Ísraelsmenn herja á MAMMÚT Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2014 13:44 „Það að fólk haldi að það sprengja upp börn og óbreytta borgara, á svæði þar sem meðalaldurinn er 17 ára, sé einhverskonar „erfið ákvörðun“ en jafnframt „lausn á vandamáli“ er svo snar ruglað að ég get ekki orða bundist.“ Þetta skrifar Alexandra Baldursdóttir, einn meðlima í hljómsveitinni MAMMÚT. Meðlimir hljómsveitarinnar birtu mynd af sér á Facebook síðastliðinn laugardag með liti palestínska fánans á vöngum sér, undir merkingunni „Frjáls Palestína“. Í kjölfar þessa kom fjöldinn allur af athugasemdum frá harðorðum Ísraelsmönnum. „Það sem verið er að skrifa þarna er í raun svo langt frá vestrænu samfélagi og því sem við þekkjum. Þarna skrifa Ísraelsmenn til dæmis að fólkið á Gasa eigi ekki skilið að lifa því það fæddist í Palestínu. Maður verður bara reiður að lesa svona og það er fullt af Íslendingum þarna sem blöskrar þessi ummæli,“ segir Alexandra í samtali við Vísi.Forvitnilegt að fá að skyggjast inn í hugarheim fólks Alexandra getur vart orða bundist yfir umræðunni sem þarna myndaðist í kjölfar stöðuuppfærslu þeirra, en segir þetta þó ekki hafa áhrif á skoðanir meðlima hljómsveitarinnar sem ætla að öllum líkindum að halda áfram að nota þennan vettvang til þess að viðra skoðanir sínar. „Við höldum hvorki með Hamas né Ísrael. Við höldum með almennum mannréttindum og það sem er að gerast þarna er bara ómannúðlegt og í raun ógeðslegt,“ segir Alexandra sem er þó ánægð með að orð þeirra hafi vakið athygli í netheimum, víðs vegar um heiminn. „Samt sem áður erum við mjög ánægð með þessa umræðu ef eitthvað er. Það er forvitnilegt að sjá inn í hugarheim fólks sem í raun reynir að réttlæta þjóðarmorð þarna á einu bretti.“ Stöðuuppfærslu hljómsveitarinnar má sjá hér að neðan. Post by MAMMÚT. Gasa Tengdar fréttir Stórskotaárásir halda áfram Átökin á milli Ísraela og Palestínumanna halda áfram að harðna, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í nótt í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. 29. júlí 2014 10:20 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Það að fólk haldi að það sprengja upp börn og óbreytta borgara, á svæði þar sem meðalaldurinn er 17 ára, sé einhverskonar „erfið ákvörðun“ en jafnframt „lausn á vandamáli“ er svo snar ruglað að ég get ekki orða bundist.“ Þetta skrifar Alexandra Baldursdóttir, einn meðlima í hljómsveitinni MAMMÚT. Meðlimir hljómsveitarinnar birtu mynd af sér á Facebook síðastliðinn laugardag með liti palestínska fánans á vöngum sér, undir merkingunni „Frjáls Palestína“. Í kjölfar þessa kom fjöldinn allur af athugasemdum frá harðorðum Ísraelsmönnum. „Það sem verið er að skrifa þarna er í raun svo langt frá vestrænu samfélagi og því sem við þekkjum. Þarna skrifa Ísraelsmenn til dæmis að fólkið á Gasa eigi ekki skilið að lifa því það fæddist í Palestínu. Maður verður bara reiður að lesa svona og það er fullt af Íslendingum þarna sem blöskrar þessi ummæli,“ segir Alexandra í samtali við Vísi.Forvitnilegt að fá að skyggjast inn í hugarheim fólks Alexandra getur vart orða bundist yfir umræðunni sem þarna myndaðist í kjölfar stöðuuppfærslu þeirra, en segir þetta þó ekki hafa áhrif á skoðanir meðlima hljómsveitarinnar sem ætla að öllum líkindum að halda áfram að nota þennan vettvang til þess að viðra skoðanir sínar. „Við höldum hvorki með Hamas né Ísrael. Við höldum með almennum mannréttindum og það sem er að gerast þarna er bara ómannúðlegt og í raun ógeðslegt,“ segir Alexandra sem er þó ánægð með að orð þeirra hafi vakið athygli í netheimum, víðs vegar um heiminn. „Samt sem áður erum við mjög ánægð með þessa umræðu ef eitthvað er. Það er forvitnilegt að sjá inn í hugarheim fólks sem í raun reynir að réttlæta þjóðarmorð þarna á einu bretti.“ Stöðuuppfærslu hljómsveitarinnar má sjá hér að neðan. Post by MAMMÚT.
Gasa Tengdar fréttir Stórskotaárásir halda áfram Átökin á milli Ísraela og Palestínumanna halda áfram að harðna, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í nótt í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. 29. júlí 2014 10:20 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stórskotaárásir halda áfram Átökin á milli Ísraela og Palestínumanna halda áfram að harðna, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í nótt í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. 29. júlí 2014 10:20