Ekki lent í úlfahjörð ennþá Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2014 15:06 Aníta hefur farið 800 af þúsund kílómetra leið. Mynd af Facebooksíðu Anítu. ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt. Nú er bara markmiðið að klára keppnina og það ætla ég mér að gera.“ Þetta segir Aníta Margrét Aradóttir, sem keppir nú í þúsund kílómetra langri kappreið í Mongólíu. Keppt er á lítið eða ekkert tömdum mongólskum hestum. Mongólskir hestar eiga það sameiginlegt með þeim íslensku að vera álitnir smávaxnir. Umrædd hestategund er talin lítið sem ekkert breytt frá dögum Gengis Khan. Þá eru fleiri hestar í Mongólíu eru en fólk. Hún segist vera orðin þreytt en mun halda kappreiðinni áfram. Viðtal við Anítu var birt á Facebook síðu hennar. „Mig er farið að dreyma um rúm, góðan mat og sturtu. Ég hef bara náð að baða mig tvisvar í ám á leiðinni og það verður yndislegt að komast í sturtu.“ Aníta er nú komin í búðir 23 og hefur lokið um 800 kílómetrum af keppninngi, sem heitir Mongo Derby. Fyrstu sex dagana var hún framarlega í keppninni en Aníta lenti í ógöngum í gær þegar hún fór úr búðum 19 og ruglaðist á GPS tækinu. ,,Þetta var bölvað klúður hjá mér. Ég fór af stað úr búðum 1 ásamt tveimur konum en hestur annarrar þeirra ofþornaðist og þær þurftu að stoppa. Keppnisskapið varð til þess að ég ætlaði að halda ein áfram en bjóst við að þær myndu ná mér því þær eru báðar mjög öflugar. Ég var allt í einu orðin villt í æðislega fallegum dal og ákvað að bjalla eftir hjálp,“ segir Aníta. Um hálftíma seinna kom jeppi með læknum og hjálparliði til hennar þar sem þeir héldu að hún hefði slasast eða veikst. Aníta fékk refsingu fyrir að villast af leið og dómarar vísuðu henni aftur í búðirnar, en þar ákvað hún að bíða eftir fleiri keppendum. „Þetta varð til þess að ég féll talsvert mikið aftur úr en það verður bara að hafa það. Ég ákvað að bíða eftir fleiri keppendum því ég treysti mér ekki ein út á slétturnar aftur. Ég ákvað því að vera í hópi með bresku lífvörðunum í dag. Þeir eru mjög fínir og ef Elísabet Englandsdrottning treystir þeim fyrir lífi sínu þá hlýt ég að geta gert það líka,“ segir hún. Aníta segist aldrei hafa dottið af baki og hún hafi sloppið mjög vel. „Ég hef sem betur fer ekki lent í neinum hættum nema að víst réðst einn af möngólsku varðhundunum að hestinum mínum sem skelfdist mjög en ég náði að halda mér á baki. Ég hef ekki lent í úlfahjörðum, alla vega ekki ennþá. Það hefur samt ýmislegt gengið á hjá öðrum keppendum.“ Þá segir hún að margir hafi veikst og aðrir hafi slasast, enda margir sem hafa dottið af baki. Einni konu var nærri því rænt af ribböldum út á sléttunni, en hún náði að bjarga sér og kalla eftir hjálp. Aníta hefur grennst töluvert, enda borðaði hún litið annað en harðfisk fyrstu þrjá dagana. Þá segist hún vera mjög þreytt. „Það eru rétt um 200 kílómetrar eftir og ég er staðráðin í að klára þessa kappreið.“ Post by 1000km á villtum hestum í Mongoliu. Hestar Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt. Nú er bara markmiðið að klára keppnina og það ætla ég mér að gera.“ Þetta segir Aníta Margrét Aradóttir, sem keppir nú í þúsund kílómetra langri kappreið í Mongólíu. Keppt er á lítið eða ekkert tömdum mongólskum hestum. Mongólskir hestar eiga það sameiginlegt með þeim íslensku að vera álitnir smávaxnir. Umrædd hestategund er talin lítið sem ekkert breytt frá dögum Gengis Khan. Þá eru fleiri hestar í Mongólíu eru en fólk. Hún segist vera orðin þreytt en mun halda kappreiðinni áfram. Viðtal við Anítu var birt á Facebook síðu hennar. „Mig er farið að dreyma um rúm, góðan mat og sturtu. Ég hef bara náð að baða mig tvisvar í ám á leiðinni og það verður yndislegt að komast í sturtu.“ Aníta er nú komin í búðir 23 og hefur lokið um 800 kílómetrum af keppninngi, sem heitir Mongo Derby. Fyrstu sex dagana var hún framarlega í keppninni en Aníta lenti í ógöngum í gær þegar hún fór úr búðum 19 og ruglaðist á GPS tækinu. ,,Þetta var bölvað klúður hjá mér. Ég fór af stað úr búðum 1 ásamt tveimur konum en hestur annarrar þeirra ofþornaðist og þær þurftu að stoppa. Keppnisskapið varð til þess að ég ætlaði að halda ein áfram en bjóst við að þær myndu ná mér því þær eru báðar mjög öflugar. Ég var allt í einu orðin villt í æðislega fallegum dal og ákvað að bjalla eftir hjálp,“ segir Aníta. Um hálftíma seinna kom jeppi með læknum og hjálparliði til hennar þar sem þeir héldu að hún hefði slasast eða veikst. Aníta fékk refsingu fyrir að villast af leið og dómarar vísuðu henni aftur í búðirnar, en þar ákvað hún að bíða eftir fleiri keppendum. „Þetta varð til þess að ég féll talsvert mikið aftur úr en það verður bara að hafa það. Ég ákvað að bíða eftir fleiri keppendum því ég treysti mér ekki ein út á slétturnar aftur. Ég ákvað því að vera í hópi með bresku lífvörðunum í dag. Þeir eru mjög fínir og ef Elísabet Englandsdrottning treystir þeim fyrir lífi sínu þá hlýt ég að geta gert það líka,“ segir hún. Aníta segist aldrei hafa dottið af baki og hún hafi sloppið mjög vel. „Ég hef sem betur fer ekki lent í neinum hættum nema að víst réðst einn af möngólsku varðhundunum að hestinum mínum sem skelfdist mjög en ég náði að halda mér á baki. Ég hef ekki lent í úlfahjörðum, alla vega ekki ennþá. Það hefur samt ýmislegt gengið á hjá öðrum keppendum.“ Þá segir hún að margir hafi veikst og aðrir hafi slasast, enda margir sem hafa dottið af baki. Einni konu var nærri því rænt af ribböldum út á sléttunni, en hún náði að bjarga sér og kalla eftir hjálp. Aníta hefur grennst töluvert, enda borðaði hún litið annað en harðfisk fyrstu þrjá dagana. Þá segist hún vera mjög þreytt. „Það eru rétt um 200 kílómetrar eftir og ég er staðráðin í að klára þessa kappreið.“ Post by 1000km á villtum hestum í Mongoliu.
Hestar Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29
Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43
Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09