Meinhollur bláberjadrykkur, fullur af andoxunarefnum og frábærlega góður í sumarsólinni.
Uppskrift:
1 bolli af frosnum bláberjum
1/2 fersk rauðrófa
1 bolli lífrænt kókosvatn
1 lúka af ferskri piparmintu
1 matskeið chia fræ
Setjið öll hráefnin saman í blandara og blandið saman á hæstu stillingu. Til þess að gera drykkinn fallegri er hægt að skreyta hann með piparmintulaufum.
Drekkið og njótið!
Hollur sumarsafi
