Níu fengu fálkaorðuna: „Allar viðurkenningar virka sem hvatning“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júní 2014 21:51 Níu einstaklingar voru í dag sæmdir fálkaorðunni, ein af þeim var Lilja Árnadóttir, þjóðháttafræðingur. Mynd/Gunnar Geir Vigfússon/Bjarni Jóns Níu Íslendingar voru í dag sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, í daglegu tali betur þekkt sem fálkaorðan, við athöfn á Bessastöðum. Af níu manna hópi fengu fimm karlmenn orðu og fjórar konur fyrir hin ýmsu störf í þágu samfélagsins. Vísir tók Lilju Árnadóttir, þjóðháttafræðing, tali í tilefni dagsins en hún er ein af þeim sem sæmd var fálkaorðunni í dag. „Ég hef unnið við Þjóðminjasafnið í ansi mörg ár eða alveg síðan ég hóf starfsferil minn 23 ára gömul,“ segir Lilja en hún heldur að langur starfsaldur og þolinmæði við að vinna alltaf sama starfið hafi gert hana að fálkaorðuþega í dag. „Og vinna með góðu fólki.“ „Athöfnin var virðuleg og afskaplega notaleg. Það var gaman að hitta fólkið, ég vissi ekkert hverjir væru í hópnum en svo kom í ljós að ég þekkti meirihluta þess. Þetta var fólk úr ýmsum geirum, gamall bekkjarbróðir og samstarfsfólk.“ Athöfnin fór fram á Bessastöðum eins og fyrr segir og tók rúman klukkutíma. „Mér líður þannig að mér finnst ekkert endilega ég eiga þetta skilið sjálf en svo verður maður bara pínulítið stoltur. Það hellast yfir mann hamingjuóskir og þegar ég kom heim beið mín blómvöndur og súkkulaðikaka.“ Lilja segist þakklát fyrir viðurkenninguna og þakklát samstarfsfólki í gegnum tíðina. „Nú held ég bara áfram að vinna að því sem ég hef verið að vinna og ætla að gera það ennþá betur. Allar viðurkenningar virka sem hvatning.“ Lilja fékk blómvönd í tilefni dagsins.Mynd/Bjarni JónsÞeir sem sæmdir voru orðu í dag eru eftirtaldir: 1. Dagfinnur Stefánsson flugstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir brautryðjendastörf á vettvangi flug- og samgöngumála 2. Friðjón Björn Friðjónsson fyrrverandi fjármálastjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir forystustörf á vettvangi íþrótta 3. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri, Grenivík, riddarakross fyrir störf í þáguheimabyggðar 4. Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður, Garðabæ, riddarakross fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks 5. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Egilsstöðum, riddarakross fyrir ritstörf og rannsóknir á íslenskri náttúru 6. Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til húsaverndar og sögu íslenskrar byggingarlistar 7. Lilja Árnadóttir þjóðháttafræðingur, Reykjavík, riddarakross frumkvöðlastörf að varðveislu listmuna fyrri alda 8. Sigrún Guðjónsdóttir myndlistarmaður, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar 9. Tómas Ragnar Einarsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar jasstónlistar og menningarlífs Fálkaorðan Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Níu Íslendingar voru í dag sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, í daglegu tali betur þekkt sem fálkaorðan, við athöfn á Bessastöðum. Af níu manna hópi fengu fimm karlmenn orðu og fjórar konur fyrir hin ýmsu störf í þágu samfélagsins. Vísir tók Lilju Árnadóttir, þjóðháttafræðing, tali í tilefni dagsins en hún er ein af þeim sem sæmd var fálkaorðunni í dag. „Ég hef unnið við Þjóðminjasafnið í ansi mörg ár eða alveg síðan ég hóf starfsferil minn 23 ára gömul,“ segir Lilja en hún heldur að langur starfsaldur og þolinmæði við að vinna alltaf sama starfið hafi gert hana að fálkaorðuþega í dag. „Og vinna með góðu fólki.“ „Athöfnin var virðuleg og afskaplega notaleg. Það var gaman að hitta fólkið, ég vissi ekkert hverjir væru í hópnum en svo kom í ljós að ég þekkti meirihluta þess. Þetta var fólk úr ýmsum geirum, gamall bekkjarbróðir og samstarfsfólk.“ Athöfnin fór fram á Bessastöðum eins og fyrr segir og tók rúman klukkutíma. „Mér líður þannig að mér finnst ekkert endilega ég eiga þetta skilið sjálf en svo verður maður bara pínulítið stoltur. Það hellast yfir mann hamingjuóskir og þegar ég kom heim beið mín blómvöndur og súkkulaðikaka.“ Lilja segist þakklát fyrir viðurkenninguna og þakklát samstarfsfólki í gegnum tíðina. „Nú held ég bara áfram að vinna að því sem ég hef verið að vinna og ætla að gera það ennþá betur. Allar viðurkenningar virka sem hvatning.“ Lilja fékk blómvönd í tilefni dagsins.Mynd/Bjarni JónsÞeir sem sæmdir voru orðu í dag eru eftirtaldir: 1. Dagfinnur Stefánsson flugstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir brautryðjendastörf á vettvangi flug- og samgöngumála 2. Friðjón Björn Friðjónsson fyrrverandi fjármálastjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir forystustörf á vettvangi íþrótta 3. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri, Grenivík, riddarakross fyrir störf í þáguheimabyggðar 4. Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður, Garðabæ, riddarakross fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks 5. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Egilsstöðum, riddarakross fyrir ritstörf og rannsóknir á íslenskri náttúru 6. Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til húsaverndar og sögu íslenskrar byggingarlistar 7. Lilja Árnadóttir þjóðháttafræðingur, Reykjavík, riddarakross frumkvöðlastörf að varðveislu listmuna fyrri alda 8. Sigrún Guðjónsdóttir myndlistarmaður, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar 9. Tómas Ragnar Einarsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar jasstónlistar og menningarlífs
Fálkaorðan Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira