Hugsa um hundrað mismunandi hluti sem hægt hefði verið að gera öðruvísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2014 00:01 Myndir/Instagram-síða Arnarsins-Trek „Er þetta ekki bara eitthvað svindl? 1332 km leið og svo endasprettur milli liðanna? Voruð þið ekki að vinna saman,“ eru dæmi um viðbrögð sem hjólreiðakappinn Ragnar Þór Ingólfsson hefur fengið undanfarna daga. Ragnar og félagar hans í Trek-liði Arnarins höfnuðu í 2. sæti í liðakeppni WOW-Cyclothon á dögunum. Endaspretturinn var ótrúlegur þar sem A-lið Workforce kom í mark sjónarmun á undan. „Þetta hefur aldrei endað með svona svakalegum spretti,“ segir Ragnar Þór um samkeppni liðanna þessa 39 klukkustundir, tólf mínútur og 54 sekúndur. Sigurliðin undanfarin tvö ár hafi haft töluverða yfirburði en nú hafi liðin farið hönd í hönd. Vissulega hafi verið grátlegt að vera svo nærri sigri en þurfa að sætta sig við annað sætið. „Í dag hugsum við allir um hundrað mismunandi hluti sem hægt hefði verið að gera öðruvísi. Þegar öllu er á botninn hvolft tókum við, að ég tel, rökréttar ákvarðanir.“Keppnin hafi verið svakaleg og vakið svo mikla athygli að Ragnar Þór skrifaði pistil á heimasíðu Arnarins. Í pistlinum rekur Ragnar Þór ferðasöguna frá sjónarhorni síns liðs og er óhætt að segja að frásögnin sé afar skemmtileg og áhugaverð. Pistilinn í heild sinni má sjá hér að neðan. „Maður var svo oft spurður út í hvernig þetta gekk. Það var ekki annað hægt en að koma þessu í nokkur orð,“ segir Ragnar. Hann hafi viljað veita fólki innsýn í hve mikil barátta var liðanna á milli. Ragnar Þór segir mikinn uppgang í hjólreiðum hér á landi. Hjólamenningin hafi aukist undanfarin ár og bendir hann á Bláa Lóns þrautina sem Örninn heldur með Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Uppselt er í keppnina. Margt hafi breyst á nokkrum árum. „Fyrir fimm árum vorum við að reyna að auglýsa hverja einustu keppni. Rembast við að fá fólk til að taka þátt,“ segir Ragnar Þór. Löngu sé uppselt í þrautina en 600 keppendur eru skráðir til leiks. „Fyrir tíu árum var kjarninn svona tíu manns. Í fyrstu Bláa lóns þrautinni voru tólf eða fjórtán keppendur.“Ferðasaga Ragnars ÞórsÉg var spurður hvernig í ósköpunum tvö keppnislið geti keppt sín á milli, hjólað 1332 km. Á 39 klukkutímum 12 mínútum og 54 sekúndum og komið sjónarmun í mark, á sama tíma? Þá er ekki annað en að létta aðeins á sér og deila með ykkur upplifun minni á keppninni. Strax í upphafi, fyrir keppni, vissum við að Workforce-A lið Kríu manna yrði eitt sterkasta liðið enda voru þeir á pappírunum sigurstranglegastir.Við í Örninn Trek vorum það lið sem þótti líklegast til að halda í við þá þannig að fyrirfram var búist við miklu einvígi okkar á milli. Við gerðum okkur strax grein fyrir því að þetta yrði varnartaktík hjá okkur frekar en hitt þó annað hefði komið á daginn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Önnur mjög sterk lið gerðu sig líkleg til atlögu að efstu sætum og má þar nefna Team Skoda/UMFUS og Lið Hleðslu og fleiri lið. Taktíkin fyrir keppnina okkar megin var alveg skýr, hún var að keyra upp tempóið í byrjun eins hratt og mögulegt var til að hrista sem flest lið af okkur fyrir Hvalfjörð þar sem fyrstu skiptingar voru leyfilegar. Ástæðan var tvíþætt, að fækka liðum til að minka spennuna sem myndast í skiptingum (færri bílar) og að ná hópnum niður í helst 3-4 lið en þá eru skiptingar frjálsar. Ef 5 eða fleiri lið hjóla saman eru skiptingar leyfilegar minnst á 25 mínutna fresti.Keppnin fór gríðarlega hratt af stað og bílarnir okkar fóru á undan startinu til að losna við umferð og ná góðri staðsetningu fyrir fyrstu leyfilegu skiptingu í Hvalfirði. Við settum tvo af okkar sterkustu hjólurum út í byrjun til að tryggja að annar þeirra myndi ná í fyrstu skiptingu ef eitthvað kæmi upp á hjá öðrum þeirra. Þeir náðu báðir að komast til okkar án vandræða ásamt liði workforce-A og liði Hleðslu sem var að mörgu leiti draumastaða fyrir okkur að hafa þriðja lið til að vinna með inn í keppnina. Að enda einir með Kríu mönnum á þessum tímapunkti hefði gert þeim kleyft að gera árasir á okkur, og öfugt, alla keppnina. Að vinna með liðum í svona keppni virkar þannig að þau lið sem geta haldið uppi ásættanlegum hraða vinna saman þannig að 3 hjólarar (einn úr hverju liði) hjóla saman og skiptast á að vinna fremst í hópnum og kljúfa vind fyrir aftari hjólara, sem þá hvílast í kjölsoginu (að “drafta”). Þannig getur hópurinn unnið á miklu hærra tempói og hjólað hraðar. Það er mögulegt fyrir lið að gera árásir í þessari stöðu en þá þarf tvennt til, meðvind eða að tveir úr sama liðinu hjóli samtímis. Í hægum mótvindi, fyrripart keppninnar, gerði að verkum að útilokað var fyrir eitt lið að gera árás (stinga af) þar sem hin tvö liðin hefðu bara beðið sallaróleg og unnið saman í að hjóla það lið uppi. Liðið sem hefði farið í síka áras á þessum tímapunkti hefði tekið gríðarlega áhættu á að sprengja sig.Svona samvinna er án allra samninga, plotta og samráðs. Þetta er bara staða sem kemur upp og við vissum í raun ekkert hvernig framhaldið yrði fyrr en í fyrstu skiptingum í hvalfirði þegar ljóst var að 3 lið myndu hjóla saman. Sem hentaði okkar keppnisplani mjög vel. Fyrripart keppninnar var keyrt á háu tempói þar sem bæði lið voru með mjög sterka hjólara og reynslumikla aðstoðarmenn sér við hlið. Skipt var á c.a. 20-25 mínútna fresti sem hentaði mjög vel enda veður gott, þurrt og í raun kjöraðstæður, sem skipti mestu máli. Skiptingar fara þannig fram að liðstjórar/bílstjórar taka tíma á þeim sem eru úti að hjóla hverju sinni og fer eftir stöðunni hversu lengi menn eru hafðir úti. Ef keyra þarf á mjög háu tempói eru menn hafðir úti mjög stutt eða alveg niður í 10 mínútur sem er c.a. tíminn sem hver og einn getur botnkeyrt sig, svo tekur næsti við í botnkeyrslu og næsti osfrv. Gallinn við þetta fyrirkomulag er sá að lítil hvíld er fyrir hjólarana þannig að ef 10 mínútna skiptingar, eru 30 mín.hvíld á milli skiptinga en ef skiptingar eru 25 mínútur er hvíldin 75 mínútur. Skiptingarnar hjá okkur fram að Egilsstöðum voru á 20-25 mínútna fresti fyrstu 700 km. Sem þýddi að við bílstjórarnir þurftum að keyra fyrir aftan liðin til að passa þá sem voru úti að hjóla, sjá til þess að næsti hjólari væri tilbúinn, nærður og hvíldur, og með hlaðið Garmin tækið. Rjúka svo af stað 3-5 mínútum fyrir hverja skiptingu og botnkeyra húsbílinn 300-500 metrum fram fyrir hópinn, stökkva út og taka hjólið af festingunni og gera það klárt, bíða svo með hjólaranum þangað til hinir nálgast og sjá til þess að skiptingin sé rétt og staðsetning þess sem tekur við sé þannig að sá sem kemur inn hjólar beint í bílinn en ekki langt fram fyrir hann. Síðan tökum við á móti hjólinu svo hjólarinn geti gengið beint inn í bíl í sína hvíld, við gerum svo klárt fyrir næstu skiptingu, setjum hjólið sem var að koma inn aftast í röðina og setjum hjól sem er næst út fremst á grindina. Síðan er stokkið inn í bíl og druslan sett í botn til að ná hópnum aftur því það er eins gott að vera stutt frá ef eitthvað kemur upp á til að geta sent út ferskan hjólara án tafar. Þetta gerðum við á 15-25 mínútna fresti í rúmlega 39 klukkutíma, allan tímann ásamt öðrum tilfallandi verkum sem falla til í svona ævintýri. Heildar hvíldartími okkar var um 1,5 klst á mann allan tímann.Ekki veit ég hversu margir hafa reynt að hvílast í húsbíl á ferð en það er æði sérstök upplifun. Bíllinn okkar var með rúm fyrir ofan bílstjóra sætin og því á hæsta punkti bílsins. Þegar ég lagðist í rúmið hafði ég á tilfinningunni að bíllinn væri á leið út af veginum, í besta falli væri ég staddur í þvottavél á 1200 snúningum eða í Herjólfi í 25 metrum. Svo snarstoppaði bíllinn á 15-20 mínútna fresti, menn ruku út og skelltu á eftir sér hurðum, preppuðu hjólin og ruku svo aftur inn með tilheyrandi hurðaskellum og látum og reykspóluðu af stað þannig nýrun færðust til. Það er sérstök upplifun að ferðast í kringum landið á húsbíl með 6 fullorðnum og renn sveittum karlmönnum, 8 reiðhjólum (6 inni í bílnum) mat og drykkjarföng, föt og annar búnaður í öllum mögulegum skúmaskotum þar sem mesta plássið var bílstjórasætið. Þetta hljómar kanski eins og einhver klikkun en í samheltum hópi eins og okkar var þetta stórkostleg upplifun í alla staði og forréttindi enda allir góðir vinir fyrir, og merkilegt nokk, eftir keppni líka. Í svona vegferð er ekki alltaf dans á rósum en alls engin lognmolla heldur. Parturinn af okkar starfi og allra í hópnum er að leggjast á eitt í að halda uppi móralnum og gleðinni og rífa upp keppnis andann ef hann virðist eitthvað vera að detta niður. Fyrstu nokkur hundruð kílómetrana voru brandararnir og sögurnar með öllu kristilegar og hefðu jafnvel guðhræddar húsmæður í vesturbænum skellt upp úr. En þegar lengra dró inn í keppnina urðu þær grófari og svartari, á köflum svo óforskammaðar að þær hefðu sært bliggðunarkennd sjóuðustu togarasjómanna. En það sem mestu máli skipti að gleðin var alltaf til staðar og þó skiptingar hefðu verið á 15-25 mínútna fresti var hlegið og skopast af öllu mögulegu þess á milli.En aftur að keppninni. Fram að Egilsstöðum gerðist kanski ekki mikið markvert annað en að í Varmahlíð kom Ástrali nokkur sem bað um að fá far með okkur til Akureyrar, ég sagði honum að við værum í keppni og gætum ekki tekið hann með. Hann átti afar erfitt með að taka því og varð mjög ýtinn. Ég benti honum á stöðuna að við værum 6 fullorðnir karlmenn nú þegar í bílnum ásamt átta reiðhjólum. Samt fannst honum ómaklega að þessu staðið að taka sig ekki með og hélt áfram að reyna. Niðurstaðan úr þessum samskiptum okkar voru tvær teskeiðar af þungum brúnum með dassi af hroka og hárblásari, stilltur á næst minnsta. Á Akureyri var tankurinn fylltur og aðrir tæmdir og liðin héldu áfram, vitandi fyrir fram að eini rökrétti möguleikinn fyrir lið að stinga af var eftir Egilsstaði þegar farið væri yfir Öxi sem er gríðarlegt klifur. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að þar geta menn ekki unnið saman ef veður er skaplegt og mótvindur lítill og því kjöraðstæður fyrir lið að gera árás. Liðin héldu því sínu striki og voru dugleg að vinna saman með því að leggja sitt af mörkum, hjóla fremst í botni, láta næsta taka við á meðan hinir hvíldust í kjölsoginu. Síðan gerist það að Worforce menn ákveða að gera árás í jökuldalnum, stóra brekkan rétt fyrir Egilsstaði. Lið Hleðslu var farið að ströggla í brekkunum og dragast örlítið aftur úr. Skilaboðum var komið til okkar manns fyrir síðustu skiptingu fyrir brekkuna stóru og voru skilaboðin skýr. Við ætlum að breika í brekkunni þið ráðið hvort þið komið með eða ekki. Þetta þýddi að við þurftum að taka ákvörðun á c.a.10 mínútum hvort við ætluðum að fara með þeim í breikið og Hleðslu liðið eftir eða láta þá fara og vinna með Hleðslu mönnum í að hjóla þá uppi síðar í keppninni, sem eftirá hefði verið skynsamlegri ákvörðun en spáð var meðvindi allt suðurlandið sem ekkert varð úr og hefði keppnin kanski þróast öðruvísi ef þessi ákvörðun okkar hefði ekki verið tekin. Við ákváðum því að elta árásina og úr varð að lið Hleðslu var skilið eftir og ljóst að nú tæki við gríðarleg keppni allt til loka með tilheyrandi plönum varaplönum varavaraplönum og varavaravaraplönum, og jafnvel eitt aukavaraplan í viðbót. Á Egilsstöðum fyllti ég olíu tankinn á meðan allir, (nema ég og sá sem var úti að hjóla) fóru inn að skíta, afsakið íslenskuna en svona var þetta sagt í bílnum. Var svo heppinn að konan og börnin mín þrjú voru stödd á Reyðarfirði og köstuðu á mig kveðju á N1 í öllum látunum, börnin og þá sérstaklega sú yngsta skyldu ekki í því af hverju pabbi gæti ekki veitt þeim meiri athygli en raunin var enda nýtt game plan komið í gang, tvö lið, allt í uppnámi og stressið farið að segja til sín. Bæti þeim þettta upp síðar, lofa því. Stoppið á Egilsstöðum var innan við 10 mínútur með Olíuáfyllingu og 4 mönnum í stóra B-ferð á klósettið. Geri aðrir betur en þetta hlýtur að vera met. Vona að Skúli gefi okkur flugmiða fyrir hröðustu fjölskituna með olíuáfyllingu. Við rukum af stað á undan bíl Workforce manna og komum að okkar mönnum að berjast í mótvindi á leið að Öxi. Við ákváðum strax að gera árás á þessum tímapunkti og settum út Árna, annan af okkar sterkustu hjólurum, á móti Emil sem var úti og var hugsanlega farin að þreytast. Workforce voru enn á Egilsstöðum og hefðu líklega átt erfitt með að svara þessu, fullir af nýsteiktum mat. Allt kom fyrir ekki, vindurinn var of mikill og Emil of sterkur. Úr varð að hjóla fram að Öxi og við vissum að við fengjum á okkur árás á einhverjum tímapunkti. Við settum upp 4 mismunandi plön eftir því hvernig skiptingar yrðu. Okkur fannst líklegast að Ingvar myndi hjóla upp Öxi og reiknuðum með að Emil myndi hjóla niður enda þaulvanur fjallahjólari. Við ákváðum að setja Árna á móti Ingvari, sem er einhvers konar þyndarlaus fjallageit á sterum þegar kemur að brekkum, og úr varð ein eftirminnilegasta frammistaða sem ég hef á ævinni séð.VísirVið þurftum að tryggja að vera með hraðari skiptingar en Workforce til að geta verið fyrir aftan Árna ef Ingvar myndi gera árás, þannig gætum við sent út Haffa til að svara henni. Haffi ákvað að láta reyna á Racera (götuhjólin) inn á malarkaflan fyrir öxi og hjóla á þeim alla leið upp. Þetta var mikil áhætta því líkurnar á að sprengja eru mjög miklar og vegurinn þurfti að vera upp á sitt allra besta svo þetta gengi upp. Þegar við komum að malarkaflanum fyrir Öxi sáum við að David hafði keyrt á undan þeim og kannað aðstæður og þeir fóru út á götuhjóli líka sem var léttir því við höfðum veðjað á rétt. Hitt liðið var með sama planið á götuhjóli og spretturinn upp byrjaði. Við vorum með kúkinn í gatinu að horfa á þá keyra upp tempóið á malarveginum þar sem hjólin hoppuðu og skoppuðu upp úr hverri holunni á fætur annari, síðan tók klifrið við og ef einhver hefur séð tvo einstaklinga hjóla á götuhjólum upp Öxi á 25 km. Meðalhraða, vinsamlega gefið sig fram enda vorum við með öndina í hálsinum allan tímann, búnir að koma bílnum í kjöraðstöðu fyrir aftan þá og Race í gangi. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar bílstjórar Workforce liðsins gerðust svo djarfir að keyra frammúr mér á þröngum stað og svína mig út úr stöðunni sem ég var búinn að koma mér í og taldi mig eiga. Ég sagði upphátt í bílnum, Ja nú fara hanskarnir af, og taldi gróflega á mér brotið hvað sportmennsku varðar. Þetta sýnir að keppnin á milli bílstjóranna var ekki síðri og harðari en þeirra sem börðust fyrir framan bílana. Það var ferlegt að missa stöðuna þar sem við vissum að Ingvar gæti gert árás á Árna og við fastir fyrir aftan bílinn þeirra og gátum lítið fylgst með eða komið út öðrum hjólara ef árás yrði gerð. En sem betur fer hélt Árni vel við Ingvar og áfram héldu þeir upp og við vissum að nú nálgaðist stóra stundin niður Öxi og ný plön í gang. Ég tók eftir því að bíll var fastur fyrir aftan mig ásamt bíl Davids og ég hleypti honum fram úr mér, vitandi að bíll Workforce manna yrði að gera slíkt hið sama og ætlaði svo að skjóta mér fram fyrir og ná fyrri stöðu sem var mín og réttlætinu fullnægt, þetta tókst fullkomlega og við vorum aftur komnir í kjörstöðu fyrir skiptingar uppi á topp og mátti greina blótsyrði úr hinum bílnum gegnum rúðurnar. Það var blinda þoka þannig að við þurftum að reiða okkur á hæðarmælinn til að vera vissir um að vera komnir á toppinn. Bíllinn stoppar og út fer Bjarki á fjallahjóli til að fara niður, Óskar fer á móti Bjarka og þeir hverfa umsvifalaust í myrka þokuna. Bensi sem var mín hægri hönd, vinstra eysta og klettur, rétti mér gul gleraugu til að sjá betur því nú var bíllinn keyrður á þolmörkum niður Öxi til að ná þeim sem fyrst. Þegar við erum komnir frekar neðarlega og skyggnið orðið betra sáum við að Óskar hafði gert árás og var komin með um 13 sekúndur á Bjarka. Allt var sett á fullt í bílnum og Hafsteinn gerði sig kláran. Við brunuðum framúr þeim báðum og settum Haffa út en þeir settu Ingvar á móti sem setti allt í botn. Við gerðum Árna kláran til að fara út með Haffa og vinna með honum en allt kom fyrir ekki, Ingvar var með einhvern ótrúlegan kraft sem við náðum ekki að svara. Nýtt plan fór í gang að halda í við þá og TT hjólin sett út og voru bæði lið í botnkeyrslu í um það bil hálftíma eða þangað til Haffi náði loks að hjóla þá uppi og um leið og það gerðist róaðist tempóið og við fundum strax að okkur hafði tekist að svara þessu útspili þeirra og árás. Við lifðum af Öxi og vissum nú að hér tæki við ný taktík. Mótvindur varði firðina og við vissum líka að nánast útilokað var fyrir hvort lið að gera árás (stinga af) svo lengi sem jafnir hjólarar væru saman úti. Suðurlandið var framundan með endalausa beina kafla og næstu staðir sem hægt var að gera eitthvað var hugsanlega Höfn og nær örugglega brekkurnar í Vík. Nú lá mikið við að koma mönnum í hvíld eftir gríðarleg átök og spretti í kringum Öxi. Við urðum að lesa vel í skiptingarnar þeirra vegna þess að pörunin á hjólurum mátti alls ekki riðlast til að eiga á hættu að fá á sig aðra árás. Haffi var settur á móti Ingvari, Árni á móti Óskari, Valli á Tigran og Bjarki á móti æskufélaga sínum Emil. Þannig gátum við tryggt að allir gætu svarað fyrir sig ef eitthvað yrði reynt. Svo var það kúnstin að finna út hver væri næstur hjá þeim út og hvernig hvíldar rútínan yrði svo við gætum parað hana líka því menn voru ör þreyttir eftir átökin og urðu að vera vel hvíldir fyrir næstu staði sem líklegir væru til loftárása. Það kom sér vel fyrir okkur að Workforce liðið var með kerru undir hjólin aftan í bílnum, bæði vegna þess að skiptingar tóku lengri tíma og að við sáum hvaða hjól voru tekin inn í bíl í hverju stoppi sem gaf til kynna hver væri næstur út á eftir skiptingunni sem var að fara í gang. Þegar kom inn á Suðurlands eyðimörkina var komin töluverð ró yfir liðin sem og tempóið orðið mun minna, jafnvel of lítið. Skiptingar voru mjög rútineraðar og hvíldarplön nákvæmlega þau sömu hjá báðum liðum. Næstu klukkutímar yrðu loksins rólegri og möguleiki til að slaka á og hvílast og endurmeta stöðuna. Að hvílast í svona keppni er engin hægðar leikur og vorum við Bensi fljótir að átta okkur á því að hvíldin okkar á milli yrði í besta falli að skiptast á að liggja í læstri hliðarlegu, loka augunum og þykjast sofa og reyna þannig að blekkja hugan lítillega. Síminn hringir þegar styttast fer að Jökulsárlóni og okkur tjáð að menn með Dróma þyrlu ætli að taka myndir af okkur og tókum við að sjálfsögðu vel í það og reyndum að vera extra flottir yfir brúna, hvernig sem við gátum verið eitthvað flottari en orðið var man ég nú ekki. Eftir Jökulsárlón var ekki hægt að hvíla þar sem við fengum Securitas bíl á eftir okkur sem þurfti að gera við ökuritan á milli skiptinga hjá okkur, fyrst reyndu þeir að gera við ökuritann en síðar var ákveðið að setja nýjan sem virkaði. Og við vorum komnir á kortið, loksins, við vorum ekki sjáanlegir á trackinu hjá Wow fyrr en á Suðurlandi og keppnin í fullum gangi. Á þessum tímapunkti eftir 30 tíma vöku í hörku keppni vorum við farnir að gleyma ótrúlegustu hlutum. Haffi kom niður úr koju og horfði á Bjarka og Valla og spurði, hver er úti? Ekki flókið reikningsdæmi en svarið sem hann fékk frá mér var uuuuhhh… Már hérna… hvað heitir hann aftur… þá heyrðist í strákunum, Árni Már. Og við hugsuðum með okkur, hversu steiktir menn geti eiginlega orðið. Seinna frétti ég að liðasmenn Workforce þjáðust af sömu nafnameinlokum og við vorum komnir í. Næst á dagskrá var Múlakvísl rétt fyrir VÍk. Við vissum að þarna opnaðist möguleiki og var Haffi gerður klár, færið var afleitt á þessum stað og var Cyclocross hjólið tilbúið ef eitthvað myndi klikka. Úr varð að Ingvar og Haffa var skipt út á sama tíma og ruku þeir á götuhjólunum yfir mjög grófan kafla þar sem þeir hoppuðu og dönsuðu upp úr öllum misfellunum á 45 km hraða. Við keyrðum á eftir og horfðum á með öndina í hálsinum. Þegar glitti aftur í malbikskaflann mátti sjá stóran kannt og við héldum niður í okkur andanum. Haffi og Ingvar koma að kantinum og hoppa upp á hjólunum og lenda á malbikinu hinum megin við. Þvílíkir menn þessir menn. Svo varð úr að tempóið var of hátt til að gera árás og næsti staður var brekkurnar við Vík.Áður en komið var að brekkunni við Vík var Árni settur út og okkur að smávægilegum óvörum var Tigran settur á móti honum sem hafði hingað til ekki sýnt neina stjörnutakta. Tigran er fisléttur og þaulvanur hjólari og miðað við líkamsbygginguna myndu brekkurnar henta honum vel enda kom síðar í ljós að hann hafi verið hugsaður á móti Árna í brekkunum. Við lögðum strax upp með að Árni myndi reyna árás í brekkunni með því að keyra upp hraðan og sprengja Tigran. Því var mjög mikilvægt að klára skiptinguna með miklum hraða til að ná bílnum okkar fyrir aftan þá og vera fyrir framan Workforce. Það var greinilegt að Workforce menn höfðu áhyggjur af því sama enda reyndu þeir að stinga sér fyrir framan bílinn okkar í tvígang. Fyrra skiptið með að keyra samhliða okkur á öfugum vegarhelming þar til kom að þrengingu þar sem einn bíll komst yfir og lá við árekstri á milli bíla svo vægt sé til orða tekið, en ég taldi mig eiga 100% rétt í þessu tilfelli, en engu mátti muna að bílarnir færu saman. Eftir þrenginguna reyndu þeir aftur og keyrðu við hlið mér en ég varð að vera alveg límdur upp við hjólarana til að gefa ekki bílnum þeirra færi á betri stöðu til að svara ef árásin okkur myndi ganga upp. Ég verð að viðurkenna að þarna vorum við á tæpasta vaði sem hljómar kannski illa en sýnir kannski best hversu keppnin og keppnisskapið var ekki síður mikið á milli liðstjóranna. Ég hafði fullan skilning á því sjálfur að þeir yrðu að gera þetta til að geta svarað strax ef Árni kæmist frá Tigran og hefði ég örugglega gert það sama hefðum við lent í sömu stöðu og þeir. Svo varð úr að Tigran hélt í við Árna alla leiðina upp og eftir næstu skiptingu var deginum (morgninum) ljósara að úrslitin myndu ráðast í Kömbunum eða í endaspretti. Hitinn í bílnum var skrúfaður upp úr öllu valdi og sama hversu þreytandi/letjandi það var fyrir bílstjórann að hafa miðstöðina í botni, á heitasta, þá varð maður bara að taka því frekar en að menn væru kaldir. Lyktin í bílnum var eins og af skítugum svitafötum í þurrkara.Endaspretturinn Workforce menn vissu að við vorum með tvö TT hjól og þeir eitt og því erfitt fyrir þá að gera árás fram að kömbum. Við vorum hinsvegar mikið að spá í að gera árás og leggja allt undir sem var mjög áhættusamt að gera en við vissum að við vorum að styrkjast, Valli og Bjarki voru mun sterkari en við reiknuðum með og drógu vagninn 2 á móti 3 á þessum tímapunkti á meðan Haffi og Árni hvíldu. Okkur fannst við vera að styrkjast eftir því sem leið á og að sama skapi þeir að gefa eftir. Í einni skiptingunni sá ég að hjólið hans Ingvars var tekið inní bíl sem benti til þess að hann kæmi næstur eða fljótlega út, þannig að við gerðum Haffa kláran og hjólið hans var tilbúið inní bíl. Haffi beið með hjálminn á hausnum og hjólið í fanginu þar sem hann lá í gólfinu og reyndi að hvílast. Og viti menn allt í einu snarstoppa Workforce bílinn í rúmlega hálfri skiptingu og henda Ingvari út. Sem betur fer vorum við klárir því við gerðum það sama og á endanum var Haffi tilbúin á undan þeim. Þarna átti klárlega að reyna eitthvað. En við svöruðum því með góðri skiptingu og öll plön um að gera árás fyrir kamba var skyndilega komin út um þúfur og ný plön komin í gang og undirbúningur fyrir endasprettinn hafinn. Önnur skipting var gerð og Bjarki kominn út á Skeiða afleggjara á móti Emil á leið inná Selfoss. Þarna um morguninn var umferð orðin töluvert þung og ljóst að staðir til skiptinga yrði mjög fáir og gríðarlega erfiðir. Rétt fyrir Selfoss bruna Workforce menn framfyrir hópinn sem gaf til kynna að skipting væri í vændum en við ætluðum Bjarka að hjóla að Kömbum, við vissum ekki hver kæmi út hjá þeim þannig að við vorum í raun klárir með alla. Ég var komin í slæma stöðu, fastur á eftir bíl sem var á milli okkar og hjólarana og engin staður til að koma sér fram úr til að sjá hvar þeir ætluðu að skipta og hver kæmi út. Ég þurfti að taka glæfralegan sjéns við brúnna og koma mér frammúr strákunum, en ég vona að þeir fyrirgefi mér það. Stundum er dýpra á skynsemi og rökhugsun eftir mikla og langavarandi spennu með tilheyrandi svefn- og hvíldarleysi. Eftir að við komum yfir brúnna sáum við að skipting var í vændum og okkur að óvörum var Ingvar að gera sig kláran. Haffi, Haffi, öskruðum við og Haffi gerði sig kláran og við snarstoppum bílinn fyrir aftan Workforce. Okkur til mikillar skelfingar fór keðjan af hjá Haffa í öllum hamaganginum og strákarnir að detta inn eftir 10-20 sek. í skiptingu með Ingvar kláran í breik. Haffi var ekki að ná þessu og Ingvar fylgdist með. Strákarnir detta inn í skiptingu með Haffa að munda keðjuna á hjólið og ekki tilbúinn. En þá gerist það ótrúlega, hlutur sem ég skil betur núna en ég gerði á þessum tímapunkti. Ingvar sá hvað Haffi var að ströggla með keðjuna og í stað þess að rjúka af stað þá veifar hann Bjarka og Emil áfram og hættir við skiptinguna. Þvílíkur íþróttamaður og heiðursmaður. Þetta hefði enn og aftur getað breytt öllum plönum. Þessir strákar eru ekki bara heljarmenni í sinni íþrótt heldur er virðingin fyrir hvor öðrum og sigurviljinn (á réttum forsendum) alls ráðandi. Úr varð að planið okkar hélt og Emil og Bjarki hjóla áfram að Hveragerði þar sem næsta skipting var. Aftur var okkur komið á óvart því Workforce liðið setur tvo menn út, Tigran og Óskar. Líklega var hlutverki Tigrans að ljúka á þessum tímapunkti og hann hafður með Óskari til að bakka hann upp í fyrsta spretti upp kambana. Haffi var klár og tók fyrsta sprettinn, Ingvar var klár í skiptingu ofar og við í stóru beygjunni með Árna. Ingvar kemur inn á móti Haffa og báðir virtust ferskir. Árni kemur inn í stóru beygjunni og Haffi gerir sig kláran með bæði TT hjólið og götuhjólið eftir því hvernig staðan spilaðist. Þeir hjóla áfram upp og við í raun bíðum eftir því hvort Ingvar geri árás, Haffi segir að það sé ólíklegt að hann geri árás úr þessu en hann er varla búinn að sleppa orðinu þegar allt í einu hægist á Árna og Ingvari og Ingvar tekur á rás og Árni á eftir. Árás, árás heyrist í okkur og við gerum Haffa kláran með götuhjól og brunum framfyrir Ingvar, Haffi gerir sig kláran og rýkur út, við vorum aðeins of seinir og Haffi dettur úr bindingunum sem gaf Ingvari enn meira forskot. Það er eins og verri staða og jafnvel mistök gefi þessum mönnum aukin kraft því Haffi var búinn að ná Ingvari á augabragði en líklega hefur Ingvar gefið eitthvað eftir líka þar sem hann vissi að við vorum með tvö TT hjól og í kjör aðstöðu til að vinna þá uppi ef bilið yrði of mikið. Planið okkar var að ef við næðum á undan þeim upp myndum við klára þetta á TT hjólum, Haffi fyrsta sprett og Árni inn hjá Þorlákshafnarafleggjara og Haffi inn aftur á götuhjóli hjá Geirlands afleggjaranum og klára keppnina. Ef við yrðum jafnir upp, sem raunin var, myndi þetta klárast á götuhjólum því Haffi vildi ekki fara í endasprett á TT. Haffi og Ingvar eru komnir upp á heiði og skipting í vændum hjá Workforce. Óskar og Emil bætast í hópinn hjá Workforce og Árni inn hjá okkur. Við keyrum á eftir þeim og upp að Haffa en þá eru allir komnir út hjá þeim og Haffi kallar, alla út, alla út. Þá vissum við að þetta yrði sprettur til enda. Við fórum nálægt Hellisheiðarenda og settum út Valla og Bjarka og upphófst einn æsilegasti endasprettur sem sögur fara af í reiðhjólamótum á Íslandi. Þegar þarna var komið var okkur Bensa ljóst að hlutverki okkar var lokið nema kanski að verja hópinn og týna upp okkar menn ef þeir héldu ekki í við hraðan. Keyrslan var svakaleg á hópnum, 8 manns sem hjóluðu í hnapp, bíllinn okkar á 80km. Hraða en samt fjarlægðist hópurinn sem hefur líklega verið á um 85km hraða. Eina orðið sem mér dettur í hug til að lýsa þessu er gæsahúð því sjónarspilið var ótrúlegt í hliðarbakvind eftir alla þessa vinnu og alla þessa vöku að þetta myndi enda svona. Þegar niður heiðina var komið heltist Tigran úr lestinni og við 4 úti á móti 3 frá Workforce. Ekki man ég hvað Bjarki Bjarnason borðaði um morguninn en hann var ótrúlegur á þessum síðustu metrum keppninnar. Þegar við fórum að nálgast endamarkið tókum við eftir miklum pirringi ökumanna og vægast sagt ótrúlegri ósvífni og dónaskap íslenskra bílstjóra sem flautuðu og svínuðu fyrir hópinn af því þeir þurftu að keyra inn í borgina á 65-70 km hraða í stað 100km. Og ekki voru atvinnubílstjórnarnir betri sem lögðu keppnisfólk í stórhættu á köflum, fyrst Eimskips trukkurinn í Kömbunum sem taldi sig eiga hægri akreinina sem við hjóluðum á þrátt fyrir að sú vinstri væri auð og vörbílstjórinn með fullfermi sem kom úr þrengslunum og ætlaði bókstaflega að keyra yfir mannskapinn. Það eina sem við gátum gert var að taka báðar akreinar með Workforcemönnum og sjá til þess að bílar væru ekki að taka fram úr með því að taka báðar akreinar, þegar færi gafst, og verja þannig hópinn fyrir brjáluðum íslenskum bílstjórum. Þannig unnu bílstjórarnir saman þegar verja þurfti hópinn. Endaspretturinn var æsilegur og við sáum að Haffi var fremstur en rétt í blálokin náði Ingvar að stinga sér fremst og vinna. Djöfull var þetta svekkjandi. En samt ekki… jú þetta var hrikalega svekkjandi og enn meira svekkjandi þegar maður rifjar þetta upp. En svona er þetta bara. Haffi er jú búinn að vinna Ingvar ófáum sinnum með nákvæmlega sama hætti. Hvað klikkaði spyrja eflaust margir, var Ingvar betur staðsettur eða átti Haffi ekki meira inni, voru þetta taktísk mistök eða vöru Workforce menn einfaldlega sterkari? Svarið má eflaust finna í þessu öllu saman en ég held samt að þetta hefði geta farið á hvorn veginn sem var, en datt þeirra megin þennan daginn En þegar öllu er á botninn hvolft deilum við besta tíma sem náðst hefur í keppninni sem er sárabót fyrir súrsætt annað sætið. Bæði lið geta verið ákaflega stolt af því. Og að eiga þátt í því að taka hjólreiðar upp á næsta level, bæði í þessari keppni og í öðrum ekki síður spennandi keppnum sem háðar hafa verið síðustu misserin. Þetta var ógleymanleg lífsreynsla í alla staði og algjör forréttindi að taka þátt í þessu. Ég mun aldrei gleyma þessu svo lengi sem ég lifi og efast um að nokkuð toppi þessa keppni eða þá vegferð sem við fórum í með að setja saman liðið og klára þetta svona eftirminnilega. Ég efast um að það hefði verið eins gaman að vera með Besta liðið og vera fremstur allan tíman og vinna án þess að nokkur myndi ógna. Maður hlýtur á endanum að vera þakklátur fyrir að koma heill heim og njóta þeirra forrétti að geta tekið þátt í svona ævintýri. Eftir að búið var að hreinsa bílinn ásamt frábærri hjálp samstarfsfélaga okkar í Erninum og heim var komið eftir um 54 tíma úthald var hvíldinni vel tekið. Ég vaknaði átta tímum síðar og man ekki hvernig ég fór upp í rúm eða þegar ég háttaði mig, en tilfinningin var góð og er enn. Munum við fara aftur að ári? Það er góð spurning sem erfitt er að svara í dag en kanski svara ég henni á morgun eða hinn… eða hinn.Að lokum Það er ekki hægt annað en að þakka liðsfélugunum Haffa, Árna, Valla, Bjarka og að sjálfsögðu Bensa sem var algjör klettur í þessari ferð. Einnig ber að þakka Workforce mönnum fyrir frábæra og drengilega keppni frá upphafi til enda. Takk fyrir okkur Ingvar, Óskar, Emil, Tigran og alls ekki síst Sölvi og Ingi sem einnig stóðu sig frábærlega og rústuðu armbeygjukeppninni milli liðanna. Einnig má ekki gleyma frábæru Hleðslu liðinu sem hjólaði með okkur hálfa keppnina og kláraði einnig á frábærum tíma eða undir 40 tímum. Að lokum fær Örninn og allir sem þar vinna okkar bestu þakkir fyrir frábæran stuðning og fyrir að vera skemmtilegasti og besti vinnustaður sem hægt er að hugsa sér. Loka þakkir fær WOW fyrir frábæra keppni. Ragnar Þór Ingólfsson Liðsmaður í Örninn Trek Wow Cyclothon Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Er þetta ekki bara eitthvað svindl? 1332 km leið og svo endasprettur milli liðanna? Voruð þið ekki að vinna saman,“ eru dæmi um viðbrögð sem hjólreiðakappinn Ragnar Þór Ingólfsson hefur fengið undanfarna daga. Ragnar og félagar hans í Trek-liði Arnarins höfnuðu í 2. sæti í liðakeppni WOW-Cyclothon á dögunum. Endaspretturinn var ótrúlegur þar sem A-lið Workforce kom í mark sjónarmun á undan. „Þetta hefur aldrei endað með svona svakalegum spretti,“ segir Ragnar Þór um samkeppni liðanna þessa 39 klukkustundir, tólf mínútur og 54 sekúndur. Sigurliðin undanfarin tvö ár hafi haft töluverða yfirburði en nú hafi liðin farið hönd í hönd. Vissulega hafi verið grátlegt að vera svo nærri sigri en þurfa að sætta sig við annað sætið. „Í dag hugsum við allir um hundrað mismunandi hluti sem hægt hefði verið að gera öðruvísi. Þegar öllu er á botninn hvolft tókum við, að ég tel, rökréttar ákvarðanir.“Keppnin hafi verið svakaleg og vakið svo mikla athygli að Ragnar Þór skrifaði pistil á heimasíðu Arnarins. Í pistlinum rekur Ragnar Þór ferðasöguna frá sjónarhorni síns liðs og er óhætt að segja að frásögnin sé afar skemmtileg og áhugaverð. Pistilinn í heild sinni má sjá hér að neðan. „Maður var svo oft spurður út í hvernig þetta gekk. Það var ekki annað hægt en að koma þessu í nokkur orð,“ segir Ragnar. Hann hafi viljað veita fólki innsýn í hve mikil barátta var liðanna á milli. Ragnar Þór segir mikinn uppgang í hjólreiðum hér á landi. Hjólamenningin hafi aukist undanfarin ár og bendir hann á Bláa Lóns þrautina sem Örninn heldur með Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Uppselt er í keppnina. Margt hafi breyst á nokkrum árum. „Fyrir fimm árum vorum við að reyna að auglýsa hverja einustu keppni. Rembast við að fá fólk til að taka þátt,“ segir Ragnar Þór. Löngu sé uppselt í þrautina en 600 keppendur eru skráðir til leiks. „Fyrir tíu árum var kjarninn svona tíu manns. Í fyrstu Bláa lóns þrautinni voru tólf eða fjórtán keppendur.“Ferðasaga Ragnars ÞórsÉg var spurður hvernig í ósköpunum tvö keppnislið geti keppt sín á milli, hjólað 1332 km. Á 39 klukkutímum 12 mínútum og 54 sekúndum og komið sjónarmun í mark, á sama tíma? Þá er ekki annað en að létta aðeins á sér og deila með ykkur upplifun minni á keppninni. Strax í upphafi, fyrir keppni, vissum við að Workforce-A lið Kríu manna yrði eitt sterkasta liðið enda voru þeir á pappírunum sigurstranglegastir.Við í Örninn Trek vorum það lið sem þótti líklegast til að halda í við þá þannig að fyrirfram var búist við miklu einvígi okkar á milli. Við gerðum okkur strax grein fyrir því að þetta yrði varnartaktík hjá okkur frekar en hitt þó annað hefði komið á daginn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Önnur mjög sterk lið gerðu sig líkleg til atlögu að efstu sætum og má þar nefna Team Skoda/UMFUS og Lið Hleðslu og fleiri lið. Taktíkin fyrir keppnina okkar megin var alveg skýr, hún var að keyra upp tempóið í byrjun eins hratt og mögulegt var til að hrista sem flest lið af okkur fyrir Hvalfjörð þar sem fyrstu skiptingar voru leyfilegar. Ástæðan var tvíþætt, að fækka liðum til að minka spennuna sem myndast í skiptingum (færri bílar) og að ná hópnum niður í helst 3-4 lið en þá eru skiptingar frjálsar. Ef 5 eða fleiri lið hjóla saman eru skiptingar leyfilegar minnst á 25 mínutna fresti.Keppnin fór gríðarlega hratt af stað og bílarnir okkar fóru á undan startinu til að losna við umferð og ná góðri staðsetningu fyrir fyrstu leyfilegu skiptingu í Hvalfirði. Við settum tvo af okkar sterkustu hjólurum út í byrjun til að tryggja að annar þeirra myndi ná í fyrstu skiptingu ef eitthvað kæmi upp á hjá öðrum þeirra. Þeir náðu báðir að komast til okkar án vandræða ásamt liði workforce-A og liði Hleðslu sem var að mörgu leiti draumastaða fyrir okkur að hafa þriðja lið til að vinna með inn í keppnina. Að enda einir með Kríu mönnum á þessum tímapunkti hefði gert þeim kleyft að gera árasir á okkur, og öfugt, alla keppnina. Að vinna með liðum í svona keppni virkar þannig að þau lið sem geta haldið uppi ásættanlegum hraða vinna saman þannig að 3 hjólarar (einn úr hverju liði) hjóla saman og skiptast á að vinna fremst í hópnum og kljúfa vind fyrir aftari hjólara, sem þá hvílast í kjölsoginu (að “drafta”). Þannig getur hópurinn unnið á miklu hærra tempói og hjólað hraðar. Það er mögulegt fyrir lið að gera árásir í þessari stöðu en þá þarf tvennt til, meðvind eða að tveir úr sama liðinu hjóli samtímis. Í hægum mótvindi, fyrripart keppninnar, gerði að verkum að útilokað var fyrir eitt lið að gera árás (stinga af) þar sem hin tvö liðin hefðu bara beðið sallaróleg og unnið saman í að hjóla það lið uppi. Liðið sem hefði farið í síka áras á þessum tímapunkti hefði tekið gríðarlega áhættu á að sprengja sig.Svona samvinna er án allra samninga, plotta og samráðs. Þetta er bara staða sem kemur upp og við vissum í raun ekkert hvernig framhaldið yrði fyrr en í fyrstu skiptingum í hvalfirði þegar ljóst var að 3 lið myndu hjóla saman. Sem hentaði okkar keppnisplani mjög vel. Fyrripart keppninnar var keyrt á háu tempói þar sem bæði lið voru með mjög sterka hjólara og reynslumikla aðstoðarmenn sér við hlið. Skipt var á c.a. 20-25 mínútna fresti sem hentaði mjög vel enda veður gott, þurrt og í raun kjöraðstæður, sem skipti mestu máli. Skiptingar fara þannig fram að liðstjórar/bílstjórar taka tíma á þeim sem eru úti að hjóla hverju sinni og fer eftir stöðunni hversu lengi menn eru hafðir úti. Ef keyra þarf á mjög háu tempói eru menn hafðir úti mjög stutt eða alveg niður í 10 mínútur sem er c.a. tíminn sem hver og einn getur botnkeyrt sig, svo tekur næsti við í botnkeyrslu og næsti osfrv. Gallinn við þetta fyrirkomulag er sá að lítil hvíld er fyrir hjólarana þannig að ef 10 mínútna skiptingar, eru 30 mín.hvíld á milli skiptinga en ef skiptingar eru 25 mínútur er hvíldin 75 mínútur. Skiptingarnar hjá okkur fram að Egilsstöðum voru á 20-25 mínútna fresti fyrstu 700 km. Sem þýddi að við bílstjórarnir þurftum að keyra fyrir aftan liðin til að passa þá sem voru úti að hjóla, sjá til þess að næsti hjólari væri tilbúinn, nærður og hvíldur, og með hlaðið Garmin tækið. Rjúka svo af stað 3-5 mínútum fyrir hverja skiptingu og botnkeyra húsbílinn 300-500 metrum fram fyrir hópinn, stökkva út og taka hjólið af festingunni og gera það klárt, bíða svo með hjólaranum þangað til hinir nálgast og sjá til þess að skiptingin sé rétt og staðsetning þess sem tekur við sé þannig að sá sem kemur inn hjólar beint í bílinn en ekki langt fram fyrir hann. Síðan tökum við á móti hjólinu svo hjólarinn geti gengið beint inn í bíl í sína hvíld, við gerum svo klárt fyrir næstu skiptingu, setjum hjólið sem var að koma inn aftast í röðina og setjum hjól sem er næst út fremst á grindina. Síðan er stokkið inn í bíl og druslan sett í botn til að ná hópnum aftur því það er eins gott að vera stutt frá ef eitthvað kemur upp á til að geta sent út ferskan hjólara án tafar. Þetta gerðum við á 15-25 mínútna fresti í rúmlega 39 klukkutíma, allan tímann ásamt öðrum tilfallandi verkum sem falla til í svona ævintýri. Heildar hvíldartími okkar var um 1,5 klst á mann allan tímann.Ekki veit ég hversu margir hafa reynt að hvílast í húsbíl á ferð en það er æði sérstök upplifun. Bíllinn okkar var með rúm fyrir ofan bílstjóra sætin og því á hæsta punkti bílsins. Þegar ég lagðist í rúmið hafði ég á tilfinningunni að bíllinn væri á leið út af veginum, í besta falli væri ég staddur í þvottavél á 1200 snúningum eða í Herjólfi í 25 metrum. Svo snarstoppaði bíllinn á 15-20 mínútna fresti, menn ruku út og skelltu á eftir sér hurðum, preppuðu hjólin og ruku svo aftur inn með tilheyrandi hurðaskellum og látum og reykspóluðu af stað þannig nýrun færðust til. Það er sérstök upplifun að ferðast í kringum landið á húsbíl með 6 fullorðnum og renn sveittum karlmönnum, 8 reiðhjólum (6 inni í bílnum) mat og drykkjarföng, föt og annar búnaður í öllum mögulegum skúmaskotum þar sem mesta plássið var bílstjórasætið. Þetta hljómar kanski eins og einhver klikkun en í samheltum hópi eins og okkar var þetta stórkostleg upplifun í alla staði og forréttindi enda allir góðir vinir fyrir, og merkilegt nokk, eftir keppni líka. Í svona vegferð er ekki alltaf dans á rósum en alls engin lognmolla heldur. Parturinn af okkar starfi og allra í hópnum er að leggjast á eitt í að halda uppi móralnum og gleðinni og rífa upp keppnis andann ef hann virðist eitthvað vera að detta niður. Fyrstu nokkur hundruð kílómetrana voru brandararnir og sögurnar með öllu kristilegar og hefðu jafnvel guðhræddar húsmæður í vesturbænum skellt upp úr. En þegar lengra dró inn í keppnina urðu þær grófari og svartari, á köflum svo óforskammaðar að þær hefðu sært bliggðunarkennd sjóuðustu togarasjómanna. En það sem mestu máli skipti að gleðin var alltaf til staðar og þó skiptingar hefðu verið á 15-25 mínútna fresti var hlegið og skopast af öllu mögulegu þess á milli.En aftur að keppninni. Fram að Egilsstöðum gerðist kanski ekki mikið markvert annað en að í Varmahlíð kom Ástrali nokkur sem bað um að fá far með okkur til Akureyrar, ég sagði honum að við værum í keppni og gætum ekki tekið hann með. Hann átti afar erfitt með að taka því og varð mjög ýtinn. Ég benti honum á stöðuna að við værum 6 fullorðnir karlmenn nú þegar í bílnum ásamt átta reiðhjólum. Samt fannst honum ómaklega að þessu staðið að taka sig ekki með og hélt áfram að reyna. Niðurstaðan úr þessum samskiptum okkar voru tvær teskeiðar af þungum brúnum með dassi af hroka og hárblásari, stilltur á næst minnsta. Á Akureyri var tankurinn fylltur og aðrir tæmdir og liðin héldu áfram, vitandi fyrir fram að eini rökrétti möguleikinn fyrir lið að stinga af var eftir Egilsstaði þegar farið væri yfir Öxi sem er gríðarlegt klifur. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að þar geta menn ekki unnið saman ef veður er skaplegt og mótvindur lítill og því kjöraðstæður fyrir lið að gera árás. Liðin héldu því sínu striki og voru dugleg að vinna saman með því að leggja sitt af mörkum, hjóla fremst í botni, láta næsta taka við á meðan hinir hvíldust í kjölsoginu. Síðan gerist það að Worforce menn ákveða að gera árás í jökuldalnum, stóra brekkan rétt fyrir Egilsstaði. Lið Hleðslu var farið að ströggla í brekkunum og dragast örlítið aftur úr. Skilaboðum var komið til okkar manns fyrir síðustu skiptingu fyrir brekkuna stóru og voru skilaboðin skýr. Við ætlum að breika í brekkunni þið ráðið hvort þið komið með eða ekki. Þetta þýddi að við þurftum að taka ákvörðun á c.a.10 mínútum hvort við ætluðum að fara með þeim í breikið og Hleðslu liðið eftir eða láta þá fara og vinna með Hleðslu mönnum í að hjóla þá uppi síðar í keppninni, sem eftirá hefði verið skynsamlegri ákvörðun en spáð var meðvindi allt suðurlandið sem ekkert varð úr og hefði keppnin kanski þróast öðruvísi ef þessi ákvörðun okkar hefði ekki verið tekin. Við ákváðum því að elta árásina og úr varð að lið Hleðslu var skilið eftir og ljóst að nú tæki við gríðarleg keppni allt til loka með tilheyrandi plönum varaplönum varavaraplönum og varavaravaraplönum, og jafnvel eitt aukavaraplan í viðbót. Á Egilsstöðum fyllti ég olíu tankinn á meðan allir, (nema ég og sá sem var úti að hjóla) fóru inn að skíta, afsakið íslenskuna en svona var þetta sagt í bílnum. Var svo heppinn að konan og börnin mín þrjú voru stödd á Reyðarfirði og köstuðu á mig kveðju á N1 í öllum látunum, börnin og þá sérstaklega sú yngsta skyldu ekki í því af hverju pabbi gæti ekki veitt þeim meiri athygli en raunin var enda nýtt game plan komið í gang, tvö lið, allt í uppnámi og stressið farið að segja til sín. Bæti þeim þettta upp síðar, lofa því. Stoppið á Egilsstöðum var innan við 10 mínútur með Olíuáfyllingu og 4 mönnum í stóra B-ferð á klósettið. Geri aðrir betur en þetta hlýtur að vera met. Vona að Skúli gefi okkur flugmiða fyrir hröðustu fjölskituna með olíuáfyllingu. Við rukum af stað á undan bíl Workforce manna og komum að okkar mönnum að berjast í mótvindi á leið að Öxi. Við ákváðum strax að gera árás á þessum tímapunkti og settum út Árna, annan af okkar sterkustu hjólurum, á móti Emil sem var úti og var hugsanlega farin að þreytast. Workforce voru enn á Egilsstöðum og hefðu líklega átt erfitt með að svara þessu, fullir af nýsteiktum mat. Allt kom fyrir ekki, vindurinn var of mikill og Emil of sterkur. Úr varð að hjóla fram að Öxi og við vissum að við fengjum á okkur árás á einhverjum tímapunkti. Við settum upp 4 mismunandi plön eftir því hvernig skiptingar yrðu. Okkur fannst líklegast að Ingvar myndi hjóla upp Öxi og reiknuðum með að Emil myndi hjóla niður enda þaulvanur fjallahjólari. Við ákváðum að setja Árna á móti Ingvari, sem er einhvers konar þyndarlaus fjallageit á sterum þegar kemur að brekkum, og úr varð ein eftirminnilegasta frammistaða sem ég hef á ævinni séð.VísirVið þurftum að tryggja að vera með hraðari skiptingar en Workforce til að geta verið fyrir aftan Árna ef Ingvar myndi gera árás, þannig gætum við sent út Haffa til að svara henni. Haffi ákvað að láta reyna á Racera (götuhjólin) inn á malarkaflan fyrir öxi og hjóla á þeim alla leið upp. Þetta var mikil áhætta því líkurnar á að sprengja eru mjög miklar og vegurinn þurfti að vera upp á sitt allra besta svo þetta gengi upp. Þegar við komum að malarkaflanum fyrir Öxi sáum við að David hafði keyrt á undan þeim og kannað aðstæður og þeir fóru út á götuhjóli líka sem var léttir því við höfðum veðjað á rétt. Hitt liðið var með sama planið á götuhjóli og spretturinn upp byrjaði. Við vorum með kúkinn í gatinu að horfa á þá keyra upp tempóið á malarveginum þar sem hjólin hoppuðu og skoppuðu upp úr hverri holunni á fætur annari, síðan tók klifrið við og ef einhver hefur séð tvo einstaklinga hjóla á götuhjólum upp Öxi á 25 km. Meðalhraða, vinsamlega gefið sig fram enda vorum við með öndina í hálsinum allan tímann, búnir að koma bílnum í kjöraðstöðu fyrir aftan þá og Race í gangi. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar bílstjórar Workforce liðsins gerðust svo djarfir að keyra frammúr mér á þröngum stað og svína mig út úr stöðunni sem ég var búinn að koma mér í og taldi mig eiga. Ég sagði upphátt í bílnum, Ja nú fara hanskarnir af, og taldi gróflega á mér brotið hvað sportmennsku varðar. Þetta sýnir að keppnin á milli bílstjóranna var ekki síðri og harðari en þeirra sem börðust fyrir framan bílana. Það var ferlegt að missa stöðuna þar sem við vissum að Ingvar gæti gert árás á Árna og við fastir fyrir aftan bílinn þeirra og gátum lítið fylgst með eða komið út öðrum hjólara ef árás yrði gerð. En sem betur fer hélt Árni vel við Ingvar og áfram héldu þeir upp og við vissum að nú nálgaðist stóra stundin niður Öxi og ný plön í gang. Ég tók eftir því að bíll var fastur fyrir aftan mig ásamt bíl Davids og ég hleypti honum fram úr mér, vitandi að bíll Workforce manna yrði að gera slíkt hið sama og ætlaði svo að skjóta mér fram fyrir og ná fyrri stöðu sem var mín og réttlætinu fullnægt, þetta tókst fullkomlega og við vorum aftur komnir í kjörstöðu fyrir skiptingar uppi á topp og mátti greina blótsyrði úr hinum bílnum gegnum rúðurnar. Það var blinda þoka þannig að við þurftum að reiða okkur á hæðarmælinn til að vera vissir um að vera komnir á toppinn. Bíllinn stoppar og út fer Bjarki á fjallahjóli til að fara niður, Óskar fer á móti Bjarka og þeir hverfa umsvifalaust í myrka þokuna. Bensi sem var mín hægri hönd, vinstra eysta og klettur, rétti mér gul gleraugu til að sjá betur því nú var bíllinn keyrður á þolmörkum niður Öxi til að ná þeim sem fyrst. Þegar við erum komnir frekar neðarlega og skyggnið orðið betra sáum við að Óskar hafði gert árás og var komin með um 13 sekúndur á Bjarka. Allt var sett á fullt í bílnum og Hafsteinn gerði sig kláran. Við brunuðum framúr þeim báðum og settum Haffa út en þeir settu Ingvar á móti sem setti allt í botn. Við gerðum Árna kláran til að fara út með Haffa og vinna með honum en allt kom fyrir ekki, Ingvar var með einhvern ótrúlegan kraft sem við náðum ekki að svara. Nýtt plan fór í gang að halda í við þá og TT hjólin sett út og voru bæði lið í botnkeyrslu í um það bil hálftíma eða þangað til Haffi náði loks að hjóla þá uppi og um leið og það gerðist róaðist tempóið og við fundum strax að okkur hafði tekist að svara þessu útspili þeirra og árás. Við lifðum af Öxi og vissum nú að hér tæki við ný taktík. Mótvindur varði firðina og við vissum líka að nánast útilokað var fyrir hvort lið að gera árás (stinga af) svo lengi sem jafnir hjólarar væru saman úti. Suðurlandið var framundan með endalausa beina kafla og næstu staðir sem hægt var að gera eitthvað var hugsanlega Höfn og nær örugglega brekkurnar í Vík. Nú lá mikið við að koma mönnum í hvíld eftir gríðarleg átök og spretti í kringum Öxi. Við urðum að lesa vel í skiptingarnar þeirra vegna þess að pörunin á hjólurum mátti alls ekki riðlast til að eiga á hættu að fá á sig aðra árás. Haffi var settur á móti Ingvari, Árni á móti Óskari, Valli á Tigran og Bjarki á móti æskufélaga sínum Emil. Þannig gátum við tryggt að allir gætu svarað fyrir sig ef eitthvað yrði reynt. Svo var það kúnstin að finna út hver væri næstur hjá þeim út og hvernig hvíldar rútínan yrði svo við gætum parað hana líka því menn voru ör þreyttir eftir átökin og urðu að vera vel hvíldir fyrir næstu staði sem líklegir væru til loftárása. Það kom sér vel fyrir okkur að Workforce liðið var með kerru undir hjólin aftan í bílnum, bæði vegna þess að skiptingar tóku lengri tíma og að við sáum hvaða hjól voru tekin inn í bíl í hverju stoppi sem gaf til kynna hver væri næstur út á eftir skiptingunni sem var að fara í gang. Þegar kom inn á Suðurlands eyðimörkina var komin töluverð ró yfir liðin sem og tempóið orðið mun minna, jafnvel of lítið. Skiptingar voru mjög rútineraðar og hvíldarplön nákvæmlega þau sömu hjá báðum liðum. Næstu klukkutímar yrðu loksins rólegri og möguleiki til að slaka á og hvílast og endurmeta stöðuna. Að hvílast í svona keppni er engin hægðar leikur og vorum við Bensi fljótir að átta okkur á því að hvíldin okkar á milli yrði í besta falli að skiptast á að liggja í læstri hliðarlegu, loka augunum og þykjast sofa og reyna þannig að blekkja hugan lítillega. Síminn hringir þegar styttast fer að Jökulsárlóni og okkur tjáð að menn með Dróma þyrlu ætli að taka myndir af okkur og tókum við að sjálfsögðu vel í það og reyndum að vera extra flottir yfir brúna, hvernig sem við gátum verið eitthvað flottari en orðið var man ég nú ekki. Eftir Jökulsárlón var ekki hægt að hvíla þar sem við fengum Securitas bíl á eftir okkur sem þurfti að gera við ökuritan á milli skiptinga hjá okkur, fyrst reyndu þeir að gera við ökuritann en síðar var ákveðið að setja nýjan sem virkaði. Og við vorum komnir á kortið, loksins, við vorum ekki sjáanlegir á trackinu hjá Wow fyrr en á Suðurlandi og keppnin í fullum gangi. Á þessum tímapunkti eftir 30 tíma vöku í hörku keppni vorum við farnir að gleyma ótrúlegustu hlutum. Haffi kom niður úr koju og horfði á Bjarka og Valla og spurði, hver er úti? Ekki flókið reikningsdæmi en svarið sem hann fékk frá mér var uuuuhhh… Már hérna… hvað heitir hann aftur… þá heyrðist í strákunum, Árni Már. Og við hugsuðum með okkur, hversu steiktir menn geti eiginlega orðið. Seinna frétti ég að liðasmenn Workforce þjáðust af sömu nafnameinlokum og við vorum komnir í. Næst á dagskrá var Múlakvísl rétt fyrir VÍk. Við vissum að þarna opnaðist möguleiki og var Haffi gerður klár, færið var afleitt á þessum stað og var Cyclocross hjólið tilbúið ef eitthvað myndi klikka. Úr varð að Ingvar og Haffa var skipt út á sama tíma og ruku þeir á götuhjólunum yfir mjög grófan kafla þar sem þeir hoppuðu og dönsuðu upp úr öllum misfellunum á 45 km hraða. Við keyrðum á eftir og horfðum á með öndina í hálsinum. Þegar glitti aftur í malbikskaflann mátti sjá stóran kannt og við héldum niður í okkur andanum. Haffi og Ingvar koma að kantinum og hoppa upp á hjólunum og lenda á malbikinu hinum megin við. Þvílíkir menn þessir menn. Svo varð úr að tempóið var of hátt til að gera árás og næsti staður var brekkurnar við Vík.Áður en komið var að brekkunni við Vík var Árni settur út og okkur að smávægilegum óvörum var Tigran settur á móti honum sem hafði hingað til ekki sýnt neina stjörnutakta. Tigran er fisléttur og þaulvanur hjólari og miðað við líkamsbygginguna myndu brekkurnar henta honum vel enda kom síðar í ljós að hann hafi verið hugsaður á móti Árna í brekkunum. Við lögðum strax upp með að Árni myndi reyna árás í brekkunni með því að keyra upp hraðan og sprengja Tigran. Því var mjög mikilvægt að klára skiptinguna með miklum hraða til að ná bílnum okkar fyrir aftan þá og vera fyrir framan Workforce. Það var greinilegt að Workforce menn höfðu áhyggjur af því sama enda reyndu þeir að stinga sér fyrir framan bílinn okkar í tvígang. Fyrra skiptið með að keyra samhliða okkur á öfugum vegarhelming þar til kom að þrengingu þar sem einn bíll komst yfir og lá við árekstri á milli bíla svo vægt sé til orða tekið, en ég taldi mig eiga 100% rétt í þessu tilfelli, en engu mátti muna að bílarnir færu saman. Eftir þrenginguna reyndu þeir aftur og keyrðu við hlið mér en ég varð að vera alveg límdur upp við hjólarana til að gefa ekki bílnum þeirra færi á betri stöðu til að svara ef árásin okkur myndi ganga upp. Ég verð að viðurkenna að þarna vorum við á tæpasta vaði sem hljómar kannski illa en sýnir kannski best hversu keppnin og keppnisskapið var ekki síður mikið á milli liðstjóranna. Ég hafði fullan skilning á því sjálfur að þeir yrðu að gera þetta til að geta svarað strax ef Árni kæmist frá Tigran og hefði ég örugglega gert það sama hefðum við lent í sömu stöðu og þeir. Svo varð úr að Tigran hélt í við Árna alla leiðina upp og eftir næstu skiptingu var deginum (morgninum) ljósara að úrslitin myndu ráðast í Kömbunum eða í endaspretti. Hitinn í bílnum var skrúfaður upp úr öllu valdi og sama hversu þreytandi/letjandi það var fyrir bílstjórann að hafa miðstöðina í botni, á heitasta, þá varð maður bara að taka því frekar en að menn væru kaldir. Lyktin í bílnum var eins og af skítugum svitafötum í þurrkara.Endaspretturinn Workforce menn vissu að við vorum með tvö TT hjól og þeir eitt og því erfitt fyrir þá að gera árás fram að kömbum. Við vorum hinsvegar mikið að spá í að gera árás og leggja allt undir sem var mjög áhættusamt að gera en við vissum að við vorum að styrkjast, Valli og Bjarki voru mun sterkari en við reiknuðum með og drógu vagninn 2 á móti 3 á þessum tímapunkti á meðan Haffi og Árni hvíldu. Okkur fannst við vera að styrkjast eftir því sem leið á og að sama skapi þeir að gefa eftir. Í einni skiptingunni sá ég að hjólið hans Ingvars var tekið inní bíl sem benti til þess að hann kæmi næstur eða fljótlega út, þannig að við gerðum Haffa kláran og hjólið hans var tilbúið inní bíl. Haffi beið með hjálminn á hausnum og hjólið í fanginu þar sem hann lá í gólfinu og reyndi að hvílast. Og viti menn allt í einu snarstoppa Workforce bílinn í rúmlega hálfri skiptingu og henda Ingvari út. Sem betur fer vorum við klárir því við gerðum það sama og á endanum var Haffi tilbúin á undan þeim. Þarna átti klárlega að reyna eitthvað. En við svöruðum því með góðri skiptingu og öll plön um að gera árás fyrir kamba var skyndilega komin út um þúfur og ný plön komin í gang og undirbúningur fyrir endasprettinn hafinn. Önnur skipting var gerð og Bjarki kominn út á Skeiða afleggjara á móti Emil á leið inná Selfoss. Þarna um morguninn var umferð orðin töluvert þung og ljóst að staðir til skiptinga yrði mjög fáir og gríðarlega erfiðir. Rétt fyrir Selfoss bruna Workforce menn framfyrir hópinn sem gaf til kynna að skipting væri í vændum en við ætluðum Bjarka að hjóla að Kömbum, við vissum ekki hver kæmi út hjá þeim þannig að við vorum í raun klárir með alla. Ég var komin í slæma stöðu, fastur á eftir