Nú er ljóst hverjar mætast í undanúrslitum í kvennaflokki á Securitas Íslandsmótinu í holukeppni sem fer fram á Hvaleyrarvelli um helgina, en mótið er það fjórða á Eimskipsmótaröðinni í ár.
Heiða Guðnadóttir, Gkj, sigraði Sunnu Víðisdóttir, GR, á 19. holu í átta manna úrslitunum; Karen Guðnadóttir, GS, sigraði Signýju Arnórsdóttur, GK, 1/0; Tinna Jóhannsdóttir, GK, sigraði Berglindi Björnsdóttur, GR, 3/1 og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sigraði Ragnhildi Kristinsdóttur, GR, 3/2.
Í undanúrslitunum mun Heiða Guðnadóttir spila gegn Signýju Arnórsdóttur og Tinna Jóhannsdóttir gegn Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur.
Ræst verður úr í undanúrslitunum um klukkan átta á morgun, árdegis.
