Eins og hefur verið greint átti Ragnar Már magnaðan lokahring í dag en hann spilaði á 62 höggum sem er nýtt vallarmet.
Hann var á átta höggum undir pari vallarins en gamla metið var í eigu Ólafs Björns Loftssonar, NK, sem var 63 högg. Ragnar fékk alls níu fugla í dag og spilaði hringina þrjá á samtals fjórum undir pari.
Ragnar Már vann fyrsta mót sumarsins um síðustu helgi, einnig eftir góðan lokahring. Hann hefur því sigrað á báðum mótum Eimskipsmótaraðarinnar í ár en það næsta fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi eftir tvær vikur.
