágúst 2014 23:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili og Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja stóðu uppi sem sigurvegarar í Eimskipsmótaröðinni í ár. Þetta var ljóst eftir að síðasta móti ársins,Goðamótinu, lauk á Akureyri í dag. Kristján Þór hafði þegar tryggt sér stigameistaratitilinn í fyrsta sinn á ferlinum en hann hefur einfaldlega verið óstöðvandi á þessu ári. Er hann ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni ásamt því að hafa unnið Einvígið á Nesinu. Það var meiri spenna í kvennaflokknum en staða Karenar var óneitanlega góð fyrir mótið. Hún sat í efsta sæti áður en mótið hófst og þær sem voru í sætunum þar á eftir voru fjarverandi á þessu móti. Aðeins Signý Arnórsdóttir gat ógnað forskoti hennar en hún hefur orðið stigameistari þrjú ár í röð. Kristján Þór lék á fjórum höggum undir pari í dag og í heildina á þremur höggum undir pari sem skaut honum upp fyrir Gísla Sveinbergsson og í fyrsta sætið sem hann hélt út síðustu níu holur mótsins. Karen hafnaði í öðru sæti á eftir Tinnu Jóhannsdóttir en tryggði sér á sama tíma stigameistaratitilinn en eina konan sem gat ógnað forskoti hennar í dag, Signý, lenti í fjórða sæti. Er þetta í fyrsta sinn sem báðir þessir kylfingar sigra á Eimskipsmótaröðinni. Lokastaðan í Goðamótinu var eftirfarandi.Karlaflokkur: 1.sæti : Kristján Þór Einarsson GKJ 73-70-67 = 210 (-3) 2.sæti : Gísli Sveinbergsson GK 70-71-72 = 213 (par) 3.sæti : Bjarki Pétursson GB 70-75-71 = 216 (+3) Kvennaflokkur: 1.sæti : Tinna Jóhannsdóttir GK 75-75-77 = 227 (+14) 2. sæti : Karen Guðnadóttir GS 75+75+81 = 231 (+18) 3. sæti : Sara Margrét Hinriksdóttir GK 78+77+78 = 233 (+20)
Golf Tengdar fréttir Eimskipsmótaröðin | Spenna á Akureyri fyrir lokahringinn Gísli Sveinbergsson, GK, og Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, leiða fyrir lokahringina á Jaðarsvelli á Akureyri, en mótið er sjötta og síðasta stigamót GSÍ sem fer fram í sumar. 30. ágúst 2014 23:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Eimskipsmótaröðin | Spenna á Akureyri fyrir lokahringinn Gísli Sveinbergsson, GK, og Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, leiða fyrir lokahringina á Jaðarsvelli á Akureyri, en mótið er sjötta og síðasta stigamót GSÍ sem fer fram í sumar. 30. ágúst 2014 23:30