Forseti GSÍ: Kristján Þór uppfyllir ekki skilyrði afreksstefnu GSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2014 17:58 Það samræmist ekki afreksstefnu Golfsambandsins að velja stigahæsta kylfing landsins, Kristján Þór Einarsson, í golflandsliðið. Kristján Þór vann Íslandsmótið í holukeppni um síðustu helgi og er efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar þegar aðeins þrjú mót eru eftir. Kristján Þór er hinsvegar ekki nógu góður til þess að komast í landsliðshóp Úlfars Jónssonar fyrir Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi 8. til 12. júlí. Valið á landsliðinu fór þó fram fyrir Íslandsmótið í holukeppni. Guðjón Guðmundsson kannaði afstöðu Golfsamband Íslands í málinu í frétt í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsamband Íslands, segir þar að frammistaða Kristjáns Þórs, samræmist ekki þeirri afreksstefnu sem er unnið eftir. „Afreksstefna Golfsambandsins, sem samþykkt er á golfþingi og liggur fyrir á hverjum tíma, er mjög skýr hvað þetta varðar. Það ætti því ekki að koma neinum í golfhreyfingunni á óvart að svona staða komi upp," sagði Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsamband Íslands, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Í afreksstefnunni kemur fram að við viljum hafa íslenskan kylfing inn á evrópsku- eða bandarísku mótaröðinni innan nokkra ára og það kemur einnig fram í stefnunni að þeir kylfingar sem valdir eru í okkar landslið, eða eru studdir með einum eða öðrum hætti, þurfa meðal annars að hafa sömu markmið og ég var að lýsa hér áður," sagði Haukur Örn. „Kristján Þór uppfyllir ekki eins og staðan er í dag þessi skilyrði afrekstefnunnar og þess vegna er hann ekki valinn í landsliðið," sagði Haukur Örn. Kristján Þór gagnrýndi landsliðsþjálfarann harkalega í viðtali á Vísi á dögunum eftir að landsliðið hafði verið valið. Hann sagði þjálfarann þá vera einfaldlega á móti sér. „Það held ég að sé algjör útisnúningur og það kemur málinu ekkert við. Það er ekki þannig að niðurstaða á stigalista hverju sinni tryggi mönnum sæti í landsliði. Þeir sem eru á þeirri skoðun þurfa að lesa afreksstefnuna aftur," sagði Haukur Örn. Öll frétt Guðjóns Guðmundssonar um málið er nú aðgengileg með því að smella hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Það samræmist ekki afreksstefnu Golfsambandsins að velja stigahæsta kylfing landsins, Kristján Þór Einarsson, í golflandsliðið. Kristján Þór vann Íslandsmótið í holukeppni um síðustu helgi og er efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar þegar aðeins þrjú mót eru eftir. Kristján Þór er hinsvegar ekki nógu góður til þess að komast í landsliðshóp Úlfars Jónssonar fyrir Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi 8. til 12. júlí. Valið á landsliðinu fór þó fram fyrir Íslandsmótið í holukeppni. Guðjón Guðmundsson kannaði afstöðu Golfsamband Íslands í málinu í frétt í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsamband Íslands, segir þar að frammistaða Kristjáns Þórs, samræmist ekki þeirri afreksstefnu sem er unnið eftir. „Afreksstefna Golfsambandsins, sem samþykkt er á golfþingi og liggur fyrir á hverjum tíma, er mjög skýr hvað þetta varðar. Það ætti því ekki að koma neinum í golfhreyfingunni á óvart að svona staða komi upp," sagði Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsamband Íslands, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Í afreksstefnunni kemur fram að við viljum hafa íslenskan kylfing inn á evrópsku- eða bandarísku mótaröðinni innan nokkra ára og það kemur einnig fram í stefnunni að þeir kylfingar sem valdir eru í okkar landslið, eða eru studdir með einum eða öðrum hætti, þurfa meðal annars að hafa sömu markmið og ég var að lýsa hér áður," sagði Haukur Örn. „Kristján Þór uppfyllir ekki eins og staðan er í dag þessi skilyrði afrekstefnunnar og þess vegna er hann ekki valinn í landsliðið," sagði Haukur Örn. Kristján Þór gagnrýndi landsliðsþjálfarann harkalega í viðtali á Vísi á dögunum eftir að landsliðið hafði verið valið. Hann sagði þjálfarann þá vera einfaldlega á móti sér. „Það held ég að sé algjör útisnúningur og það kemur málinu ekkert við. Það er ekki þannig að niðurstaða á stigalista hverju sinni tryggi mönnum sæti í landsliði. Þeir sem eru á þeirri skoðun þurfa að lesa afreksstefnuna aftur," sagði Haukur Örn. Öll frétt Guðjóns Guðmundssonar um málið er nú aðgengileg með því að smella hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira