Sport

Aníta: Ekki ánægð með sjálfa mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Aníta Hinriksdóttir var ekki ánægð með að hafa hætt keppni í úrslitum 800 m hlaups kvenna á HM U-19 ára í Eugene í Bandaríkjunum í nótt.

Þetta sagði hún við fréttavefinn flotrack.org eftir hlaupið í gær en Aníta, sem leiddi eftir fyrri hringinn, hætti keppni á lokasprettinum.

„Ég veit ekki hvað er að. Ég hljóp virkilega illa í [undanúrslitunum] í gær og var heppin að komast í úrslitin.“

„En ég var virkilega taugaóstyrk í dag og byrjaði mjög hratt. Ég skammast mín fyrir að hætta og finnst það virkilega slæmt. Ég er ekki ánægð með sjálfa mig.“

„Ég ætla ekki að gera það aftur. Það er EM fram undan og nú ætla ég bara að hreinsa hugann. En þessu átti ég ekki von á.“

Watch more videos on Flotrack




Fleiri fréttir

Sjá meira


×