Fótbolti

Arsenal fer til Tyrklands annað árið í röð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Giroud og félagar mæta Besiktas.
Giroud og félagar mæta Besiktas. Vísir/Getty
Arsenal mætir tyrkneska liðinu Besiktas í undankeppni Meistaradeildarinnar í ár en þetta er annað árið í röð sem Arsenal mætir tyrknesku liði í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Arsenal lenti ekki í vandræðum gegn Fenerbache á síðasta ári en ljóst er að fyrri leikurinn sem fer fram í Tyrklandi verður erfiður.

KR-banarnir í Celtic sem komust aftur inn í Meistaradeildina í morgun eftir að í ljós kom að Legia Warsaw tefldi fram ólöglegum leikmanni í leik liðanna á miðvikudaginn mætir slóvensku meisturunum í Maribor.

Leikirnir eru eftirfarandi:

Arsenal - Besiktas

Standard Liege - Zenit Petersburg

FC Copenhagen - Bayer 04 Leverkusen

Lille - Porto

Napoli - Athletic Bilbao

Celtic - Maribor

Salzburg - Malmo

Aalborg - APOEL FC

Steaua Bucuresti - Ludogorets

Slovan Bratislava - Bate Borisov




Fleiri fréttir

Sjá meira


×