Fótbolti

Gary Martin varð bænheyrður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Gary Martin var sérstaklega ánægður með að KR drógst gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

„Ég hef legið á bæn alla vikuna,“ skrifaði Martin á Twitter-síðuna sína í dag en Martin er frá Darlington í norðausturhluta Englands og því nálægt sínum heimaslóðum.

Fleiri eru ánægðir með dráttinn, svo sem Hólmbert Aron Friðjónsson sem er á mála hjá skoska liðinu.

„Þetta var frábær niðurstaða - algjör snilld. Það er vonandi að maður fái eitthvað að spila,“ sagði Hólmbert í samtali við Vísi í dag. Hann er nýfarinn út til Skotlands eftir að hafa verið í sumarfríi hér á landi.

„Ég sá KR spila á móti Fram og veit því eitthvað um liðið. Ég veit þó ekki hvort að þjálfaranir mínir munu eitthvað spyrja mig um KR-inga.“

Þá má geta þess að Kjartan Henry Finnbogason, KR-ingur, var lengi á mála hjá Celtic í Skotlandi.


Tengdar fréttir

Hólmbert Aron mætir KR-ingum

KR mætir skosku meisturunum í Celtic í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×