Toni Kroos og James Rodríguez eru báðir í byrjunarliði Real Madrid í leik liðsins gegn Sevilla í Ofurbikar Evrópu sem fer fram í Cardiff í kvöld.
Real Madrid gekk frá kaupunum á James og Kroos í sumar og er ljóst að byrjunarlið þeirra í vetur verður ógnarsterkt. Eru þeir fyrir aftan Gareth Bale, Cristiano Ronaldo og Karim Benzema.
Alberto Moreno var kippt úr byrjunarliði Sevilla á síðustu stundu en Sevilla hefur samþykkt tilboð Liverpool í vinstri bakvörðinn.
Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18.30.
Byrjunarlið Real Madrid: Casillas, Carvajal, Ramos, Pepe, Coentrao, Kroos, Modric, James, Bale, Ronaldo, Benzema.
Byrjunarlið Sevilla: Beto, Coke, Pareja, Fazio, Navarro, Carriço, Krychowiak, Alex, Vidal, Denis Suárez, Vitolo, Bacca.
Kroos og James í byrjunarliði Real í Ofurbikarnum

Tengdar fréttir

Tilboð Liverpool í Moreno samþykkt
Samkvæmt heimildum BBC hafa Liverpool og Sevilla komist að samkomulagi um kaupverðið á spænska bakverðinum Alberto Moreno.