KR mætir Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar í næsta mánuði og nú er orðið endanlega ljóst að fyrri leikurinn fer fram á KR-vellinum 15. júlí næstkomandi.
Norðmaðurinn Ronny Deila stýrir Celtic-liðinu í fyrsta sinn í keppnisleik í Frostaskjólinu en hann tók við liðinu af Neil Lennon.
Seinni leikur KR og Celtic fer síðan fram viku síðar á Murrayfield í Edinborg en leikurinn getur ekki farið fram á Celtic Park þar sem leikvangurinn er upptekinn vegna Samveldisleikanna.
Ronny Deila fer með Celtic-liðið í æfingabúðir í Austurríki fyrir leikina við KR þar sem Celtic mun meðal annars spila fimm æfingaleiki. Liðið mætir þá Rapid Vín, Dukla Prag, FK Krasnodar, LSK Linz og Dynamo Dresden.
Celtic undirbýr sig fyrir KR-leikina í æfingabúðum í Austurríki
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn




„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn