Brak flugvélarinnar fundið Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2014 19:44 Hér má sjá nýlega mynd af vélinni. Hún er í eigu spænska flugfélagsins Swift Air en í leigu hjá Air Algerie. VÍSIR/AP Brak flugvélar Air Algerie, sem fórst fyrr í dag með 116 manns innanborðs, er fundið ef marka má forseta Malí, Boubacar Keita, en hann sagði við fréttamiðla þar í landi að vélin hafi fundist milli tveggja smábæja í norðausturhluta landsins. „Ég hef rétt í þessu fengið upplýsingar um að flak flugvélarinnar hafi fundist milli Aguelhok og Kidal,“ sagði Keita á fundi í Bamako í Malí. Hann veitti ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Svæðið er sérstaklega dreifbýlt, enda í miðri Sahara-eyðimörkinni. Ekki er enn vitað hvað olli því að flugvélin hrapaði. Að sögn Koko Essien hershöfðingja á veðrið á svæðinu að hafa verið slæmt. Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna finnast einnig á svæðinu, en Essien segir líklegra að óveðrið hafi orsakað slysið. Samkvæmt ríkisfréttastofu Alsírs var AH 5017 á leið til Algeirsborgar. Á vef Reuters segir að 110 farþegar og sex áhafnarmeðlimir hafi verið um borð í vélinni, sem er af gerðinni DC-9. Flugvélagið flýgur milli Ouagadougou og Algeirsborgar fjórum sinnum í viku. Flugfélagið hefur staðfest að fimmtíu franskir ríkisborgarar hafi verið um borð í vélinni. Þá voru 24 frá Búrkína Fasó, fjórir Líbanir, fjórir Alsíringar, tveir Lúxemborgarar, einn Belgi, einn Svisslendingur, einn Nígeríumaður, einn Kamerúni, einn Úkraínumaður og einn Rúmeni. Áhafnarmeðlimir vélarinnar voru spænskir. Líbönsk yfirvöld fullyrða hins vegar að tíu Líbanir hið minnsta hafi verið um borð í vélinni. Malí Tengdar fréttir Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56 Staðfesta að alsírska vélin hrapaði með 116 manns innanborðs Alsírska vélin AH5017 hrapaði fyrr í dag að sögn alsírskra flugyfirvalda. 116 manns voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 13:08 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Brak flugvélar Air Algerie, sem fórst fyrr í dag með 116 manns innanborðs, er fundið ef marka má forseta Malí, Boubacar Keita, en hann sagði við fréttamiðla þar í landi að vélin hafi fundist milli tveggja smábæja í norðausturhluta landsins. „Ég hef rétt í þessu fengið upplýsingar um að flak flugvélarinnar hafi fundist milli Aguelhok og Kidal,“ sagði Keita á fundi í Bamako í Malí. Hann veitti ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Svæðið er sérstaklega dreifbýlt, enda í miðri Sahara-eyðimörkinni. Ekki er enn vitað hvað olli því að flugvélin hrapaði. Að sögn Koko Essien hershöfðingja á veðrið á svæðinu að hafa verið slæmt. Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna finnast einnig á svæðinu, en Essien segir líklegra að óveðrið hafi orsakað slysið. Samkvæmt ríkisfréttastofu Alsírs var AH 5017 á leið til Algeirsborgar. Á vef Reuters segir að 110 farþegar og sex áhafnarmeðlimir hafi verið um borð í vélinni, sem er af gerðinni DC-9. Flugvélagið flýgur milli Ouagadougou og Algeirsborgar fjórum sinnum í viku. Flugfélagið hefur staðfest að fimmtíu franskir ríkisborgarar hafi verið um borð í vélinni. Þá voru 24 frá Búrkína Fasó, fjórir Líbanir, fjórir Alsíringar, tveir Lúxemborgarar, einn Belgi, einn Svisslendingur, einn Nígeríumaður, einn Kamerúni, einn Úkraínumaður og einn Rúmeni. Áhafnarmeðlimir vélarinnar voru spænskir. Líbönsk yfirvöld fullyrða hins vegar að tíu Líbanir hið minnsta hafi verið um borð í vélinni.
Malí Tengdar fréttir Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56 Staðfesta að alsírska vélin hrapaði með 116 manns innanborðs Alsírska vélin AH5017 hrapaði fyrr í dag að sögn alsírskra flugyfirvalda. 116 manns voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 13:08 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Misstu samband við vél Air Algerie Air Algerie hefur misst samband við vél sína um fimmtíu mínútum eftir að vélin tók á loft í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó. 116 voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 09:56
Staðfesta að alsírska vélin hrapaði með 116 manns innanborðs Alsírska vélin AH5017 hrapaði fyrr í dag að sögn alsírskra flugyfirvalda. 116 manns voru um borð í vélinni. 24. júlí 2014 13:08