Vonandi horfir Suarez á seinni leik KR gegn Celtic Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júlí 2014 08:49 Vísir/Daníel KR-ingurinn Gonzalo Balbi segir að hann hafi hringt og leitað ráða hjá mági sínum, Luis Suarez, fyrir leik liðsins gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni. Suarez er bróðir Sofiu, eiginkonu Suarez, en á sjálfur íslenska unnustu. „Ég talaði við Luis fyrir leikinn gegn Celtic og ég tala mikið við hann. Ég hef þekkt hann síðan ég var fimmtán ára gamall,“ var haft eftir Balbi í breskum fjölmiðlum. Celtic vann fyrri leikinn á KR-velli, 1-0, en liðin mætast í Skotlandi á þriðjudagskvöld. „Hann komst ekki á leikinn þar sem hann er að ganga frá sínum málum í Barcelona. Hann hefur mikilvægari hnöppum að hneppa,“ sagði Balbi en Suarez var sem kunnugt er seldur frá Liverpool til Barcelona í síðustu viku. Suarez komst í heimsfréttirnar í síðasta mánuði eftir að hann beit í öxl Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM í Brasilíu. „Luis er frábær. Ímynd hans er slæm eftir HM en þannig er hann alls ekki. Hann er virkilega indæll og vill gera allt til að hjálpa manni. Maður verður að vera náinn Luis til að þekkja hann og ég er þakklátur fyrir það.“ „Hann er fjölskyldumaður. Ég hef þekkt hann síðan við vorum krakkar og séð hann vaxa og dafna sem leikmaður. Hann er einn sá besti í heimi en trúið mér - hann hefur þurft að berjast fyrir sínu.“ „Hann hefur haft mikil áhrif á mig og er alltaf að gefa mér góð ráð. Kannski horfir hann á síðari leikinn gegn Celtic í sjónvarpinu. Ég vona það.“ Balbi segir að það verði erfitt fyrir KR-inga að slá Celtic úr leik en að þeir ætli að gera sitt besta. „Ég myndi gjarnan vilja komast á sama stall í knattspyrnunni og Luis. En ég veit hversu erfitt það er og það sýndi sig í leiknum gegn Celtic hversu stórt stökkið er upp í Meistaradeildina.“ Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR - Celtic 0-1 | Svekkjandi tap í Vesturbænum Celtic reyndist of stór biti fyrir KR í 1-0 sigri skoska liðsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. KR-ingar börðust hetjulega í leiknum en Celtic skoruðu eina mark leiksins undir lok leiksins. 15. júlí 2014 16:27 Sjáðu markið sem felldi KR KR tapaði naumlega, 0-1, gegn skoska stórliðinu Celtic í kvöld en sigurmark gestanna var ekki það flottasta. 15. júlí 2014 21:28 Balbi er stoltur af mági sínum | Myndband Luis Suarez hefur vinninginn hjá systur hans. 20. júní 2014 18:01 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
KR-ingurinn Gonzalo Balbi segir að hann hafi hringt og leitað ráða hjá mági sínum, Luis Suarez, fyrir leik liðsins gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni. Suarez er bróðir Sofiu, eiginkonu Suarez, en á sjálfur íslenska unnustu. „Ég talaði við Luis fyrir leikinn gegn Celtic og ég tala mikið við hann. Ég hef þekkt hann síðan ég var fimmtán ára gamall,“ var haft eftir Balbi í breskum fjölmiðlum. Celtic vann fyrri leikinn á KR-velli, 1-0, en liðin mætast í Skotlandi á þriðjudagskvöld. „Hann komst ekki á leikinn þar sem hann er að ganga frá sínum málum í Barcelona. Hann hefur mikilvægari hnöppum að hneppa,“ sagði Balbi en Suarez var sem kunnugt er seldur frá Liverpool til Barcelona í síðustu viku. Suarez komst í heimsfréttirnar í síðasta mánuði eftir að hann beit í öxl Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM í Brasilíu. „Luis er frábær. Ímynd hans er slæm eftir HM en þannig er hann alls ekki. Hann er virkilega indæll og vill gera allt til að hjálpa manni. Maður verður að vera náinn Luis til að þekkja hann og ég er þakklátur fyrir það.“ „Hann er fjölskyldumaður. Ég hef þekkt hann síðan við vorum krakkar og séð hann vaxa og dafna sem leikmaður. Hann er einn sá besti í heimi en trúið mér - hann hefur þurft að berjast fyrir sínu.“ „Hann hefur haft mikil áhrif á mig og er alltaf að gefa mér góð ráð. Kannski horfir hann á síðari leikinn gegn Celtic í sjónvarpinu. Ég vona það.“ Balbi segir að það verði erfitt fyrir KR-inga að slá Celtic úr leik en að þeir ætli að gera sitt besta. „Ég myndi gjarnan vilja komast á sama stall í knattspyrnunni og Luis. En ég veit hversu erfitt það er og það sýndi sig í leiknum gegn Celtic hversu stórt stökkið er upp í Meistaradeildina.“
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR - Celtic 0-1 | Svekkjandi tap í Vesturbænum Celtic reyndist of stór biti fyrir KR í 1-0 sigri skoska liðsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. KR-ingar börðust hetjulega í leiknum en Celtic skoruðu eina mark leiksins undir lok leiksins. 15. júlí 2014 16:27 Sjáðu markið sem felldi KR KR tapaði naumlega, 0-1, gegn skoska stórliðinu Celtic í kvöld en sigurmark gestanna var ekki það flottasta. 15. júlí 2014 21:28 Balbi er stoltur af mági sínum | Myndband Luis Suarez hefur vinninginn hjá systur hans. 20. júní 2014 18:01 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR - Celtic 0-1 | Svekkjandi tap í Vesturbænum Celtic reyndist of stór biti fyrir KR í 1-0 sigri skoska liðsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. KR-ingar börðust hetjulega í leiknum en Celtic skoruðu eina mark leiksins undir lok leiksins. 15. júlí 2014 16:27
Sjáðu markið sem felldi KR KR tapaði naumlega, 0-1, gegn skoska stórliðinu Celtic í kvöld en sigurmark gestanna var ekki það flottasta. 15. júlí 2014 21:28
Balbi er stoltur af mági sínum | Myndband Luis Suarez hefur vinninginn hjá systur hans. 20. júní 2014 18:01