Fótbolti

Meistaramörkin: Porto, Zenit og Leverkusen í góðum málum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fyrri leikjum fjórðu umferðar undankeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær með fimm leikjum og eru Porto, Zenit og Bayer Leverkusen öll í góðum málum eftir fyrri leikina eftir að hafa nælt í sigra á útivelli.

Bayer Leverkusen lenti í tölverðum vandræðum á Parken gegn FC Copenhagen en náði mikilvægum útivallarmörkum í 3-2 sigri. Þýska liðið komst 1-0 yfir en dönsku meistararnir náðu forystunni í stöðunni 2-1 áður en þýska liðið bætti við tveimur mörkum og sigraði leikinn 3-2.

Þá gerði Arsenal markalaust jafntefli í Tyrklandi gegn Besiktas. Hættulegasta færi leiksins kom á upphafssekúndum leiksins er Demba Ba, fyrrum leikmaður Chelsea, reyndi skot úr miðjunni sem Wojciech Szczesny í marki Arsenal lenti í töluverðum vandræðum með.

Seinni leikirnir fara fram á þriðjudaginn og miðvikudaginn í næstu viku og verður síðan dregið í riðla Meistaradeildarinnar á föstudaginn eftir viku.

Úrslit:

Besiktas 0-0 Arsenal

FC Copenhagen 2-3 Bayer Leverkusen

Napoli 1-1 Athletic Bilbao

Red Bull Salzburg 2-1 Malmö FF

Steaua Bucuresti 1-0 Ludogorets

Lille 0-1 Porto

Standard Liege 0-1 Zenit

Slovan Bratislava 1-1 BATE Borisov

Aalborg 1-1 APOEL

Maribor 1-1 Celtic






Fleiri fréttir

Sjá meira


×