Englendingurinn Justin Rose sigraði á Quicken Loans National mótinu sem kláraðist í kvöld en þetta er fyrsti sigur Rose á atvinnumóti síðan að hann sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Rose lék hringina fjóra á Congressional vellinum á samtals fjórum höggum undir pari en það gerði Bandaríkjamaðurinn Shawn Stefani einnig.
Það þurfti því að grípa til bráðabana til að skera úr um úrslitin en Rose fékk par á fyrstu holu í bráðabananum á meðan að Stefani fékk tvöfaldan skolla. Sigur Englendingsins er hans sjötti á PGA-mótaröðinni á ferlinum en jafnir í þriðja sæti komu Bandaríkjamennirnir Charley Hoffman og Ben Martin á þremur höggum undir pari.
Patrick Reed sem leiddi mótið með tveimur höggum eftir þrjá hringi átti alls ekki góðan lokadag en hann kom inn á 77 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði jafn í 11. sæti á sléttu pari en pressan á lokadeginum náði greinilega til hans.
Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Greenbrier Classic og hefst það á fimmtudaginn en það verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Justin Rose landaði sigri á Congressional

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
