CIA og KGB deildu klósettum í Höfða Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. júní 2014 14:01 Hér eru tvær myndir frá leiðtogafundinum árið 1986. Í bók um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, kemur fram að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, CIA og KGB, þurftu að deila salernisaðstöðunni í Höfða á milli sín. Ken Adleman, höfundur bókarinnar Reagan at Reykjavik, sagði frá málinu í fyrirlestri sem hann hélt í síðasta mánuði. Í bókinni er kafli sem heitir Urinal Diplomacy, sem mætti kalla Hlandskála samkomulag. Leyniþjónusturnar fengu aðstöðu í kjallaranum í Höfða og í ljósi stöðunnar í samskiptum ríkjanna var það fréttnæmt að CIA og KGB væru saman í kjallara á jafn litlu húsi og Höfði er. Á þessum tíma voru tvö baðherbergi í kjallaranum, annað stærra en hitt. Að sögn Adelman var það mönnum mikið kappsmál að fá stærra baðherbergið. Hvorugur aðilinn vildi gefa eftir og að lokum var ákveðið að leyniþjónusturnar myndu deila baðherbergjunum. Í fyrirlestrinum grínast Adelman um málið. Hann talar um að leyniþjónustur í heiminum séu með það hlutverk að sanka að sér upplýsingum. „On a need-to-know basis,“ eins og hann orðar það á ensku og bætir svo að þessa helgi í Höfða hafi KGB og CIA starfað á „need-to-go basis“, þegar það kom að klósettnotkun. Adelman lýsir svo hvernig ástandið var í kjallaranum í Höfða. Honum var skipt í tvennt á milli þessara tveggja öflugu stofnana. Hann sagðist vona að menn hafi tekið myndir af búnaði hvors annars, því í þá daga voru slíkar myndir mikils virði. Í bók sinni fjallar Adelman mikið um Höfða og segir húsið hafa gengt lykilhlutverki í að gera fundinn jafn árangursríkan og raun bar vitni. Hann fjallar mikið um meintan reimleika í bókinni og í fyrirlestrinum. Hann segir frá því þegar Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir í viðtali við hinn virta fjölmiðlamann Tom Brokaw að hann trúði á drauga og ef það væri reimt í Höfða, þá væru draugarnir mjög velkomnir. Adelman starfaði með Ronald Reagan, sem vopnasérfræðingur. Hann kom hingað til lands ásamt Reagan árið 1986 og skrifaði bók sem kom út í síðasta mánuði um heimsókn þeirra til Reykjavíkur. Bókin, Regan at Reykjavik, hefur fengið talsverða umfjöllun hjá stórum fréttastofum á borð við NBC og Fox. Adelman hefur lýst því yfir að leiðtogafundurinn í Höfða hafi bundið enda á Kalda stríðið. Leiðtogafundurinn í Höfða Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13 Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
Í bók um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, kemur fram að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, CIA og KGB, þurftu að deila salernisaðstöðunni í Höfða á milli sín. Ken Adleman, höfundur bókarinnar Reagan at Reykjavik, sagði frá málinu í fyrirlestri sem hann hélt í síðasta mánuði. Í bókinni er kafli sem heitir Urinal Diplomacy, sem mætti kalla Hlandskála samkomulag. Leyniþjónusturnar fengu aðstöðu í kjallaranum í Höfða og í ljósi stöðunnar í samskiptum ríkjanna var það fréttnæmt að CIA og KGB væru saman í kjallara á jafn litlu húsi og Höfði er. Á þessum tíma voru tvö baðherbergi í kjallaranum, annað stærra en hitt. Að sögn Adelman var það mönnum mikið kappsmál að fá stærra baðherbergið. Hvorugur aðilinn vildi gefa eftir og að lokum var ákveðið að leyniþjónusturnar myndu deila baðherbergjunum. Í fyrirlestrinum grínast Adelman um málið. Hann talar um að leyniþjónustur í heiminum séu með það hlutverk að sanka að sér upplýsingum. „On a need-to-know basis,“ eins og hann orðar það á ensku og bætir svo að þessa helgi í Höfða hafi KGB og CIA starfað á „need-to-go basis“, þegar það kom að klósettnotkun. Adelman lýsir svo hvernig ástandið var í kjallaranum í Höfða. Honum var skipt í tvennt á milli þessara tveggja öflugu stofnana. Hann sagðist vona að menn hafi tekið myndir af búnaði hvors annars, því í þá daga voru slíkar myndir mikils virði. Í bók sinni fjallar Adelman mikið um Höfða og segir húsið hafa gengt lykilhlutverki í að gera fundinn jafn árangursríkan og raun bar vitni. Hann fjallar mikið um meintan reimleika í bókinni og í fyrirlestrinum. Hann segir frá því þegar Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir í viðtali við hinn virta fjölmiðlamann Tom Brokaw að hann trúði á drauga og ef það væri reimt í Höfða, þá væru draugarnir mjög velkomnir. Adelman starfaði með Ronald Reagan, sem vopnasérfræðingur. Hann kom hingað til lands ásamt Reagan árið 1986 og skrifaði bók sem kom út í síðasta mánuði um heimsókn þeirra til Reykjavíkur. Bókin, Regan at Reykjavik, hefur fengið talsverða umfjöllun hjá stórum fréttastofum á borð við NBC og Fox. Adelman hefur lýst því yfir að leiðtogafundurinn í Höfða hafi bundið enda á Kalda stríðið.
Leiðtogafundurinn í Höfða Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13 Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18
Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13
Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21