Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2014 16:40 Davíð Aron var í fríi með Lindu konu sinni og tveimur dætrum. Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. Engan flugvirkja var að finna og því líkur á að allir hundrað og áttatíu farþegar vélarinnar þyrftu að fara á hótel þar til búið væri að finna lausn á bilun vélarinnar. Davíð er flugvirki að mennt og greip því til sinna ráða, sýndi fram á réttindi sín og lagaði vélina á örskotsstundu. „Ég ræddi við flugmanninn og hann setti mig í samband við flugvirkja þeirra sem er með aðsetur í Stokkhólmi. Bilunin var rakin til „starter valve“ sem opnaðist ekki, en hlutverk þess er að hleypa lofti að startaranum til að ræsa hreyfilinn. Sú aðgerð er einföld og tók mig um þrjátíu mínútur,“ segir Davíð. Davíð var á ferðalagi með konu sinni, dætrum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Hann segir bilunina hafa verið smávægilega og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Eftir þessa viðgerð tóku flugmennirnir test í samræmi við handbækur og vélin var komin í lag. Það var aldrei nein hætta á ferð og öryggi farþega var aldrei í hættu, enda hefði vélin aldrei farið í loftið ef allt hefði ekki verið 100%.“ Flugvélin var því einungis klukkustund á eftir áætlun þegar hún lenti á Keflavíkurflugvelli. „Flugfreyjan tilkynnti öllum um borð að einn af farþegunum hefði haft þekkingu og færni til að laga vélina og koma okkur heim,“ segir Davíð, sem hlaut mikið lófaklapp frá þakklátum farþegum vélarinnar. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. Engan flugvirkja var að finna og því líkur á að allir hundrað og áttatíu farþegar vélarinnar þyrftu að fara á hótel þar til búið væri að finna lausn á bilun vélarinnar. Davíð er flugvirki að mennt og greip því til sinna ráða, sýndi fram á réttindi sín og lagaði vélina á örskotsstundu. „Ég ræddi við flugmanninn og hann setti mig í samband við flugvirkja þeirra sem er með aðsetur í Stokkhólmi. Bilunin var rakin til „starter valve“ sem opnaðist ekki, en hlutverk þess er að hleypa lofti að startaranum til að ræsa hreyfilinn. Sú aðgerð er einföld og tók mig um þrjátíu mínútur,“ segir Davíð. Davíð var á ferðalagi með konu sinni, dætrum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Hann segir bilunina hafa verið smávægilega og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Eftir þessa viðgerð tóku flugmennirnir test í samræmi við handbækur og vélin var komin í lag. Það var aldrei nein hætta á ferð og öryggi farþega var aldrei í hættu, enda hefði vélin aldrei farið í loftið ef allt hefði ekki verið 100%.“ Flugvélin var því einungis klukkustund á eftir áætlun þegar hún lenti á Keflavíkurflugvelli. „Flugfreyjan tilkynnti öllum um borð að einn af farþegunum hefði haft þekkingu og færni til að laga vélina og koma okkur heim,“ segir Davíð, sem hlaut mikið lófaklapp frá þakklátum farþegum vélarinnar.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira