Fótbolti

Kjartan Henry: BBC hlýtur að hrauna yfir menn

Kjartan í baráttunni í kvöld.
Kjartan í baráttunni í kvöld. vísir/daníel
Kjartan Henry Finnbogason var mjög duglegur í leiknum gegn sínu gamla félagi Celtic í kvöld.

"Þetta var rosalega erfitt. Leikplanið gekk ágætlega. Vörðumst vel og reyndum að sækja er við fengum færi. Það var svo ógeðslega svekkjandi að fá á sig svona skítamark sem ég held að hafi farið í einhvern og inn," sagði Kjartan eftir leikinn.

Framherjinn hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann steig ofan á Þórsarann Atla Jens Albertsson í leik liðanna á dögunum.

Kjartan fékk smá skurð á hnéð í leiknum og var spurður út í átökin.

"Pælið í þessu. Stundum stígur fólk ofan á. Það eru tæklingar og allt saman. Þeir hljóta að taka þetta á BBC og hrauna yfir menn," sagði Kjartan og brosti.

Viðtalið við Kjartan má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sjáðu markið sem felldi KR

KR tapaði naumlega, 0-1, gegn skoska stórliðinu Celtic í kvöld en sigurmark gestanna var ekki það flottasta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×