Hann fylgdi því eftir með skolla á annarri holu og er því kominn á parið, en Tiger spilaði á 69 höggum í gær eða þremur höggum undir pari.
Phil Mickelson er kominn aftur á parið en hann spilaði á 70 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari. Stóri Phil spilaði á 74 höggum í gær og er því samtals á pari, en hann kemst auðveldlega í gegnum niðurskurðinn.

Ítalinn FrancescoMolinari og Rory McIlroy eru efstir á sex höggum undir pari sem stendur. Molinari er búinn með sex holur en Rory er nýfarinn af stað.
Niðurskurðurinn stefnir í tvö högg yfir pari, en þar fyrir neðan eru menn á borð við BubbaWatson, ÁngelCabrera og Miguel Ángel Jíminez.
Staðan á opna breska.
Allir keppnisdagarnir á opna breska meistaramótinu í golfi eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni.