Sergio Garcia fór á kostum á öðrum hring á Firestone 2. ágúst 2014 00:29 Sergio Garcia lék á alls oddi í kvöld. AP/Getty Sergio Garcia fór á kostum á öðrum hring á Bridgestone Invitational sem fram fer í Ohio en þegar að mótið er hálfnað hefur hann þriggja högga forystu á næstu menn. Garcia er samtals á 11 höggum undir pari en hann fékk átta fugla á síðustu níu holunum á Firestone vellinum í kvöld og lék hringinn samtals á 61 höggi. Frammistaða Spánverjans var það góð að golfáhugamenn um víða veröld eiga ekki eftir að gleyma henni í langan tíma enda sjaldan sem nokkur kylfingur leikur níu holur á PGA-mótaröðinni á aðeins 27 höggum. Í öðru sæti er Englendingurinn Justin Rose en hann er á átta höggum undir pari eftir hringina tvo. Marc Leishman og Rory McIlroy deila þriðja sætinu á sjö höggum undir pari en skor kylfinga hingað til hefur verið óvenju gott miðað við hversu erfiður Firestone völlurinn er alla jafna.Tiger Woods sem hefur titil að verja siglir lygnan sjó í 25. sæti á einu höggi undir pari en ef hann ætlar að blanda sér í baráttu efstu manna á lokahringnum þarf hann að eiga góðan hring á morgun. Mótshaldarar eru uggandi yfir þrumuveðri sem á að ganga yfir Firestone völlinn á morgun og því er óvíst hvenær kylfingar verða ræstir út á þriðja hring. Golfstöðin verður þó með puttann á púlsinum og mun sýna frá þriðja hring en áætluð útsending hefst klukkan 16:00. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sergio Garcia fór á kostum á öðrum hring á Bridgestone Invitational sem fram fer í Ohio en þegar að mótið er hálfnað hefur hann þriggja högga forystu á næstu menn. Garcia er samtals á 11 höggum undir pari en hann fékk átta fugla á síðustu níu holunum á Firestone vellinum í kvöld og lék hringinn samtals á 61 höggi. Frammistaða Spánverjans var það góð að golfáhugamenn um víða veröld eiga ekki eftir að gleyma henni í langan tíma enda sjaldan sem nokkur kylfingur leikur níu holur á PGA-mótaröðinni á aðeins 27 höggum. Í öðru sæti er Englendingurinn Justin Rose en hann er á átta höggum undir pari eftir hringina tvo. Marc Leishman og Rory McIlroy deila þriðja sætinu á sjö höggum undir pari en skor kylfinga hingað til hefur verið óvenju gott miðað við hversu erfiður Firestone völlurinn er alla jafna.Tiger Woods sem hefur titil að verja siglir lygnan sjó í 25. sæti á einu höggi undir pari en ef hann ætlar að blanda sér í baráttu efstu manna á lokahringnum þarf hann að eiga góðan hring á morgun. Mótshaldarar eru uggandi yfir þrumuveðri sem á að ganga yfir Firestone völlinn á morgun og því er óvíst hvenær kylfingar verða ræstir út á þriðja hring. Golfstöðin verður þó með puttann á púlsinum og mun sýna frá þriðja hring en áætluð útsending hefst klukkan 16:00.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira