RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG KRISTÓFER HELGASON skrifar 31. maí 2014 12:42 Sóley ásamt kosningahamstrinum Högna. Mynd/Kristófer Helgason „Hún er bara mjög góð,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, um stemninguna á kjördag. Reykjavík síðdegis náði tali af henni í kosningamiðstöð flokksins á Suðurgötu. „Við erum búin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja Vinstri grænum góða kosningu og nú er bara að bíða og sjá. Bara njóta þess að vera hér með félögunum og drekka kaffi, vera ekki á þönum út um allan bæ í fyrsta skipti í mjög langan tíma.“ Hún segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. „Að undanförnu höfum við fengið ástæðu til þess að hafa miklar áhyggjur af því að Vinstri græn detti út úr borgarstjórn. Það væri að mínu mati mjög slæmt. Vinstri græn hafa dregið vagninn í mjög mörgum mikilvægum málaflokkum. Það erum við sem höfum fengið aðra flokka með í öllum aðgerðum varðandi umhverfismál. Við höfum staðið fast í lappirnar gegn einkavæðingu. Við höfum verið með brýnar tillögur um kvenfrelsismál, við höfum staðið með leikskólum og grunnskólum. Ef þessi sjónarmið verða ekki inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili, þá held ég í alvöru að það verði mjög slæmt fyrir stjórnmálin.“ Hún segist ekki hafa skýringu á því hvers vegna útlit er fyrir að flokkurinn nái ef til vill ekki inn manni í borgarstjórn. „Það er nefnilega ekki mitt að dæma. Við höfum gert allt sem við gátum, nú verðum við bara að sjá hvað setur. Mér finnst við Vinstri græn hafa lagt algjöra áherslu á grundvallaratriði.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Hún er bara mjög góð,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, um stemninguna á kjördag. Reykjavík síðdegis náði tali af henni í kosningamiðstöð flokksins á Suðurgötu. „Við erum búin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja Vinstri grænum góða kosningu og nú er bara að bíða og sjá. Bara njóta þess að vera hér með félögunum og drekka kaffi, vera ekki á þönum út um allan bæ í fyrsta skipti í mjög langan tíma.“ Hún segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. „Að undanförnu höfum við fengið ástæðu til þess að hafa miklar áhyggjur af því að Vinstri græn detti út úr borgarstjórn. Það væri að mínu mati mjög slæmt. Vinstri græn hafa dregið vagninn í mjög mörgum mikilvægum málaflokkum. Það erum við sem höfum fengið aðra flokka með í öllum aðgerðum varðandi umhverfismál. Við höfum staðið fast í lappirnar gegn einkavæðingu. Við höfum verið með brýnar tillögur um kvenfrelsismál, við höfum staðið með leikskólum og grunnskólum. Ef þessi sjónarmið verða ekki inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili, þá held ég í alvöru að það verði mjög slæmt fyrir stjórnmálin.“ Hún segist ekki hafa skýringu á því hvers vegna útlit er fyrir að flokkurinn nái ef til vill ekki inn manni í borgarstjórn. „Það er nefnilega ekki mitt að dæma. Við höfum gert allt sem við gátum, nú verðum við bara að sjá hvað setur. Mér finnst við Vinstri græn hafa lagt algjöra áherslu á grundvallaratriði.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira