Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júní 2014 13:23 "Þessi lína kemur til með að þvera öll löndin og skera þau alveg niður. Hún liggur með Reykjanesbrautinni sem er fjölfarnasta þjóðbraut landsins.“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. Þá er Landsneti jafnframt stefnt vegna málsins. Eigendur þriggja annarra jarða undirbúa sambærileg dómsmál. Ábúandi segir lagningu línunnar dæmi um spillingu. Eydís Franzdóttir, ábúandi á jörðinni, hefur frá upphafi mótmælt þessari framkvæmd og hefur hún lagt áherslu á að aðrir framkvæmdakostir sem eru minna íþyngjandi fyrir landeigendur verið kannaðir með hlutlegum hætti. Um er að ræða eignarnám sem heimilað er til ótímabundinna afnota fyrir Landsnet. Með þessari kvöð er Landsneti meðal annars heimilað að leggja um land jarðarinnar samtals 418 metra langa og 220 kv rafmagnslínu, að reisa stauravirki til að bera línuna uppi, leggja 27 metra langan, sex metra breiðan vegaslóða að hverju mastri og leggja ljósleiðara í jörðu meðfram rafmagnslínunni í eldri línuvegi. „Þessi lína kemur til með að þvera öll löndin og skera þau alveg niður. Hún liggur með Reykjanesbrautinni sem er fjölfarnasta þjóðbraut landsins, þar sem nánast allir ferðamenn sem koma til landsins fara um. Okkur finnst þetta, bæði fyrir utan það að spilla okkar landi, þá stingur þetta mjög í stúf við það að það sé verið að byggja upp ferðaþjónustu í þessu landi og ferðaþjónusta sé stærsta atvinnugreinin á Suðurnesjum,“ segir Eydís. Hún hefur lagt áherslu á þann möguleika að línan verði lögð í jörðu, en slíkt hefur í för með sér minni röskun á hagsmunum hennar og minni umhverfisáhrif. Neita að skoða aðra kosti „Við höfum alltaf boðið upp á aðra möguleika og viljað að það sé skoðað að leggja þennan streng í jörð. En Landsnet hefur aldrei viljað ræða neitt annað heldur en að þetta sé lagt sem loftlína. Umræðan hjá Landsneti hefur einungis snúist um það að troða inn á okkur þessari línu og semja um bætur vegna hennar. Þeim ber að skoða alla raunhæfa kosti.“ Eydís segist hafa teflt fram margvíslegum rökum og gögnum til stuðnings því að jarðstrengur sé raunhæfur valkostur sem taka ber til skoðunar. Gögn sem hún lagði fram rökstyðja það að kostnaðarmunur á jarðstrengjum og loftlínum sé mun minni sem Landsnet heldur fram. „Ganga um með lygum“ Landsnet hefur óskað eftir því að fyrirtækið fái umráð yfir hinu landinu sem tekið var eignarnámi og vilja hefja framkvæmdir strax. Landeigendur krefjast þess að því verði hafnað. „Það er alveg ótrúlegt að Landsnet, sem er stofnun í eigu almennings í rauninni, skuli ganga um með lygum á milli sveitarfélaga. Við teljum þetta mjög mikla spillingu bæði á okkar landi og á Íslandi almennt. Þetta eru alveg óafturkræf náttúruspjöll.“ Suðurnesjalína 2 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. Þá er Landsneti jafnframt stefnt vegna málsins. Eigendur þriggja annarra jarða undirbúa sambærileg dómsmál. Ábúandi segir lagningu línunnar dæmi um spillingu. Eydís Franzdóttir, ábúandi á jörðinni, hefur frá upphafi mótmælt þessari framkvæmd og hefur hún lagt áherslu á að aðrir framkvæmdakostir sem eru minna íþyngjandi fyrir landeigendur verið kannaðir með hlutlegum hætti. Um er að ræða eignarnám sem heimilað er til ótímabundinna afnota fyrir Landsnet. Með þessari kvöð er Landsneti meðal annars heimilað að leggja um land jarðarinnar samtals 418 metra langa og 220 kv rafmagnslínu, að reisa stauravirki til að bera línuna uppi, leggja 27 metra langan, sex metra breiðan vegaslóða að hverju mastri og leggja ljósleiðara í jörðu meðfram rafmagnslínunni í eldri línuvegi. „Þessi lína kemur til með að þvera öll löndin og skera þau alveg niður. Hún liggur með Reykjanesbrautinni sem er fjölfarnasta þjóðbraut landsins, þar sem nánast allir ferðamenn sem koma til landsins fara um. Okkur finnst þetta, bæði fyrir utan það að spilla okkar landi, þá stingur þetta mjög í stúf við það að það sé verið að byggja upp ferðaþjónustu í þessu landi og ferðaþjónusta sé stærsta atvinnugreinin á Suðurnesjum,“ segir Eydís. Hún hefur lagt áherslu á þann möguleika að línan verði lögð í jörðu, en slíkt hefur í för með sér minni röskun á hagsmunum hennar og minni umhverfisáhrif. Neita að skoða aðra kosti „Við höfum alltaf boðið upp á aðra möguleika og viljað að það sé skoðað að leggja þennan streng í jörð. En Landsnet hefur aldrei viljað ræða neitt annað heldur en að þetta sé lagt sem loftlína. Umræðan hjá Landsneti hefur einungis snúist um það að troða inn á okkur þessari línu og semja um bætur vegna hennar. Þeim ber að skoða alla raunhæfa kosti.“ Eydís segist hafa teflt fram margvíslegum rökum og gögnum til stuðnings því að jarðstrengur sé raunhæfur valkostur sem taka ber til skoðunar. Gögn sem hún lagði fram rökstyðja það að kostnaðarmunur á jarðstrengjum og loftlínum sé mun minni sem Landsnet heldur fram. „Ganga um með lygum“ Landsnet hefur óskað eftir því að fyrirtækið fái umráð yfir hinu landinu sem tekið var eignarnámi og vilja hefja framkvæmdir strax. Landeigendur krefjast þess að því verði hafnað. „Það er alveg ótrúlegt að Landsnet, sem er stofnun í eigu almennings í rauninni, skuli ganga um með lygum á milli sveitarfélaga. Við teljum þetta mjög mikla spillingu bæði á okkar landi og á Íslandi almennt. Þetta eru alveg óafturkræf náttúruspjöll.“
Suðurnesjalína 2 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira