Færðist nær milljarði króna og sæti í Ryder-liðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. ágúst 2014 08:45 Hunter Mahan fagnar sigri á Barclays-mótinu í gærkvöldi. vísir/getty Eins og kom fram í gærkvöldi vann Bandaríkjamaðurinn HunterMahan góðan sigur á Barclays-mótinu í golfi í New Jersey í gærkvöldi, en það var jafnframt fyrsta mótið af fjórum í FedEx-bikarnum, úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Mahan spilaði frábærlega á lokahringnum, en hann fékk sjö fugla og einn skolla og spilaði völlinn á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Hann endaði á 14 höggum undir pari og vann með tveggja högga mun. Þetta er fyrsti sigur Mahans á PGA-mótaröðinni í tvö ár og sá sjötti í heildina. Þessi kom á hárréttum tíma, en sigurinn á Barclays-mótinu færði hann nær ríflega einum milljarði króna og mögulega sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna. Barclays-mótið er það fyrsta af fjórum í FedEx-bikarnum og er Mahan nú efstur á stigalistanum í henni með 3,276 stig, 500 stigum á undan RoryMcIlroy.vísir/gettyGríðarlega há peningaverðlaun eru í úrslitakeppninni, en sá sem er efstur eftir mótin fjögur; Barclays-mótið, Deutsche Bank-meistaramótið, BMW-meistaramótið og lokamótið, fær 10 milljónir dala í sinn hlut eða 1,2 milljarði króna. Hvað varðar Ryder-bikarinn þá hefur Mahan ekki verið nálægt þeim níu efstu sem veljast sjálfkrafa í liðið, en hann er nú kominn upp í 25. sæti á stigalista bandaríska liðsins. Hann hefur heldur ekki verið einn af þeim þremur sem sérfræðingarnir spá að TomWatson, fyrirliði Bandaríkjanna, velji með fyrirliðavalréttinum. Þeir sem hafa talist líklegastir eru KeeganBradley, Brandt Snedeker, WebbSimpson, HarrisEnglish og RyanMoore. En eftir sigurinn í gærkvöldi íhugar Watson vafalítið að taka Mahan með. Næsta mót í FedEX-úrslitakeppninni er Deutsche Bank-meistaramótið sem fram fer á TPC Boston-vellinum, en þar hafa aðeins 100 stigahæstu kylfingarnir þátttökurétt. Þeim fækkar svo niður í sjötíu fyrir þriðja mótið og aðeins 30 keppa á lokamótinu. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eins og kom fram í gærkvöldi vann Bandaríkjamaðurinn HunterMahan góðan sigur á Barclays-mótinu í golfi í New Jersey í gærkvöldi, en það var jafnframt fyrsta mótið af fjórum í FedEx-bikarnum, úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Mahan spilaði frábærlega á lokahringnum, en hann fékk sjö fugla og einn skolla og spilaði völlinn á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Hann endaði á 14 höggum undir pari og vann með tveggja högga mun. Þetta er fyrsti sigur Mahans á PGA-mótaröðinni í tvö ár og sá sjötti í heildina. Þessi kom á hárréttum tíma, en sigurinn á Barclays-mótinu færði hann nær ríflega einum milljarði króna og mögulega sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna. Barclays-mótið er það fyrsta af fjórum í FedEx-bikarnum og er Mahan nú efstur á stigalistanum í henni með 3,276 stig, 500 stigum á undan RoryMcIlroy.vísir/gettyGríðarlega há peningaverðlaun eru í úrslitakeppninni, en sá sem er efstur eftir mótin fjögur; Barclays-mótið, Deutsche Bank-meistaramótið, BMW-meistaramótið og lokamótið, fær 10 milljónir dala í sinn hlut eða 1,2 milljarði króna. Hvað varðar Ryder-bikarinn þá hefur Mahan ekki verið nálægt þeim níu efstu sem veljast sjálfkrafa í liðið, en hann er nú kominn upp í 25. sæti á stigalista bandaríska liðsins. Hann hefur heldur ekki verið einn af þeim þremur sem sérfræðingarnir spá að TomWatson, fyrirliði Bandaríkjanna, velji með fyrirliðavalréttinum. Þeir sem hafa talist líklegastir eru KeeganBradley, Brandt Snedeker, WebbSimpson, HarrisEnglish og RyanMoore. En eftir sigurinn í gærkvöldi íhugar Watson vafalítið að taka Mahan með. Næsta mót í FedEX-úrslitakeppninni er Deutsche Bank-meistaramótið sem fram fer á TPC Boston-vellinum, en þar hafa aðeins 100 stigahæstu kylfingarnir þátttökurétt. Þeim fækkar svo niður í sjötíu fyrir þriðja mótið og aðeins 30 keppa á lokamótinu.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira