Bridgestone Invitational hefst í dag 31. júlí 2014 09:31 Pressan verður á Woods um helgina. AP/Getty Bridgestone Invitational hefst í dag en mótið er hluti af heimsmótaröðinni í golfi ásamt því að vera eitt stærsta mót ársins á PGA-mótaröðinni. Allir bestu kylfingar heims taka þátt en Tiger Woods hefur titil að verja eftir að hafa sigrað mótið með glæsibrag í fyrra. Hann hefur unnið mótið alls átta sinnum á ferlinum og því gæti það ekki komið á betri tíma fyrir Woods sem reynir nú að koma sér í form fyrir Ryderbikarinn í haust. „Þrátt fyrir að ég hafi unnið mótið svona oft þá finn ég samt ekki fyrir aukinni pressu um helgina,“ sagði Woods við fréttamenn í gær. „Ég hef bara mikla reynslu héðan af alls konar aðstæðum og ég mun nýta mér hana ásamt þeim góðu minningum sem ég hef af vellinum. Ég er viss um að það á eftir að hjálpa mér mikið um helgina.“ Woods leikur með Þjóðverjanum Martin Kaymer á fyrsta hring á Firestone vellinum en besti kylfingur heims, Adam Scott, spilar með Masters meistaranum Bubba Watson. Þá verða augu margra eflaust á Rory McIlroy eftir frækinn sigur á Opna breska en hann spilar með Bandaríkjamanninum Matt Kuchar í dag. Bridgestone Invitational verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 17:30 í kvöld. Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bridgestone Invitational hefst í dag en mótið er hluti af heimsmótaröðinni í golfi ásamt því að vera eitt stærsta mót ársins á PGA-mótaröðinni. Allir bestu kylfingar heims taka þátt en Tiger Woods hefur titil að verja eftir að hafa sigrað mótið með glæsibrag í fyrra. Hann hefur unnið mótið alls átta sinnum á ferlinum og því gæti það ekki komið á betri tíma fyrir Woods sem reynir nú að koma sér í form fyrir Ryderbikarinn í haust. „Þrátt fyrir að ég hafi unnið mótið svona oft þá finn ég samt ekki fyrir aukinni pressu um helgina,“ sagði Woods við fréttamenn í gær. „Ég hef bara mikla reynslu héðan af alls konar aðstæðum og ég mun nýta mér hana ásamt þeim góðu minningum sem ég hef af vellinum. Ég er viss um að það á eftir að hjálpa mér mikið um helgina.“ Woods leikur með Þjóðverjanum Martin Kaymer á fyrsta hring á Firestone vellinum en besti kylfingur heims, Adam Scott, spilar með Masters meistaranum Bubba Watson. Þá verða augu margra eflaust á Rory McIlroy eftir frækinn sigur á Opna breska en hann spilar með Bandaríkjamanninum Matt Kuchar í dag. Bridgestone Invitational verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 17:30 í kvöld.
Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira