Fótbolti

Ashley Cole mættur til Rómar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ashley Cole vill spila áfram í Meistaradeildinni.
Ashley Cole vill spila áfram í Meistaradeildinni. vísir/getty
Ashley Cole, fyrrverandi leikmaður Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu, er mættur til Rómar þar sem hann mun væntanlega skrifa undir þriggja ára samning við Roma seinna í dag.

Twitter-síða Roma birtir mynd af bakverðinum í dag og skrifar: „Velkominn til Rómar, Ashley.

Breska blaðið The Mirror greindi frá því í gær að Roma hafi boðið Cole þriggja ára samning með svipuð laun og hann hafði hjá Chelsea. Bakvörðinn var með 130.000 pund á viku í Lundúnum.

Cole var með tilboð í höndunum frá franska liðninu Monaco og nokkrum liðum úr MLS-deildinni í Bandaríkjunum, en hann er sagður vilja halda áfram að spila í Meistaradeildinni.

Roma hafnaði í öðru sæti ítölsku A-deildarinnar á síðustu leiktíð en þar er verið að byggja upp gífurlega öflugt lið sem var lengi í titil baráttu við Juventus áður en það stakk af og vann titilinn með yfirburðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×