Eiríkur Örn rukkaður fyrir að birta mynd af Sölva Fannari Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2014 14:29 Eiríkur Örn, t.v., lenti í vandræðum í dag fyrir að hafa birt mynd af Sölva Fannari, t.h. „Ég hélt þetta væri eins og hver önnur birting á plötucoveri eða annars konar promo efni með verkinu,“ segir Eiríkur Örn Norðdal sem fékk rukkun vegna óheimilar myndbirtingar. Hann birti mynd á vefriti sínu Starafugli af ljóðskáldinu, fyrirsætunni og leikaranum Sölva Fannari með umfjöllun um ljóð hans. Myndstef sendi honum póst í hádeginu í dag þar sem segir að ábyrgðaraðili fyrir Starafugli, sem er Eiríkur, hafi af gögnum málsins að dæma ekki haft leyfi fyrir notkun myndarinnar. Þar er vísað til höfundalaga og einkaréttar höfunda til notkunar verka sinna. Í póstinum er Eiríki gert að hafa samband við Myndstef innan viku en ella áskilur Myndstef sér rétt til að gefa út reikning vegna notanna. „Að auki getur Myndstef krafist lögbanns á notkunina og skaðabóta því tengdu.” Eiríkur veit ekki hvernig hann á að snúa sér í málinu og hefur biðlað til lögfróðra vina sinna á Facebook um aðstoð. „Myndin er merkt höfundi og hafði áður birst í fjölmiðlum, með umfjöllun um Sölva,“ segir hann í stöðuuppfærslu. „Í greininni er fyrirbærið Sölvi Fannar til umfjöllunar, ímyndin einsog hún birtist á þessari mynd. Það var minn skilningur að þar með væri notkun myndarinnar innan rammans – eins og hvert annað plötukover,“ segir hann jafnframt og spyr hvort að hann ætti að „lúffa“ eins og hann orðar það eða láta reyna á hvort að þetta sé réttmætt.Ásgeir ljósmyndari segir höfundalög skýr. Mynd/RósaLjósmyndari segir höfundalög skýr En myndin sem um ræðir hefur birst víðsvegar í fjölmiðlum að undanförnu og vakti athygli. Myndina tók ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Geirix. Hann innheimtir ekki sjálfur heldur sér Myndstef um það fyrir hönd ljósmyndara þeirra sem þeir eru með á sínum snærum. „Hún er gefin út fyrir mína hönd. Ef mynd er notuð án leyfis þá er innheimta.“ Hann segir lögin um höfundarétt vera skýr. „Ljósmynd, eða hvaða myndverk sem það er, er alltaf eign höfundar og myndrétturinn er eign höfundar.“ Hann segir þetta alltaf munu vera þannig enda mikilvægt fyrir listamenn. „Annars getum við bara lagt niður listsköpun í landinu.“ Eiríkur Örn taldi hins vegar myndina vera undirorpna því sem kallast „fair use“ sem gætu útlagst á íslensku sanngjörn notkun. „Þessi mynd er sú sem kom honum á kortið,“ útskýrir Eiríkur Örn í samtali við Vísi og segir hana vera stóran hluta af því hvernig hann kynnir sig og sín verk. „Það að ætla að fjalla um hann án þess að geta birt myndina er kjánalegt. Þá ertu bara með brot af sögunni.“ Eiríkur segir sektina ekkert gríðarháa þó. „En vefurinn er unninn í sjálfboðavinnu og ég er þegar að borga með honum,“ bætir hann við. Tengdar fréttir Kviknakinn á toppnum Mynd af Sölva Fannari Viðarssyni þar sem hann stendur kviknakinn á mosavöxnu fjalli með sverð á milli fótanna vakti athygli okkar. 28. apríl 2014 15:45 Sölvi Fannar hitti afmynduðu tvíburana "Einhverra hluta vegna hófu þeir að fara í lýtaaðgerðir og virðast hafa gengið aðeins of hratt um þær gleðinnar dyr.“ 26. maí 2014 13:15 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
„Ég hélt þetta væri eins og hver önnur birting á plötucoveri eða annars konar promo efni með verkinu,“ segir Eiríkur Örn Norðdal sem fékk rukkun vegna óheimilar myndbirtingar. Hann birti mynd á vefriti sínu Starafugli af ljóðskáldinu, fyrirsætunni og leikaranum Sölva Fannari með umfjöllun um ljóð hans. Myndstef sendi honum póst í hádeginu í dag þar sem segir að ábyrgðaraðili fyrir Starafugli, sem er Eiríkur, hafi af gögnum málsins að dæma ekki haft leyfi fyrir notkun myndarinnar. Þar er vísað til höfundalaga og einkaréttar höfunda til notkunar verka sinna. Í póstinum er Eiríki gert að hafa samband við Myndstef innan viku en ella áskilur Myndstef sér rétt til að gefa út reikning vegna notanna. „Að auki getur Myndstef krafist lögbanns á notkunina og skaðabóta því tengdu.” Eiríkur veit ekki hvernig hann á að snúa sér í málinu og hefur biðlað til lögfróðra vina sinna á Facebook um aðstoð. „Myndin er merkt höfundi og hafði áður birst í fjölmiðlum, með umfjöllun um Sölva,“ segir hann í stöðuuppfærslu. „Í greininni er fyrirbærið Sölvi Fannar til umfjöllunar, ímyndin einsog hún birtist á þessari mynd. Það var minn skilningur að þar með væri notkun myndarinnar innan rammans – eins og hvert annað plötukover,“ segir hann jafnframt og spyr hvort að hann ætti að „lúffa“ eins og hann orðar það eða láta reyna á hvort að þetta sé réttmætt.Ásgeir ljósmyndari segir höfundalög skýr. Mynd/RósaLjósmyndari segir höfundalög skýr En myndin sem um ræðir hefur birst víðsvegar í fjölmiðlum að undanförnu og vakti athygli. Myndina tók ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Geirix. Hann innheimtir ekki sjálfur heldur sér Myndstef um það fyrir hönd ljósmyndara þeirra sem þeir eru með á sínum snærum. „Hún er gefin út fyrir mína hönd. Ef mynd er notuð án leyfis þá er innheimta.“ Hann segir lögin um höfundarétt vera skýr. „Ljósmynd, eða hvaða myndverk sem það er, er alltaf eign höfundar og myndrétturinn er eign höfundar.“ Hann segir þetta alltaf munu vera þannig enda mikilvægt fyrir listamenn. „Annars getum við bara lagt niður listsköpun í landinu.“ Eiríkur Örn taldi hins vegar myndina vera undirorpna því sem kallast „fair use“ sem gætu útlagst á íslensku sanngjörn notkun. „Þessi mynd er sú sem kom honum á kortið,“ útskýrir Eiríkur Örn í samtali við Vísi og segir hana vera stóran hluta af því hvernig hann kynnir sig og sín verk. „Það að ætla að fjalla um hann án þess að geta birt myndina er kjánalegt. Þá ertu bara með brot af sögunni.“ Eiríkur segir sektina ekkert gríðarháa þó. „En vefurinn er unninn í sjálfboðavinnu og ég er þegar að borga með honum,“ bætir hann við.
Tengdar fréttir Kviknakinn á toppnum Mynd af Sölva Fannari Viðarssyni þar sem hann stendur kviknakinn á mosavöxnu fjalli með sverð á milli fótanna vakti athygli okkar. 28. apríl 2014 15:45 Sölvi Fannar hitti afmynduðu tvíburana "Einhverra hluta vegna hófu þeir að fara í lýtaaðgerðir og virðast hafa gengið aðeins of hratt um þær gleðinnar dyr.“ 26. maí 2014 13:15 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Kviknakinn á toppnum Mynd af Sölva Fannari Viðarssyni þar sem hann stendur kviknakinn á mosavöxnu fjalli með sverð á milli fótanna vakti athygli okkar. 28. apríl 2014 15:45
Sölvi Fannar hitti afmynduðu tvíburana "Einhverra hluta vegna hófu þeir að fara í lýtaaðgerðir og virðast hafa gengið aðeins of hratt um þær gleðinnar dyr.“ 26. maí 2014 13:15