Karen Guðnadóttir tryggði sér í morgun sæti í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni á Hvaleyrarvelli en um systraslag var að ræða í undanúrslitunum.
Karen vann Heiðu, systur sína, í undanúrslitum í morgun nokkuð örugglega, 4/3. Karen keppir fyrir GS en Heiða fyrir Kjöl í Mosfellsbæ.
Heiða kom einna mest á óvart um helgina en í fjórðungsúrslitum lagði hún Íslandsmeistarann, Sunnu Víðisdóttur úr GR, að velli. Þá hafði hún betur gegn Valdísi Þóru Jónsdóttur í riðlakeppninni.
Karen vann Signýju Arnórsdóttur í fjórðungsúrslitunum í gær og mætir annað hvort Tinnu Jóhannsdóttur eða Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur í úrslitaleiknum.
Karen vann systur sína í undanúrslitum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
