Búbót bíður McIlroy eldri haldi sá yngri út Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 20. júlí 2014 11:00 Einbeittur vísir/getty Rory McIlroy er með sex högga forystu þegar aðeins 18 holur eru eftir af opna breska meistaramótinu í golfi sem leikið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Fáir bíða eins spenntir eftir því að sjá hvort kylfingurinn 25 ára gamli haldi út og standist pressuna og faðir hans, Gerry McIlroy. McIlroy eldri datt nefnilega í hug, þegar hann sá hversu mikið efni sonur hans var, að veðja 100 pundum á að Rory myndi vinna opna breska 25 ára gamall eða yngri. Þetta gerði hann fyrir tíu árum síðan eða þegar Rory var 15 ára gamall. Veðbankinn sem taldi sig vera að fá gefins 100 pund bauð Gerry líkurnar 1 á móti 500 sem myndi gefa Gerry 50.000 pund eða tæpar 10 milljónir króna í reiðufé vinni strákurinn á morgun. Rory hóf leik í gær með fjögurra högga forystu. Sú forysta var horfin þegar fimm holur voru eftir af hringnum en með ótrúlegum endasprett, þar sem hann náði meðal annars í tvo erni á þremur síðustu holunum, jók hann forystuna í sex högg og sigurinn virðist blasa við honum. Rory lék fyrstu tvo hringina á 66 höggum hvorn og á 68 höggum í gær. Hversu vel hann gerir í dag er hægt að sjá á Golfstöðinni í beinni útsendingu. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy er með sex högga forystu þegar aðeins 18 holur eru eftir af opna breska meistaramótinu í golfi sem leikið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Fáir bíða eins spenntir eftir því að sjá hvort kylfingurinn 25 ára gamli haldi út og standist pressuna og faðir hans, Gerry McIlroy. McIlroy eldri datt nefnilega í hug, þegar hann sá hversu mikið efni sonur hans var, að veðja 100 pundum á að Rory myndi vinna opna breska 25 ára gamall eða yngri. Þetta gerði hann fyrir tíu árum síðan eða þegar Rory var 15 ára gamall. Veðbankinn sem taldi sig vera að fá gefins 100 pund bauð Gerry líkurnar 1 á móti 500 sem myndi gefa Gerry 50.000 pund eða tæpar 10 milljónir króna í reiðufé vinni strákurinn á morgun. Rory hóf leik í gær með fjögurra högga forystu. Sú forysta var horfin þegar fimm holur voru eftir af hringnum en með ótrúlegum endasprett, þar sem hann náði meðal annars í tvo erni á þremur síðustu holunum, jók hann forystuna í sex högg og sigurinn virðist blasa við honum. Rory lék fyrstu tvo hringina á 66 höggum hvorn og á 68 höggum í gær. Hversu vel hann gerir í dag er hægt að sjá á Golfstöðinni í beinni útsendingu.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira