Birgir Leifur ver ekki titilinn á Nesinu Tómas Þór Þórðarsson skrifar 1. ágúst 2014 13:00 Birgir Leifur vann Íslandsmótið í höggleik um síðustu helgi. vísir/daníel Golfmótið „Einvígið á Nesinu“, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL, verður haldið á Nesvellinum á mánudaginn. Venju samkvæmt er tíu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks, en í ár spila þau til styrktar einhverfra barna. Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl. 13.00 hefst svo einvígið (e. shoot-out). Einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast um sigurinn á 18. holu.Axel Bóasson mætir til leiks á Nesinu.vísir/daníelDHL Express á Íslandi hefur verið styrktaraðili mótsins frá því að það var fyrst haldið árið 1997 og ávallt styrkt félög eða samtök sem láta sér hag barna varða. Í ár er það Styrktarfélag barna með einhverfu sem nýtur góðs af og fær eina milljón króna frá DHL en félagið styrkir og styður málefni er varðar einhverf börn. Birgir Leifur Hafþórsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, vann mótið í fyrra, en hann er ekki skráður til leiks í ár þannig hann ver ekki titilinn að þessu sinni. Það vantar þó ekki gæðin í hópinn sem keppir á Nesvellinum á mánudaginn. Kristján Þór Einarsson, Íslandsmeistari í holukeppni, Helga Kristín Einarsdóttir, Íslandsmeistari unglinga, og atvinnukylfingarnir Þórður Rafn Gissurarson og Ólafur Björn Loftsson eru á meðal þátttakenda.Keppendur 2014: Axel Bóasson, GK - Klúbbmeistari GK 2014 Bjarki Pétursson, GB - Klúbbmeistari GB 2014 Björgvin Sigurbergsson, GK - Marfaldur Íslandsmeistari Helga Kristín Einarsdóttir, NK - Klúbbmeistari NK og Íslandsmeistari Hlynur Geir Hjartarson, GOS - Klúbbmeistari GOS 2014 Kristján Þór Einarsson, GKj - Íslandsmeistari í holukeppni 2014 Nökkvi Gunnarsson, NK - Sigurvegari opinna móta á Ólafur Björn Loftsson, NK - Klúbbmeistari NK 2014 Tinna Jóhannsdóttir, GK - Íslandsmeistari í holukeppni 2014 Þórður Rafn Gissurarson, GR - Atvinnumaður í golfiSigurvegarar frá upphafi 1997 Björgvin Þorsteinsson 1998 Ólöf María Jónsdóttir 1999 Vilhjálmur Ingibergsson 2000 Kristinn Árnason 2001 Björgvin Sigurbergsson 2002 Ólafur Már Sigurðsson 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir 2004 Magnús Lárusson 2005 Magnús Lárusson 2006 Magnús Lárusson 2007 Sigurpáll Geir Sveinsson 2008 Heiðar Davíð Bragason 2009 Björgvin Sigurbergsson 2010 Birgir Leifur Hafþórsson 2011 Nökkvi Gunnarsson 2012 Þórður Rafn Gissurarson 2013 Birgir Leifur HafþórssonÞórður Rafn Gissurarson.vísir/daníelKristján Þór Einarsson er Íslandsmeistari í holukeppni.vísir/daníel Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golfmótið „Einvígið á Nesinu“, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL, verður haldið á Nesvellinum á mánudaginn. Venju samkvæmt er tíu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks, en í ár spila þau til styrktar einhverfra barna. Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl. 13.00 hefst svo einvígið (e. shoot-out). Einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast um sigurinn á 18. holu.Axel Bóasson mætir til leiks á Nesinu.vísir/daníelDHL Express á Íslandi hefur verið styrktaraðili mótsins frá því að það var fyrst haldið árið 1997 og ávallt styrkt félög eða samtök sem láta sér hag barna varða. Í ár er það Styrktarfélag barna með einhverfu sem nýtur góðs af og fær eina milljón króna frá DHL en félagið styrkir og styður málefni er varðar einhverf börn. Birgir Leifur Hafþórsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, vann mótið í fyrra, en hann er ekki skráður til leiks í ár þannig hann ver ekki titilinn að þessu sinni. Það vantar þó ekki gæðin í hópinn sem keppir á Nesvellinum á mánudaginn. Kristján Þór Einarsson, Íslandsmeistari í holukeppni, Helga Kristín Einarsdóttir, Íslandsmeistari unglinga, og atvinnukylfingarnir Þórður Rafn Gissurarson og Ólafur Björn Loftsson eru á meðal þátttakenda.Keppendur 2014: Axel Bóasson, GK - Klúbbmeistari GK 2014 Bjarki Pétursson, GB - Klúbbmeistari GB 2014 Björgvin Sigurbergsson, GK - Marfaldur Íslandsmeistari Helga Kristín Einarsdóttir, NK - Klúbbmeistari NK og Íslandsmeistari Hlynur Geir Hjartarson, GOS - Klúbbmeistari GOS 2014 Kristján Þór Einarsson, GKj - Íslandsmeistari í holukeppni 2014 Nökkvi Gunnarsson, NK - Sigurvegari opinna móta á Ólafur Björn Loftsson, NK - Klúbbmeistari NK 2014 Tinna Jóhannsdóttir, GK - Íslandsmeistari í holukeppni 2014 Þórður Rafn Gissurarson, GR - Atvinnumaður í golfiSigurvegarar frá upphafi 1997 Björgvin Þorsteinsson 1998 Ólöf María Jónsdóttir 1999 Vilhjálmur Ingibergsson 2000 Kristinn Árnason 2001 Björgvin Sigurbergsson 2002 Ólafur Már Sigurðsson 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir 2004 Magnús Lárusson 2005 Magnús Lárusson 2006 Magnús Lárusson 2007 Sigurpáll Geir Sveinsson 2008 Heiðar Davíð Bragason 2009 Björgvin Sigurbergsson 2010 Birgir Leifur Hafþórsson 2011 Nökkvi Gunnarsson 2012 Þórður Rafn Gissurarson 2013 Birgir Leifur HafþórssonÞórður Rafn Gissurarson.vísir/daníelKristján Þór Einarsson er Íslandsmeistari í holukeppni.vísir/daníel
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira