Þetta er í annað sinn sem hún tryggir sér þennan titil en síðast varð hún meistari árið 2011.
Hún spilaði á samtals tíu höggum yfir pari og var á þremur yfir í dag, rétt eins og Guðrún Brá sem sótti að Ólafíu á lokasprettinum. Guðrún Brá fékk fugla á bæði 13. og 14. holu og náði þar með að minnka forystuna í eitt högg.
En á sextándu braut lenti Guðrún Brá í vandræðum og varð að taka víti. Ólafía hélt sínu striki, náði þriggja högga forystu á ný sem hún hélt allt til loka. Guðrún Brá endaði á þrettán höggum yfir pari.
Valdís Þóra Jónsdóttir, tvöfaldur Íslandsmeistari, varð þriðja á átján höggum yfir pari.
