Angel Cabrera sigraði eftir æsispennandi lokahring 7. júlí 2014 09:36 Angel Cabrera hafði ástæðu til að fagna í gær. AP/Getty Lokahringurinn á Greenbrier Classic sem fram fór í gær var hin mesta skemmtun en Argentínumaðurinn Angel Cabrera sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni í fimm ár. Fyrir lokahringinn leiddi Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley en hann spilaði sig fljótt úr baráttu efstu manna með fjórum skollum á fyrri níu holunum á Old White TPC vellinum. Á meðan fékk landi hans George McNeill hvern fuglinn á fætur öðrum en hann lék lokahringinn á 61 höggi eða níu undir pari og gerði sér einnig lítið fyrir og fór holu í höggi á áttundu holu. McNeil var í forystu þangað til að Angel Cabrera ákvað að setja í fluggírinn en á seinni níu holunum á lokahringnum fékk hann þrjá fugla og glæsilegan örn á 13. holu. Það dugði til en Cabrera sigraði mótið á samtals 16 höggum undir pari. George McNeill kom annar á 14 höggum undir pari en fyrrum US Open meistarinn Webb Simpson nældi sér í þriðja sætið á 10 undir með góðum lokahring upp á 63 högg. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er John Deere Classic en þar á ungstirnið Jordan Spieth titil að verja. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lokahringurinn á Greenbrier Classic sem fram fór í gær var hin mesta skemmtun en Argentínumaðurinn Angel Cabrera sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni í fimm ár. Fyrir lokahringinn leiddi Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley en hann spilaði sig fljótt úr baráttu efstu manna með fjórum skollum á fyrri níu holunum á Old White TPC vellinum. Á meðan fékk landi hans George McNeill hvern fuglinn á fætur öðrum en hann lék lokahringinn á 61 höggi eða níu undir pari og gerði sér einnig lítið fyrir og fór holu í höggi á áttundu holu. McNeil var í forystu þangað til að Angel Cabrera ákvað að setja í fluggírinn en á seinni níu holunum á lokahringnum fékk hann þrjá fugla og glæsilegan örn á 13. holu. Það dugði til en Cabrera sigraði mótið á samtals 16 höggum undir pari. George McNeill kom annar á 14 höggum undir pari en fyrrum US Open meistarinn Webb Simpson nældi sér í þriðja sætið á 10 undir með góðum lokahring upp á 63 högg. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er John Deere Classic en þar á ungstirnið Jordan Spieth titil að verja.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira