Rory hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. ágúst 2014 06:00 Rory McIlroy er nær óstöðvandi þessa dagana. vísir/getty Norður-Írinn Rory McIlroy er með eins höggs forystu á PGA-meistaramótinu í golfi fyrir lokahringinn sem spilaður verður í kvöld. Rory spilaði Valhalla-völlinn í Kentucky í gærkvöldi á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hann er í heildina á tólf höggum undir pari. Hann byrjaði rólega og var einu höggi undir pari eftir þrjá fugla og tvo skolla á fyrstu tólf holunum, en eins og fleiri kylfingar nýtti hann sér síðustu fjórar holurnar vel og fékk þar þrjá fugla. Rory er búinn að vera í miklu stuði að undanförnu, en hann vann opna breska meistaramótið á dögunum og WCG Bridgestone-mótið um síðustu helgi. Hann getur með sigri í kvöld unnið sitt fjórða risamót á ferlinum (opna bandaríska 2011, opna breska 2014, PGA 2012) aðeins 25 ára gamall. Þá verða aðeins tveir kylfingar sem spila í dag með fleiri risatitla en hann (Phil Mickelson 5 og Tiger Woods 14). Austurríkismaðurinn BerndWiesberger er afar óvænt í öðru sæti, en hann spilaði frábærlega í gær. Wiesberger, sem komst í gegnum niðurskurðinn í annað skiptið í sex tilraunum á risamóti, spilaði hringinn á 65 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann átti högg dagsins, en annað högg hans inn á 17. flöt endaði aðeins nokkrum sentimetrum frá holunni og var ekki langt frá því að detta ofan í fyrir erni. Bandaríkjamennirnir RickieFowler (-11) og PhilMickelson (-10) koma næstir, en þeir voru báðir á fjórum höggum undir pari á þriðja hringnum og spila saman í kvöld. Mótið er gífurlega jafnt og spennandi því Ástralinn JasonDay er einnig á tíu höggum undir pari og svo eru þrír menn á níu höggum undir pari; Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen, Svíinn Henrik Stenson og Finninn MikkoIlonen.Útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00. Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er með eins höggs forystu á PGA-meistaramótinu í golfi fyrir lokahringinn sem spilaður verður í kvöld. Rory spilaði Valhalla-völlinn í Kentucky í gærkvöldi á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hann er í heildina á tólf höggum undir pari. Hann byrjaði rólega og var einu höggi undir pari eftir þrjá fugla og tvo skolla á fyrstu tólf holunum, en eins og fleiri kylfingar nýtti hann sér síðustu fjórar holurnar vel og fékk þar þrjá fugla. Rory er búinn að vera í miklu stuði að undanförnu, en hann vann opna breska meistaramótið á dögunum og WCG Bridgestone-mótið um síðustu helgi. Hann getur með sigri í kvöld unnið sitt fjórða risamót á ferlinum (opna bandaríska 2011, opna breska 2014, PGA 2012) aðeins 25 ára gamall. Þá verða aðeins tveir kylfingar sem spila í dag með fleiri risatitla en hann (Phil Mickelson 5 og Tiger Woods 14). Austurríkismaðurinn BerndWiesberger er afar óvænt í öðru sæti, en hann spilaði frábærlega í gær. Wiesberger, sem komst í gegnum niðurskurðinn í annað skiptið í sex tilraunum á risamóti, spilaði hringinn á 65 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann átti högg dagsins, en annað högg hans inn á 17. flöt endaði aðeins nokkrum sentimetrum frá holunni og var ekki langt frá því að detta ofan í fyrir erni. Bandaríkjamennirnir RickieFowler (-11) og PhilMickelson (-10) koma næstir, en þeir voru báðir á fjórum höggum undir pari á þriðja hringnum og spila saman í kvöld. Mótið er gífurlega jafnt og spennandi því Ástralinn JasonDay er einnig á tíu höggum undir pari og svo eru þrír menn á níu höggum undir pari; Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen, Svíinn Henrik Stenson og Finninn MikkoIlonen.Útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00.
Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira