Nick Watney leiðir fyrir lokahringinn á Wyndham 17. ágúst 2014 12:25 Nick Watney einbeitir sér að pútti á þriðja hring. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Nick Watney leiðir fyrir lokahringinn á Wyndham meistaramótinu sem fram fer á Sedgefield vellinum en hann er 14 höggum undir pari eftir þrjá hringi. Watney lék vel í gær og kom inn á 65 höggum eða fimm undir pari, hann á eitt högg á Kanadamanninn Brad Fritsch sem er á 13 höggum undir pari en Heath Slocum og Freddie Jacobson deila þriðja sætinu á 12 höggum undir. Alls eru 13 kylfingar fjórum höggum frá efsta sætinu eða minna og því ætti lokahringurinn að bjóða upp á töluverða spennu en Wyndham meistaramótið er það síðasta á PGA-mótaröðinni áður en Fed-Ex bikarinn hefst um næstu helgi. Frammistaða Japanans Ryo Ishikawa hefur þá vakið athygli en hann lék á 62 höggum á öðrum hring eða átta höggum undir pari. Hann var meðal efstu manna fyrir þriðja hring en hann lék hringinn á 78 höggum eða átta yfir pari, heilum 16 höggum verr heldur en á daginn á undan. Hann er því núna meðal neðstu manna af þeim sem hafa náð niðurskurðinum. Lokahringurinn ætti að vera mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í dag. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Nick Watney leiðir fyrir lokahringinn á Wyndham meistaramótinu sem fram fer á Sedgefield vellinum en hann er 14 höggum undir pari eftir þrjá hringi. Watney lék vel í gær og kom inn á 65 höggum eða fimm undir pari, hann á eitt högg á Kanadamanninn Brad Fritsch sem er á 13 höggum undir pari en Heath Slocum og Freddie Jacobson deila þriðja sætinu á 12 höggum undir. Alls eru 13 kylfingar fjórum höggum frá efsta sætinu eða minna og því ætti lokahringurinn að bjóða upp á töluverða spennu en Wyndham meistaramótið er það síðasta á PGA-mótaröðinni áður en Fed-Ex bikarinn hefst um næstu helgi. Frammistaða Japanans Ryo Ishikawa hefur þá vakið athygli en hann lék á 62 höggum á öðrum hring eða átta höggum undir pari. Hann var meðal efstu manna fyrir þriðja hring en hann lék hringinn á 78 höggum eða átta yfir pari, heilum 16 höggum verr heldur en á daginn á undan. Hann er því núna meðal neðstu manna af þeim sem hafa náð niðurskurðinum. Lokahringurinn ætti að vera mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í dag.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira