Spænski kantmaðurinn Gerard Deulofeu leikur sem lánsmaður með Sevilla á næstu leiktíð.
Deulofeu, sem er samningsbundinn Barcelona, var lánaður til Everton í fyrra og þótti standa sig vel í ensku úrvalsdeildinni.
Deulofeu hefur leikið með öllum yngri landsliðum Spánar, en hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Bólivíu í vor.
Sevilla hafnaði í 5. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, auk þess sem liðið hrósaði sigri í Evrópudeildinni.
