Fótbolti

Hef trú á Hólmberti en hann þarf að bæta sig

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Ronny Deila, knattspyrnustjóri Celtic hefur trú á að því Hólmbert Aron Friðjónsson geti orðið mikilvægur leikmaður hjá félaginu.

„Hann er ungur leikmaður sem er að keppast við marga leikmenn um stöðu. Við horfum á hann til lengri tíma en hann þarf að bæta sig til þess að komast í liðið. Ég hef hinsvegar trú á því að hann eigi sér framtíð hjá Celtic,“ sagði Deila eftir leik KR og Celtic í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

„Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna í kvöld, við gáfum þeim engin tækifæri og héldum boltanum vel.“

„Fyrri hálfleikurinn var leiðinlegur, mikið af hliðarsendingum sem ég þoli ekki. Í seinni hálfleik náðum við að stjórna leiknum betur og skapa okkur betri færi en okkur gekk illa að nýta þau,“

Deila var ánægður með sigurinn en hann vill sjá liðið spila betur þegar kemur að betri mótherjum.

„Ég elska að sigra en ég vil sjá liðið spila betur. Leikurinn var hluti af því að undirbúa strákana fyrir langt tímabil og ég er viss um að við skorum fleiri mörk í seinni leiknum,“ sagði Deila.






Tengdar fréttir

Sjáðu markið sem felldi KR

KR tapaði naumlega, 0-1, gegn skoska stórliðinu Celtic í kvöld en sigurmark gestanna var ekki það flottasta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×