bíl sem var á milli okkar og hjólarana og engin staður til að koma sér fram úr til að sjá hvar þeir ætluðu að skipta og hver kæmi út. Ég þurfti að taka glæfralegan sjéns við brúnna og koma mér frammúr strákunum, en ég vona að þeir fyrirgefi mér það. Stundum er dýpra á skynsemi og rökhugsun eftir mikla og langavarandi spennu með tilheyrandi svefn- og hvíldarleysi. Eftir að við komum yfir brúnna sáum við að skipting var í vændum og okkur að óvörum var Ingvar að gera sig kláran. Haffi, Haffi, öskruðum við og Haffi gerði sig kláran og við snarstoppum bílinn fyrir aftan Workforce. Okkur til mikillar skelfingar fór keðjan af hjá Haffa í öllum hamaganginum og strákarnir að detta inn eftir 10-20 sek. í skiptingu með Ingvar kláran í breik. Haffi var ekki að ná þessu og Ingvar fylgdist með. Strákarnir detta inn í skiptingu með Haffa að munda keðjuna á hjólið og ekki tilbúinn. En þá gerist það ótrúlega, hlutur sem ég skil betur núna en ég gerði á þessum tímapunkti. Ingvar sá hvað Haffi var að ströggla með keðjuna og í stað þess að rjúka af stað þá veifar hann Bjarka og Emil áfram og hættir við skiptinguna. Þvílíkur íþróttamaður og heiðursmaður. Þetta hefði enn og aftur getað breytt öllum plönum. Þessir strákar eru ekki bara heljarmenni í sinni íþrótt heldur er virðingin fyrir hvor öðrum og sigurviljinn (á réttum forsendum) alls ráðandi. Úr varð að planið okkar hélt og Emil og Bjarki hjóla áfram að Hveragerði þar sem næsta skipting var. Aftur var okkur komið á óvart því Workforce liðið setur tvo menn út, Tigran og Óskar. Líklega var hlutverki Tigrans að ljúka á þessum tímapunkti og hann hafður með Óskari til að bakka hann upp í fyrsta spretti upp kambana. Haffi var klár og tók fyrsta sprettinn, Ingvar var klár í skiptingu ofar og við í stóru beygjunni með Árna. Ingvar kemur inn á móti Haffa og báðir virtust ferskir. Árni kemur inn í stóru beygjunni og Haffi gerir sig kláran með bæði TT hjólið og götuhjólið eftir því hvernig staðan spilaðist. Þeir hjóla áfram upp og við í raun bíðum eftir því hvort Ingvar geri árás, Haffi segir að það sé ólíklegt að hann geri árás úr þessu en hann er varla búinn að sleppa orðinu þegar allt í einu hægist á Árna og Ingvari og Ingvar tekur á rás og Árni á eftir. Árás, árás heyrist í okkur og við gerum Haffa kláran með götuhjól og brunum framfyrir Ingvar, Haffi gerir sig kláran og rýkur út, við vorum aðeins of seinir og Haffi dettur úr bindingunum sem gaf Ingvari enn meira forskot. Það er eins og verri staða og jafnvel mistök gefi þessum mönnum aukin kraft því Haffi var búinn að ná Ingvari á augabragði en líklega hefur Ingvar gefið eitthvað eftir líka þar sem hann vissi að við vorum með tvö TT hjól og í kjör aðstöðu til að vinna þá uppi ef bilið yrði of mikið. Planið okkar var að ef við næðum á undan þeim upp myndum við klára þetta á TT hjólum, Haffi fyrsta sprett og Árni inn hjá Þorlákshafnarafleggjara og Haffi inn aftur á götuhjóli hjá Geirlands afleggjaranum og klára keppnina. Ef við yrðum jafnir upp, sem raunin var, myndi þetta klárast á götuhjólum því Haffi vildi ekki fara í endasprett á TT. Haffi og Ingvar eru komnir upp á heiði og skipting í vændum hjá Workforce. Óskar og Emil bætast í hópinn hjá Workforce og Árni inn hjá okkur. Við keyrum á eftir þeim og upp að Haffa en þá eru allir komnir út hjá þeim og Haffi kallar, alla út, alla út. Þá vissum við að þetta yrði sprettur til enda. Við fórum nálægt Hellisheiðarenda og settum út Valla og Bjarka og upphófst einn æsilegasti endasprettur sem sögur fara af í reiðhjólamótum á Íslandi. Þegar þarna var komið var okkur Bensa ljóst að hlutverki okkar var lokið nema kanski að verja hópinn og týna upp okkar menn ef þeir héldu ekki í við hraðan. Keyrslan var svakaleg á hópnum, 8 manns sem hjóluðu í hnapp, bíllinn okkar á 80km. Hraða en samt fjarlægðist hópurinn sem hefur líklega verið á um 85km hraða. Eina orðið sem mér dettur í hug til að lýsa þessu er gæsahúð því sjónarspilið var ótrúlegt í hliðarbakvind eftir alla þessa vinnu og alla þessa vöku að þetta myndi enda svona. Þegar niður heiðina var komið heltist Tigran úr lestinni og við 4 úti á móti 3 frá Workforce. Ekki man ég hvað Bjarki Bjarnason borðaði um morguninn en hann var ótrúlegur á þessum síðustu metrum keppninnar. Þegar við fórum að nálgast endamarkið tókum við eftir miklum pirringi ökumanna og vægast sagt ótrúlegri ósvífni og dónaskap íslenskra bílstjóra sem flautuðu og svínuðu fyrir hópinn af því þeir þurftu að keyra inn í borgina á 65-70 km hraða í stað 100km. Og ekki voru atvinnubílstjórnarnir betri sem lögðu keppnisfólk í stórhættu á köflum, fyrst Eimskips trukkurinn í Kömbunum sem taldi sig eiga hægri akreinina sem við hjóluðum á þrátt fyrir að sú vinstri væri auð og vörbílstjórinn með fullfermi sem kom úr þrengslunum og ætlaði bókstaflega að keyra yfir mannskapinn. Það eina sem við gátum gert var að taka báðar akreinar með Workforcemönnum og sjá til þess að bílar væru ekki að taka fram úr með því að taka báðar akreinar, þegar færi gafst, og verja þannig hópinn fyrir brjáluðum íslenskum bílstjórum. Þannig unnu bílstjórarnir saman þegar verja þurfti hópinn. Endaspretturinn var æsilegur og við sáum að Haffi var fremstur en rétt í blálokin náði Ingvar að stinga sér fremst og vinna. Djöfull var þetta svekkjandi. En samt ekki… jú þetta var hrikalega svekkjandi og enn meira svekkjandi þegar maður rifjar þetta upp. En svona er þetta bara. Haffi er jú búinn að vinna Ingvar ófáum sinnum með nákvæmlega sama hætti. Hvað klikkaði spyrja eflaust margir, var Ingvar betur staðsettur eða átti Haffi ekki meira inni, voru þetta taktísk mistök eða vöru Workforce menn einfaldlega sterkari? Svarið má eflaust finna í þessu öllu saman en ég held samt að þetta hefði geta farið á hvorn veginn sem var, en datt þeirra megin þennan daginn En þegar öllu er á botninn hvolft deilum við besta tíma sem náðst hefur í keppninni sem er sárabót fyrir súrsætt annað sætið. Bæði lið geta verið ákaflega stolt af því. Og að eiga þátt í því að taka hjólreiðar upp á næsta level, bæði í þessari keppni og í öðrum ekki síður spennandi keppnum sem háðar hafa verið síðustu misserin. Þetta var ógleymanleg lífsreynsla í alla staði og algjör forréttindi að taka þátt í þessu. Ég mun aldrei gleyma þessu svo lengi sem ég lifi og efast um að nokkuð toppi þessa keppni eða þá vegferð sem við fórum í með að setja saman liðið og klára þetta svona eftirminnilega. Ég efast um að það hefði verið eins gaman að vera með Besta liðið og vera fremstur allan tíman og vinna án þess að nokkur myndi ógna. Maður hlýtur á endanum að vera þakklátur fyrir að koma heill heim og njóta þeirra forrétti að geta tekið þátt í svona ævintýri. Eftir að búið var að hreinsa bílinn ásamt frábærri hjálp samstarfsfélaga okkar í Erninum og heim var komið eftir um 54 tíma úthald var hvíldinni vel tekið. Ég vaknaði átta tímum síðar og man ekki hvernig ég fór upp í rúm eða þegar ég háttaði mig, en tilfinningin var góð og er enn. Munum við fara aftur að ári? Það er góð spurning sem erfitt er að svara í dag en kanski svara ég henni á morgun eða hinn… eða hinn.Að lokum Það er ekki hægt annað en að þakka liðsfélugunum Haffa, Árna, Valla, Bjarka og að sjálfsögðu Bensa sem var algjör klettur í þessari ferð. Einnig ber að þakka Workforce mönnum fyrir frábæra og drengilega keppni frá upphafi til enda. Takk fyrir okkur Ingvar, Óskar, Emil, Tigran og alls ekki síst Sölvi og Ingi sem einnig stóðu sig frábærlega og rústuðu armbeygjukeppninni milli liðanna. Einnig má ekki gleyma frábæru Hleðslu liðinu sem hjólaði með okkur hálfa keppnina og kláraði einnig á frábærum tíma eða undir 40 tímum. Að lokum fær Örninn og allir sem þar vinna okkar bestu þakkir fyrir frábæran stuðning og fyrir að vera skemmtilegasti og besti vinnustaður sem hægt er að hugsa sér. Loka þakkir fær WOW fyrir frábæra keppni. Ragnar Þór Ingólfsson Liðsmaður í Örninn Trek
Wow Cyclothon Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira