Grindavík, sem hafnaði í öðru sæti Dominos-deildar karla í körfubolta á síðustu leiktíð, er búið að semja við 27 ára gamlan Bandaríkjamann sem mun spila með liðinu næsta vetur.
Leikmaðurinn heitir Brandon Roberson og er 27 ára gamall leikstjórnandi sem spilaði síðast með RTV 21 í Kósóvó. Þetta kemur fram á vef Eurobasket.
Roberson spilaði tíu leiki í úrvalsdeildinni í Kósóvó með RTV 21 þar sem hann skoraði 21,7 stig að meðaltali í leik og gaf 2,3 stoðsendingar. Hann var kjörinn í úrvalslið deildarinnar fyrir frammistöðu sína.
Áður spilaði Roberson með Ibar Rozaje í Svartfjallalandi en í tíu leikjum þar skoraði hann einnig 21,7 stig að meðaltali í leik og gaf 2,3 stoðseningar.
Hann spilaði einnig með St. Louis Phoenix í hálfatvinnumannadeild í Bandaríkjunum og þá var hann áður á mála hjá Mainz í Þýskalandi.
Grindavík fær Kana sem spilaði í Kósóvó
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Kane afgreiddi Brassana
Fótbolti



„Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“
Fótbolti

Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga
Íslenski boltinn



Joao Pedro til Chelsea
Fótbolti
