Kristján Þór Einarsson, úr GKJ, tryggði sér sigur á sjötta stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar, en leikið var á Akranesi. Kristján Þór leiddi mótið alla helgina.
Kristján Þór spilaði fínt golf alla helgina og það hélt áfram í dag. Hann hélt mönnunum sem voru í öðru og þriðja sæti alltaf þægilega frá sér og vann á endanum með fimm högga forystu.
Um helgina spilaði hann samtals á 213 höggum, þremur undir pari, en Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr GR, kom næstur á samtals 218 höggum, sem gerir tvo yfir pari. Í þriðja sæti var Stefán Már Stefánsson, einnig úr GR, á samtals fjórum höggum yfir pari.
Kristján Þór hefur farið á kostum í sumar og vann hann Einvígið á Nesinu á dögunum, en hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni. Hann var þó ekki valinn í íslenska landsliðið sem keppti á EM í Finnlandi í júlí.
Með sigrinum styrkti Kristján Þór stöðu sína í efsta sæti stigalista Eimskipsmótaraðarinnar.
Kristján Þór vann á Akranesi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1



Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1