Rory McIlroy sigraði á PGA-meistaramótinu 11. ágúst 2014 01:51 McIlroy virðist óstöðvandi þessa dagana. AP/Getty Rory McIlroy sigraði á PGA-meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en lokahringurinn var gríðarlega spennandi og margir sterkir kylfingar börðust um titilinn. McIlroy lék hringina fjóra á Valhalla vellinum á samtals 16 höggum undir pari, einu betur en Phil Mickelson sem endaði á 15 höggum undir pari.Rickie Fowler og Henrik Stenson voru einnig í toppbaráttunni á lokahringnum en þeir deildu að lokum þriðja sætinu á 14 höggum undir pari. Sigur McIlroy er hans þriðji í röð en hann sigraði á Opna breska meistaramótinu og á Bridgestone Invitational í síðasta mánuði. Frammistaða hans á seinni níu holunum í kvöld var hreint út sagt frábær en Stenson, Mickelson og Fowler veittu honum harða keppni allt til enda. Aðstæður til þess að spila golf voru sérstakar í dag en mótshaldarar neyddust til þess að stöðva leik í rúmlega tvær klukkustundir vegna mikillar úrkomu sem bókstaflega drekkti vellinum. Það truflaði þó ekki kylfingana í toppbaráttunni sem sýndu allir mögnuð tilþrif á köflum og úr varð einn mest spennandi lokahringur í risamóti í langan tíma. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy sigraði á PGA-meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en lokahringurinn var gríðarlega spennandi og margir sterkir kylfingar börðust um titilinn. McIlroy lék hringina fjóra á Valhalla vellinum á samtals 16 höggum undir pari, einu betur en Phil Mickelson sem endaði á 15 höggum undir pari.Rickie Fowler og Henrik Stenson voru einnig í toppbaráttunni á lokahringnum en þeir deildu að lokum þriðja sætinu á 14 höggum undir pari. Sigur McIlroy er hans þriðji í röð en hann sigraði á Opna breska meistaramótinu og á Bridgestone Invitational í síðasta mánuði. Frammistaða hans á seinni níu holunum í kvöld var hreint út sagt frábær en Stenson, Mickelson og Fowler veittu honum harða keppni allt til enda. Aðstæður til þess að spila golf voru sérstakar í dag en mótshaldarar neyddust til þess að stöðva leik í rúmlega tvær klukkustundir vegna mikillar úrkomu sem bókstaflega drekkti vellinum. Það truflaði þó ekki kylfingana í toppbaráttunni sem sýndu allir mögnuð tilþrif á köflum og úr varð einn mest spennandi lokahringur í risamóti í langan tíma.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira