Davíð Gunnlaugsson tryggði sér sigur í meistaramóti GKJ með vallarmeti á lokahringnum 14. júlí 2014 05:30 Davíð, í miðjunni, fagnar titlinum ásamt keppinautum sínum Degi og Kristjáni. Vísir Davíð Gunnlaugsson sigraði í meistaraflokki á meistaramóti Golfklúbbsins Kjalar sem kláraðist í gær en hann lék hringina fjóra á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á samtals þremur höggum yfir pari. Davíð, sem er einnig PGA-golfleiðbeinandi í klúbbnum var fimm höggum á eftir Degi Ebenezarsyni fyrir lokadaginn en hann tryggði sér sigurinn með því að setja glæsilegt vallarmet upp á 67 högg eða fimm undir pari á lokahringnum. Hann sigraði mótið að lokum með þremur höggum en afrekskylfingurinn Kristján Þór Einarsson sem nýlega sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni nældi sér í annað sætið eftir bráðabana við Dag Ebenezarson. „Lykillinn að sigrinum og þessum frábæra hring var pútterinn, hann var sjóðheitur og ég setti mörg góð pútt niður,“ sagði Davíð við fréttaritara eftir hringinn. „Ég vissi að ég þyrfti að eiga góðan dag til þess að eiga möguleika á að ná strákunum og til þess þurfti ég að spila djarft golf.“ Davíð hefur verið meðlimur í GKJ síðan að hann var lítill strákur og því er sigurinn honum afar kær. „Það var virkilega sætt að vinna loksins og fá nafnið mitt á bikarinn. Það hafa margir góðir kylfingar sigrað þetta mót og það hefur verið draumur hjá mér lengi að komast í þann hóp. Það er einstök stemming í meistaramótinu í Mosfellsbænum og í raun ekkert mót sem er skemmtilegra að taka þátt í.“ Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Davíð Gunnlaugsson sigraði í meistaraflokki á meistaramóti Golfklúbbsins Kjalar sem kláraðist í gær en hann lék hringina fjóra á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á samtals þremur höggum yfir pari. Davíð, sem er einnig PGA-golfleiðbeinandi í klúbbnum var fimm höggum á eftir Degi Ebenezarsyni fyrir lokadaginn en hann tryggði sér sigurinn með því að setja glæsilegt vallarmet upp á 67 högg eða fimm undir pari á lokahringnum. Hann sigraði mótið að lokum með þremur höggum en afrekskylfingurinn Kristján Þór Einarsson sem nýlega sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni nældi sér í annað sætið eftir bráðabana við Dag Ebenezarson. „Lykillinn að sigrinum og þessum frábæra hring var pútterinn, hann var sjóðheitur og ég setti mörg góð pútt niður,“ sagði Davíð við fréttaritara eftir hringinn. „Ég vissi að ég þyrfti að eiga góðan dag til þess að eiga möguleika á að ná strákunum og til þess þurfti ég að spila djarft golf.“ Davíð hefur verið meðlimur í GKJ síðan að hann var lítill strákur og því er sigurinn honum afar kær. „Það var virkilega sætt að vinna loksins og fá nafnið mitt á bikarinn. Það hafa margir góðir kylfingar sigrað þetta mót og það hefur verið draumur hjá mér lengi að komast í þann hóp. Það er einstök stemming í meistaramótinu í Mosfellsbænum og í raun ekkert mót sem er skemmtilegra að taka þátt í.“
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira