Mesta hörmung í flugsögu Hollands Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2014 12:20 Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. vísir/afp Forsætisráðherra Hollands segir að hrap malasísku farþegaþotunnar í Úkraínu sé mesta hörmung í flugsögu landsins sem dunið hafi yfir hollensku þjóðina. En flestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 154. Varaforseti Bandaríkjanna fullyrðir að flugvélin hafi verið skotin niður. Þótt flest bendi til að Boeing 777 farþegaþota Malaysian flugfélagsins hafi verið skotin niður með flugskeyti af jörðu niðri, hefur enginn gengist við því að hafa skotið á flugvélina. Arseniy Yatseniuk forsætisráðherra Úkraínu fullyrti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að rússneskir hryðjuverkamenn bæru ábyrgð á verknaðinum. Yatseniuk hvatti ríkisstjórnir allra þeirra landa sem málið snerti til að vinna með Úkraínumönnum í því “að koma þeim drullusokkum sem sem frömdu þennan glæp fyrir dóm. Þetta væri glæpur gegn mankyninu og með honum hefði verið farið yfir öll strik,” eins og hann orðaði það. Rússar vísa hins vegar allri ábyrgð á hendur Úkraínumönnum sem hefðu með nýjustu árásum sínum í austurhluta landsins æst upp átök á svæðinu. Leyniþjónustan í Úkraínu hefur birt hljóðupptökur af tveimur símtölum, annars vegar á milli leiðtoga uppreisnarmanna og rússnesks leyniþjónustumanns og hins vegar á milli tveggja uppreisnarmanna þar sem talað er um að skotið hafi verið á flugvélina. En ekki hefur verið sannreynt að upptökurnar séu af samtölum þessarra manna. Tekist hefur að staðfesta þjóðerni hluta þeirra 298 sem voru um borð í flugvélinni. 154 þeirra voru Hollendingar, 27 Ástralir, 23 Malasar, 23 Bandaríkjamenn, 11 Indónesar, 9 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar og 1 Kanadamaður. Enn á eftir að staðfesta þjóðerni um tuttugu farþega. Mark Rutte forsætisráðherra Hollands segir verstu martröð sem hugsast gæti hafa orðið að veruleika í gær. Hollendingar hefðu nú orðið fyrir mestu hörmungum í flugi í sögu landsins. Hollenska þjóðin væri í áfalli. Hollensk stjórnvöld krefðust nákvæmrar rannsóknar á hrapi flugvélarinnar og ef í ljós kæmi að um vísvitandi hryðjuverk væri að ræða yrði að draga þá til ábyrgðar sem staðið hefðu að verknaðinum. Uppreisnarmenn í austuhluta Úkraínu og stjórnarher landsins hafa heitið vopnahléi á svæðinu til að tryggja að alþjóðlegt rannsóknarteymi komist að flakinu og þá hefur Malaysian lofað að koma aðstandendum þeirra sem fórust á staðinn. MH17 Tengdar fréttir Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Forsætisráðherra Hollands segir að hrap malasísku farþegaþotunnar í Úkraínu sé mesta hörmung í flugsögu landsins sem dunið hafi yfir hollensku þjóðina. En flestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 154. Varaforseti Bandaríkjanna fullyrðir að flugvélin hafi verið skotin niður. Þótt flest bendi til að Boeing 777 farþegaþota Malaysian flugfélagsins hafi verið skotin niður með flugskeyti af jörðu niðri, hefur enginn gengist við því að hafa skotið á flugvélina. Arseniy Yatseniuk forsætisráðherra Úkraínu fullyrti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að rússneskir hryðjuverkamenn bæru ábyrgð á verknaðinum. Yatseniuk hvatti ríkisstjórnir allra þeirra landa sem málið snerti til að vinna með Úkraínumönnum í því “að koma þeim drullusokkum sem sem frömdu þennan glæp fyrir dóm. Þetta væri glæpur gegn mankyninu og með honum hefði verið farið yfir öll strik,” eins og hann orðaði það. Rússar vísa hins vegar allri ábyrgð á hendur Úkraínumönnum sem hefðu með nýjustu árásum sínum í austurhluta landsins æst upp átök á svæðinu. Leyniþjónustan í Úkraínu hefur birt hljóðupptökur af tveimur símtölum, annars vegar á milli leiðtoga uppreisnarmanna og rússnesks leyniþjónustumanns og hins vegar á milli tveggja uppreisnarmanna þar sem talað er um að skotið hafi verið á flugvélina. En ekki hefur verið sannreynt að upptökurnar séu af samtölum þessarra manna. Tekist hefur að staðfesta þjóðerni hluta þeirra 298 sem voru um borð í flugvélinni. 154 þeirra voru Hollendingar, 27 Ástralir, 23 Malasar, 23 Bandaríkjamenn, 11 Indónesar, 9 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar og 1 Kanadamaður. Enn á eftir að staðfesta þjóðerni um tuttugu farþega. Mark Rutte forsætisráðherra Hollands segir verstu martröð sem hugsast gæti hafa orðið að veruleika í gær. Hollendingar hefðu nú orðið fyrir mestu hörmungum í flugi í sögu landsins. Hollenska þjóðin væri í áfalli. Hollensk stjórnvöld krefðust nákvæmrar rannsóknar á hrapi flugvélarinnar og ef í ljós kæmi að um vísvitandi hryðjuverk væri að ræða yrði að draga þá til ábyrgðar sem staðið hefðu að verknaðinum. Uppreisnarmenn í austuhluta Úkraínu og stjórnarher landsins hafa heitið vopnahléi á svæðinu til að tryggja að alþjóðlegt rannsóknarteymi komist að flakinu og þá hefur Malaysian lofað að koma aðstandendum þeirra sem fórust á staðinn.
MH17 Tengdar fréttir Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30
Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00
Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30
Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10
Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42