Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2014 20:00 Vinna við fjárlagafrumvarp næsta árs er í fullum gangi en fjármálaráðherra hefur lagt á það ríka áherslu, að skila hallalausum fjárlögum. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur fyrir að Landspítalinn muni fara fram úr fjárlögum ársins 2014, væntanlega um nokkur hundruð milljónir króna, en forstjóri spítalans segir ástæður þessa vera einfaldar. „Ég vil fyrst og fremst nefna tvennt. Annars vegar það, sem að öllum er ljóst sem horfa á fréttir, að þá hefur ítrekað verið mjög mikið álag á spítalanum. Óvænt og umfram það sem við gátum gert ráð fyrir. Svo dæmi sé tekið þá fjölgaði dvalarnóttum á spítalanum í júní og júlí um 5 prósent, frá síðast ári og inniliggjandi sjúklingum um 3 prósent,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Þá hafi vökudeild spítalans, sem gerir ráð fyrir 12 til 14 börnum, verið með yfir 20 börn meirihluta þessa árs sem þýðir 60 milljónir króna í aukakostnað fyrir spítalann. Hins vegar nefnir Páll vaxandi kostnað og öryggisógn vegna þess að spítalinn sé í gömlu húsnæði sem sé dreift um allt höfuðborgarsvæðið. „Það er þannig, að eins og reksturinn hjá okkur er, að þá veltum við fyrir okkur hverri krónu. Við getum ekki slegið af öryggi og ef að árið er okkur óhagstætt varðandi álag áfram, að þá verðum við að skera af einhverja þjónustu, ef til þess kæmi að við værum að fara fram úr áætlun eða hefðum ekki skilning stjórnvalda,“ segir Páll. Páll segir spítalann hafa verið fjársveltan í mörg ár. „Við fengum viðspyrnu fyrir þetta ár og ég skynja hjá stjórnvöldum skilning og velvilja gagnvart því að áfram verði haldið að bæta rekstrargrundvöll spítalans, þannig að við getum haldið áfram að efla þennan hornstein íslenskrar heilbrigðisþjónustu,“ segir Páll. Það eru fleiri ríkisstofnanir en Landspítalinn sem munu fara fram úr fjárlögum þessa árs. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands fari allt að þremur milljörðum króna fram úr þeim fjárheimildum sem stofnuninni eru settar með fjárlögum þessa árs. Þá hafa fjármál ýmissa framhaldsskóla valdið áhyggjum nefndarmanna í fjárlaganefnd.Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þessa stöðu ekki ógna því forgangsmáli stjórnarmeirihlutans að skila hallalausum fjárlögum. „Það má ekki umbuna stofnunum, sama hver það er, fyrir það að fara fram úr fjárlögum. Ef að menn gera það, þá munu menn sjá algjört stjórnleysi þegar að kemur að ríkisfjármálum,“ segir Guðlaugur. Hann segir stöðu Landspítalans vera alvarlega. „Ef að menn ætla að ná tökum á ríkisfjármálunum og sérstaklega það sem snýr að heilbrigðismálunum, þá verða þær stofnanir, stærstu stofnanirnar, að ganga á undan með góðu fordæmi. Það er lykilatriði,“ segir Guðlaugur. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Vinna við fjárlagafrumvarp næsta árs er í fullum gangi en fjármálaráðherra hefur lagt á það ríka áherslu, að skila hallalausum fjárlögum. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur fyrir að Landspítalinn muni fara fram úr fjárlögum ársins 2014, væntanlega um nokkur hundruð milljónir króna, en forstjóri spítalans segir ástæður þessa vera einfaldar. „Ég vil fyrst og fremst nefna tvennt. Annars vegar það, sem að öllum er ljóst sem horfa á fréttir, að þá hefur ítrekað verið mjög mikið álag á spítalanum. Óvænt og umfram það sem við gátum gert ráð fyrir. Svo dæmi sé tekið þá fjölgaði dvalarnóttum á spítalanum í júní og júlí um 5 prósent, frá síðast ári og inniliggjandi sjúklingum um 3 prósent,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Þá hafi vökudeild spítalans, sem gerir ráð fyrir 12 til 14 börnum, verið með yfir 20 börn meirihluta þessa árs sem þýðir 60 milljónir króna í aukakostnað fyrir spítalann. Hins vegar nefnir Páll vaxandi kostnað og öryggisógn vegna þess að spítalinn sé í gömlu húsnæði sem sé dreift um allt höfuðborgarsvæðið. „Það er þannig, að eins og reksturinn hjá okkur er, að þá veltum við fyrir okkur hverri krónu. Við getum ekki slegið af öryggi og ef að árið er okkur óhagstætt varðandi álag áfram, að þá verðum við að skera af einhverja þjónustu, ef til þess kæmi að við værum að fara fram úr áætlun eða hefðum ekki skilning stjórnvalda,“ segir Páll. Páll segir spítalann hafa verið fjársveltan í mörg ár. „Við fengum viðspyrnu fyrir þetta ár og ég skynja hjá stjórnvöldum skilning og velvilja gagnvart því að áfram verði haldið að bæta rekstrargrundvöll spítalans, þannig að við getum haldið áfram að efla þennan hornstein íslenskrar heilbrigðisþjónustu,“ segir Páll. Það eru fleiri ríkisstofnanir en Landspítalinn sem munu fara fram úr fjárlögum þessa árs. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands fari allt að þremur milljörðum króna fram úr þeim fjárheimildum sem stofnuninni eru settar með fjárlögum þessa árs. Þá hafa fjármál ýmissa framhaldsskóla valdið áhyggjum nefndarmanna í fjárlaganefnd.Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þessa stöðu ekki ógna því forgangsmáli stjórnarmeirihlutans að skila hallalausum fjárlögum. „Það má ekki umbuna stofnunum, sama hver það er, fyrir það að fara fram úr fjárlögum. Ef að menn gera það, þá munu menn sjá algjört stjórnleysi þegar að kemur að ríkisfjármálum,“ segir Guðlaugur. Hann segir stöðu Landspítalans vera alvarlega. „Ef að menn ætla að ná tökum á ríkisfjármálunum og sérstaklega það sem snýr að heilbrigðismálunum, þá verða þær stofnanir, stærstu stofnanirnar, að ganga á undan með góðu fordæmi. Það er lykilatriði,“ segir Guðlaugur.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira