Ógnvekjandi brekkuklifur Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2014 10:52 Ein af vinsælli greinum mótorsports er brekkuklifur á ofuröflugum bílum. Þar er ekki um að ræða brekkuklifur eins og stundað er hérlendis á torfærutröllum, heldur á bílum sem eingöngu eru færir að fara um malbikaðar götur, en á ógnarhraða. Hér sést ein slík, Doune Hill Climb, sem haldin er árlega í Skotlandi og bíllinn sem hér fer brautina, sem aðeins er 1.350 metra löng, er GWR Raptor og ökumaður er Jos Goodyear. Bíll hans er hreinræktaður kappakstursbíll með 400 hestafla Suzuki Hayabusa vélhjólamótor með kaflablásara. Þrátt fyrir ógnarakstur Jos náði hann þó ekki nema næstbesta tímanum í brautinni, 35,05 sekúndum. Ef greinarritara skjáplast ekki í útreikningum er meðalhraði hans í brautinni 138,7 km/klst og víst er að víða hefur hraðinn slegið í 200 km/klst. Það er hreinlega óhugnanlegt að sjá hraða hans í brautinni og ekki fyrir hvern sem er að aka á þessum hraða í þessari þröngu braut. Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent
Ein af vinsælli greinum mótorsports er brekkuklifur á ofuröflugum bílum. Þar er ekki um að ræða brekkuklifur eins og stundað er hérlendis á torfærutröllum, heldur á bílum sem eingöngu eru færir að fara um malbikaðar götur, en á ógnarhraða. Hér sést ein slík, Doune Hill Climb, sem haldin er árlega í Skotlandi og bíllinn sem hér fer brautina, sem aðeins er 1.350 metra löng, er GWR Raptor og ökumaður er Jos Goodyear. Bíll hans er hreinræktaður kappakstursbíll með 400 hestafla Suzuki Hayabusa vélhjólamótor með kaflablásara. Þrátt fyrir ógnarakstur Jos náði hann þó ekki nema næstbesta tímanum í brautinni, 35,05 sekúndum. Ef greinarritara skjáplast ekki í útreikningum er meðalhraði hans í brautinni 138,7 km/klst og víst er að víða hefur hraðinn slegið í 200 km/klst. Það er hreinlega óhugnanlegt að sjá hraða hans í brautinni og ekki fyrir hvern sem er að aka á þessum hraða í þessari þröngu braut.
Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent