Reykjavík síðdegis: „Þetta er eins og aðfangadagur“ Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason skrifar 31. maí 2014 16:54 S. Björn Blöndal í veðurblíðunni á Austurstræti. Mynd/Kristófer Helgason „Mér er náttúrulega alveg ofboðslega heitt,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, þegar Reykjavík síðdegis náði tali af honum í veðurblíðunni á Austurstræti fyrr í dag. „Nei nei, þetta er alveg ágætt. Þessi dagur leggst rosa vel í mig. Þetta er eins og aðfangadagur, svo veit maður ekkert hvað verður í pakkanum.“ Hann segist vera mjög bjartsýnn fyrir því sem koma skal. „Já, ég er það. Við erum auðvitað að koma að þessu úr svolítið skringilegri átt. Við erum bæði ný og gömul. Svo er einhvern veginn ekkert sjálfsagt að maður eins og ég, með minn bakgrunn, sé að leiða eitthvað framboð í Reykjavík sem er með tuttugu prósent fylgi. Mér finnst þetta bara svolítið geggjað. Þannig að ég er mjög bjartsýnn, ég get ekki tapað.“ Björn starfaði á síðasta kjötímabili sem aðstoðarmaður Jóns Gnarr. Það er því ekki úr vegi að spyrja hann, verður Jón aðstoðarmaður Björns ef sá síðarnefndi verður borgarstjóri? „Ég hef nefnt þetta við hann, hann hefur ekki útilokað það. Við erum samt sammála um að það væri sennilega mjög vond hugmynd,“ segir Björn og hlær. Hann segir að fjölmiðlar hafi að miklu leyti fjallað vel um málefnin en geti þó gert betur. „Ég held að það sem fjölmiðlar þurfi að vinna meira með er fjöldi framboða. Þetta er alltaf svolítið miðað út frá fjórum flokkum. Og ef þeir eru allt í einu orðnir átta, þá kannski gengur það ekki jafn vel upp. Það er svona áskorunin fyrir næstu kosningar. Það þarf að finna form sem hentar betur þessum fjölda, því ég held að framboðunum sé ekki að fara að fækka. Björt framtíð er að gera svolítið merkilega tilraun, bæði hér og úti á landi. Við erum að reka kosningabaráttu fyrir frekar lítinn pening en samt að ná alvöru árangri. Við erum með fimmtán til tuttugu prósent víða um land og við erum að eyða, svo maður tali á sjómannamáli, skít og kanil.“Reykjavík síðdegis er búið að vera á flakki í Reykjavík í dag. Sjá má viðtöl við aðra oddvita í borginni hér fyrir neðan. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir mjög leiðinlegt að hafa séð sig teiknaða í Fréttablaðinu. 31. maí 2014 16:12 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Mér er náttúrulega alveg ofboðslega heitt,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, þegar Reykjavík síðdegis náði tali af honum í veðurblíðunni á Austurstræti fyrr í dag. „Nei nei, þetta er alveg ágætt. Þessi dagur leggst rosa vel í mig. Þetta er eins og aðfangadagur, svo veit maður ekkert hvað verður í pakkanum.“ Hann segist vera mjög bjartsýnn fyrir því sem koma skal. „Já, ég er það. Við erum auðvitað að koma að þessu úr svolítið skringilegri átt. Við erum bæði ný og gömul. Svo er einhvern veginn ekkert sjálfsagt að maður eins og ég, með minn bakgrunn, sé að leiða eitthvað framboð í Reykjavík sem er með tuttugu prósent fylgi. Mér finnst þetta bara svolítið geggjað. Þannig að ég er mjög bjartsýnn, ég get ekki tapað.“ Björn starfaði á síðasta kjötímabili sem aðstoðarmaður Jóns Gnarr. Það er því ekki úr vegi að spyrja hann, verður Jón aðstoðarmaður Björns ef sá síðarnefndi verður borgarstjóri? „Ég hef nefnt þetta við hann, hann hefur ekki útilokað það. Við erum samt sammála um að það væri sennilega mjög vond hugmynd,“ segir Björn og hlær. Hann segir að fjölmiðlar hafi að miklu leyti fjallað vel um málefnin en geti þó gert betur. „Ég held að það sem fjölmiðlar þurfi að vinna meira með er fjöldi framboða. Þetta er alltaf svolítið miðað út frá fjórum flokkum. Og ef þeir eru allt í einu orðnir átta, þá kannski gengur það ekki jafn vel upp. Það er svona áskorunin fyrir næstu kosningar. Það þarf að finna form sem hentar betur þessum fjölda, því ég held að framboðunum sé ekki að fara að fækka. Björt framtíð er að gera svolítið merkilega tilraun, bæði hér og úti á landi. Við erum að reka kosningabaráttu fyrir frekar lítinn pening en samt að ná alvöru árangri. Við erum með fimmtán til tuttugu prósent víða um land og við erum að eyða, svo maður tali á sjómannamáli, skít og kanil.“Reykjavík síðdegis er búið að vera á flakki í Reykjavík í dag. Sjá má viðtöl við aðra oddvita í borginni hér fyrir neðan.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir mjög leiðinlegt að hafa séð sig teiknaða í Fréttablaðinu. 31. maí 2014 16:12 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42
Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir mjög leiðinlegt að hafa séð sig teiknaða í Fréttablaðinu. 31. maí 2014 16:12
Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28
RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30
Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34
RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent