Skoska liðið Celtic gerði í kvöld markalaust jafntefli gegn Dukla Prag í síðasta leik sínum í æfingaferð liðsins í Austurríki.
Þetta var síðasti leikur liðsins fyrir rimmu þess gegn Íslandsmeisturum KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikur liðanna fer fram í Frostaskjólinu á þriðjudagskvöldið.
Hólmbert Aron Friðjónsson er á mála hjá Celtic en hann fékk ekki tækifæri með liðinu í kvöld.
Celtic tapaði ekki leik í ferðinni í Austurríki en Ronny Deila, þjálfari liðsins, tefldi fram mörgum af sínum sterkustu leikmönnum í kvöld.
