Atvinnukylfingurinn Tiger Woods hefur ákveðið að skipta um þjálfara en hann tilkynnti það á heimasíðu sinni í dag að samstarfi hans og Sean Foley væri á enda.
„Ég vil þakka Sean fyrir hjálpina bæði sem þjálfari og vinur," skrifaði Tiger á heimasíðu sína en hann talaði um að nú væri rétti tíminn til enda samstarfið.
Á síðasta móti þeirra saman mistókst Tiger að komast í gegn niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu. Tiger hefur auk þess verið að glíma við meiðsli í baki sem hafa sett mikinn svip á golfið hans á þessu ári.
Sean Foley fór fyrst að vinna með Tiger sumarið 2010 og hefur unnið mikið með sveifluna hjá þessum þekktasta kylfingi í heimi. Samstarf þeirra stóð yfir í fjögur ár.
Tiger er ekkert að flýta sér að finna eftirmann Sean Foley. „Ég hef engan þjálfara í dag og set engan tímaramma á það hvenær ég mun ráða einhvern þjálfara," sagði Tiger ennfremur á heimasíðu sinni.
Tiger búinn að reka þjálfara sinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn







Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn